Ferill 276. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.1
Prentað upp.

Þingskjal 652  —  276. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um sviðslistir.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


     1.      Við 1. mgr. 1. gr.
                  a.      Orðið „íslenskar“ falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „kveða á um fyrirkomulag“ komi: marka heildarramma fyrir málefni.
     2.      Í stað 3. og 4. málsl. 2. gr. komi einn nýr málsliður, svohljóðandi: Þjóðleikhúsið skal stuðla að þróun sviðslista og nýsköpunar, efla íslenskra leikritun, leitast við að glæða áhuga landsmanna á sviðslistum og vera til fyrirmyndar um listrænan flutning viðfangsefna á íslensku.
     3.      Við lokamálslið 3. gr. bætist: innan lands og til annarra landa og að fengnir séu til Íslands erlendir listamenn, eftir því sem aðstæður leyfa.
     4.      Við 4. gr.
                  a.      3. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  b.      Á eftir orðunum „Þjóðleikhússtjóri situr“ í lokamálslið 2. mgr. komi: að jafnaði.
     5.      Í stað orðsins „sviðslistafólks“ í 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. komi: innan Sviðslistasambands Íslands.
     6.      Við 1. mgr. 6. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Leikhúsið auglýsir eftir samstarfsaðilum ár hvert og gerir formlega samstarfssamninga berist umsókn um samstarf sem er til þess fallið að ná markmiðum ákvæðisins.
     7.      9. gr. orðist svo:
                      Hlutverk Íslenska dansflokksins er að sýna dansverk, vera vettvangur fyrir framþróun og nýsköpun danslistar á Íslandi og glæða áhuga landsmanna á danslist.
     8.      3. málsl. 1. mgr. 11. gr. falli brott.
     9.      Í stað orðsins „sviðslistafólks“ í 2. málsl. 1. mgr. 12. gr. komi: innan Sviðslistasambands Íslands.
     10.      Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 13. gr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Dansflokkurinn auglýsir eftir samstarfsaðilum ár hvert og gerir formlega samstarfssamninga berist umsókn um samstarf sem er til þess fallið að ná markmiðum ákvæðisins.
     11.      Í stað orðanna „Sviðslistasamband Íslands tilnefnir“ í 2. málsl. 15. gr. komi: Fagfélög innan Sviðslistasambands Íslands tilnefna.
     12.      Við 17. gr.
                  a.      Í stað orðanna „kosta önnur verkefni“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: standa straum af öðrum verkefnum.
                  b.      Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: með úthlutun fjár úr sjóðnum til atvinnuhópa.
                  c.      2. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  d.      Í stað orðsins „sviðslistasjóði“ í 3. mgr. komi: ríkissjóði.
     13.      Í stað orðanna „er heimilt að“ í 18. gr. komi: skal.
     14.      1. málsl. 19. gr. orðist svo: Ráðherra skal skapa grundvöll fyrir óperuflutningi og stuðla þannig að því að glæða áhuga landsmanna á óperum.
     15.      Í stað orðanna „Ráðherra skal“ í ákvæði til bráðabirgða III komi: Þrátt fyrir ákvæði 21. gr. skal ráðherra.