Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 693, 150. löggjafarþing 2. mál: breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020.
Lög nr. 135 18. desember 2019.

Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020.


I. KAFLI
Breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr. laganna:
  1. Í stað „122,60 kr.“ í 1. tölul. kemur: 125,65 kr.
  2. Í stað „111,65 kr.“ í 2. tölul. kemur: 114,45 kr.
  3. Í stað „151,10 kr.“ í 3. tölul. kemur: 154,90 kr.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9. gr. laganna:
  1. Í stað „503,35 kr.“ í 1. tölul. kemur: 515,95 kr.
  2. Í stað „28,00 kr.“ í 2. tölul. kemur: 28,70 kr.
  3. Í stað „28,00 kr.“ í 3. tölul. kemur: 28,70 kr.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:
  1. Í stað „632,25 kr.“ í 1. tölul. kemur: 648,05 kr.
  2. Í stað „35,10 kr.“ í 2. tölul. kemur: 36,00 kr.


II. KAFLI
Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993, með síðari breytingum.

4. gr.

     Í stað „28,05 kr.“ í 14. gr. laganna kemur: 28,75 kr.

5. gr.

     Í stað „45,20 kr.“ og „47,90 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: 46,35 kr.; og: 49,10 kr.

III. KAFLI
Breyting á lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004, með síðari breytingum.

6. gr.

     Í stað „62,85 kr.“ í 4. mgr. 1. gr. laganna kemur: 64,40 kr.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
  1. 4. mgr. orðast svo:
  2.      Kílómetragjald af gjaldskyldum bifreiðum skv. 1. tölul. 1. mgr., sbr. 3. tölul., skal vera sem hér segir:
    Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr. Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr.
    10.000–11.000 0,33 21.001–22.000 7,94
    11.001–12.000 1,01 22.001–23.000 8,65
    12.001–13.000 1,71 23.001–24.000 9,33
    13.001–14.000 2,42 24.001–25.000 10,02
    14.001–15.000 3,11 25.001–26.000 10,70
    15.001–16.000 3,80 26.001–27.000 11,41
    16.001–17.000 4,49 27.001–28.000 12,12
    17.001–18.000 5,18 28.001–29.000 12,80
    18.001–19.000 5,87 29.001–30.000 13,48
    19.001–20.000 6,55 30.001–31.000 14,18
    20.001–21.000 7,27 31.001 og yfir 14,86

  3. 6. mgr. orðast svo:
  4.      Sérstakt kílómetragjald af gjaldskyldum ökutækjum skv. 2. mgr. skal vera sem hér segir:
    Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr. Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg Kílómetragjald, kr.
    5.000–6.000 9,75 18.001–19.000 25,74
    6.001–7.000 10,55 19.001–20.000 26,90
    7.001–8.000 11,36 20.001–21.000 28,09
    8.001–9.000 12,17 21.001–22.000 29,26
    9.001–10.000 12,95 22.001–23.000 30,40
    10.001–11.000 14,10 23.001–24.000 31,57
    11.001–12.000 15,61 24.001–25.000 32,74
    12.001–13.000 17,11 25.001–26.000 33,91
    13.001–14.000 18,59 26.001–27.000 35,06
    14.001–15.000 20,10 27.001–28.000 36,24
    15.001–16.000 21,58 28.001–29.000 37,41
    16.001–17.000 23,07 29.001–30.000 38,58
    17.001–18.000 24,59 30.001–31.000 39,72
    31.001 og yfir 40,90



8. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Ef ekki er komið með ökutæki til álestrar á öðru álestrartímabili ársins 2019, sem stendur frá 1. til 15. desember 2019, sbr. 1. mgr. 14. gr., skal reikna út meðaltal ekinna kílómetra á dag á tímabilinu milli álestra. Þá skal hið nýja gjald innheimt eftir meðaltalsakstri eftir 1. janúar 2020.
     Við ákvörðun kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds skv. 13. gr. á álestrartímabilinu 1. júní til 15. júní 2020 skal ríkisskattstjóri deila eknum kílómetrum frá fyrri álestri með dagafjölda sama tímabils og reikna kílómetragjald af hverjum eknum kílómetra miðað við fjölda gjaldskyldra daga fyrir 1. janúar 2020 og fjölda gjaldskyldra daga eftir 1. janúar 2020.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um bifreiðagjald, nr. 39/1988, með síðari breytingum.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. Í stað „6.075 kr.“ og „146 kr.“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 6.225 kr.; og: 150 kr.
  2. Í stað „6.075 kr.“ og „133 kr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 6.225 kr.; og: 136 kr.
  3. Í stað „6.075 kr.“ og „121 kr.“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 6.225 kr.; og: 124 kr.
  4. Í stað „56.900 kr.“, „2,43 kr.“ og „89.560 kr.“ í 4. mgr. kemur: 58.325 kr.; 2,49 kr.; og: 91.800 kr.


V. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, með síðari breytingum.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. Í stað „0,0376%“ í a-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0347%.
  2. Í stað „0,42%“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 0,3905%.
  3. Í stað „0,35%“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 0,18%.
  4. Í stað „0,76%“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: 0,835%.
  5. 5. tölul. 1. mgr. fellur brott.
  6. Í stað „0,0254%“ og „0,0137%“ í 6. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0265%; og: 0,014%.
  7. Í stað „0,0084%“ í 9. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0078%.
  8. Í stað „0,0092%“ í 11. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0095%.
  9. Í stað „0,0094%“ í 12. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0079%.
  10. Í stað „eða peninga- og verðmætasendingarþjónustu, sbr. 1. mgr. 25. gr. a laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 64/2006“ í 2. mgr. kemur: eða veita þjónustu í tengslum við viðskipti milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla og þjónustuveitendur stafrænna veskja, sbr. 35. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018.


VI. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, nr. 166/2011, með síðari breytingum.

11. gr.

     Í stað „0,00835%“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: 0,007637%.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum.

12. gr.

     Í stað „11.454 kr.“ í 3. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 11.740 kr.

13. gr.

     Í stað „2018 og 2019“ í ákvæði til bráðabirgða VII í lögunum kemur: 2018, 2019 og 2020.

14. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Vegna útreiknings á dvalarframlagi skv. 21. gr. er á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2020 unnt að óska eftir því að Tryggingastofnun ríkisins beri saman útreikning dvalarframlags fyrir og eftir gildistöku laga um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um málefni aldraðra, nr. 166/2006, og laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð, lögum um Ábyrgðasjóð launa, lögum um fæðingar- og foreldraorlof, lögum um málefni aldraðra og lögum um húsnæðismál, nr. 120/2009. Ef samanburðurinn sýnir aukna kostnaðarþátttöku heimilismanns frá því sem var fyrir gildistöku þeirra laga skal leiðrétta dvalarframlag vegna framangreinds tímabils til samræmis við það.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum.

15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða í lögunum:
  1. Í stað „2019“ í 14. tölul. kemur: 2020.
  2. Í stað „2019“ þrívegis í 1. málsl. 18. tölul. kemur: 2020.
  3. Í stað „36,23%“ í 1. málsl. 18. tölul. kemur: 40,18%.


16. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar sem eiga rétt á desemberuppbót á árinu 2019, sbr. 2. mgr. 2. gr. reglugerðar um eingreiðslur til lífeyrisþega árið 2019, nr. 1199/2018, skulu til viðbótar við hana eiga rétt á eingreiðslu að fjárhæð 10.000 kr. Eingreiðsla þessi skal ekki teljast til tekna greiðsluþega og ekki leiða til skerðingar annarra greiðslna. Tryggingastofnun ríkisins annast framkvæmd þessa ákvæðis.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, með síðari breytingum.

17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl. 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum:
  1. Í stað „2019“ þrívegis kemur: 2020.
  2. Í stað „36,23%“ kemur: 40,18%.


X. KAFLI
Breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum.

18. gr.

     Í stað „1. janúar 2019 til 31. desember 2019“ í ákvæði til bráðabirgða XI í lögunum kemur: 1. janúar 2020 til 31. desember 2020.

