Ferill 371. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 659  —  371. mál.
2. umræða.



Nefndarálit með breytingartillögu


um frumvarp til laga um breytingu á þinglýsingalögum og lögum um skráningu og mat fasteigna (aflýsingar).

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bryndísi Helgadóttur og Guðmund Bjarna Ragnarsson frá dómsmálaráðuneyti.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á þinglýsingalögum og lögum um skráningu og mat fasteigna. Breytingarnar eru lagðar fram í því skyni að tryggja að rafrænar þinglýsingar geti hafist í samræmi við fyrirliggjandi áætlun þess efnis.
    Nefndin hefur engar efnislegar athugasemdir við frumvarpið en leggur til smávægilegar breytingar tæknilegs eðlis.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


     1.      Í stað orðanna „í lögum um aukatekjur ríkissjóðs“ í b-lið 3. gr. komi: sbr. ákvæði til bráðabirgða II í lögum um aukatekjur ríkissjóðs.
     2.      Efnismálsgrein 4. gr. orðist svo:
                  Í þeim tilvikum þegar kröfuhafi er ríkissjóður, opinber stofnun, banki, sparisjóður, lífeyrissjóður, tryggingafélag eða verðbréfasjóður ber kröfuhafa ekki, þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 24. gr., að greiða gjald fyrir vélrænar fyrirspurnir úr þinglýsingabók ef fyrirspurnin er nauðsynleg og í beinum tengslum við leiðréttingu á skráningu kröfuhafa og fyrir liggur þjónustusamningur við Þjóðskrá Íslands.

    Páll Magnússon var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álit þetta samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Alþingi, 6. desember 2019.

Páll Magnússon,
form., frsm.
Anna Kolbrún Árnadóttir. Birgir Ármannsson.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Guðmundur Andri Thorsson. Jón Steindór Valdimarsson.
Steinunn Þóra Árnadóttir. Þórarinn Ingi Pétursson. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.