19. gr.

     Í stað orðanna „og 2019“ í ákvæði til bráðabirgða XV í lögunum kemur: 2019 og 2020.

XI. KAFLI
Breyting á lögum um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987, með síðari breytingum.

20. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laganna skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga vera 975 kr. á mánuði árið 2020 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári.

XII. KAFLI
Breyting á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012, með síðari breytingum.

21. gr.

     Í stað „2019“ og „1.256 kr.“ í 4. mgr. 14. gr. laganna kemur: 2020; og: 3.025 kr.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, með síðari breytingum.

22. gr.

     Í stað „17.500 kr.“ í 4. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: 17.900 kr.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990, með síðari breytingum.

23. gr.

     Í stað „0,65%“ í 5. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: 1,1%.

24. gr.

     Í stað orðanna „og 2019“ í ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum kemur: 2019 og 2020.

XV. KAFLI
Breyting á lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60/2012, með síðari breytingum.

25. gr.

     Í stað orðanna „ársins 2019“ í ákvæði til bráðabirgða III í lögunum kemur: ársins 2020.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.

26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XLI í lögunum:
  1. Í stað orðanna „og 2019“ í 1.–5. mgr. kemur: 2019 og 2020.
  2. Í stað orðanna „og 2018“ í 1.–5. mgr. kemur: 2018 og 2019.


XVII. KAFLI
Breyting á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, með síðari breytingum.

27. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. Í stað „350 kr.“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 900 kr.
  2. Í stað „700 kr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 1.800 kr.


28. gr.

     Í stað „16 kr./kg“ í 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. a laganna kemur: 28 kr./kg.

29. gr.

     Í stað „16 kr./kg“ í viðauka I við lögin kemur: 28 kr./kg.

30. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á viðauka IV við lögin:
  1. Í stað „35,00 kr./kg“ kemur hvarvetna: 40,00 kr./kg.
  2. Í stað „0,20 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 2710.1940 kemur: 0,70 kr./kg.


31. gr.

     Í stað „5,00 kr./kg“ í viðauka VII við lögin kemur hvarvetna: 8,00 kr./kg.

32. gr.

     Í stað „38,00 kr./kg“ í viðauka VIII við lögin kemur hvarvetna: 42,00 kr./kg.

33. gr.

     Í stað „25,00 kr./kg“ í viðauka IX við lögin kemur hvarvetna: 40 kr./kg.

34. gr.

     Í stað „3,00 kr./kg“ í viðauka XIV við lögin kemur hvarvetna: 8,00 kr./kg.

35. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á viðauka XIX við lögin:
  1. Í stað „16 kr./kg“ kemur hvarvetna: 30 kr./kg.
  2. Í stað „25 kr./kg“ kemur hvarvetna: 55 kr./kg.
  3. Í stað „11 kr./kg“ fyrir tollskrárnúmer 8543.9001 og 8543.9002 kemur: 30 kr./kg.
  4. Í stað „130 kr./kg“ kemur hvarvetna: 70 kr./kg.


XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009, með síðari breytingum.

36. gr.

     Orðin „og gildistaka“ í fyrirsögn á undan 12. gr. laganna falla brott.

37. gr.

     Á eftir 12. gr. laganna kemur nýr kafli, III. kafli, með fjórum nýjum greinum, 13.–16. gr., og fyrirsögnum á undan greinunum, svohljóðandi:
     
     a. (13. gr.)
Skattlagning flúoraðra gróðurhúsalofttegunda.
     Skattskyldir aðilar skulu greiða í ríkissjóð sérstakan skatt á hvert kíló af flúoruðum gróðurhúsalofttegundum sem fluttar eru til landsins eftir því sem nánar er kveðið á um í þessum kafla. Með flúoruðum gróðurhúsalofttegundum er átt við vetnisflúorkolefni, perflúorkolefni, brennisteinshexaflúoríð og aðrar gróðurhúsalofttegundir sem innihalda flúor eða blöndur sem innihalda einhver þessara efna.
     Fjárhæð skatts á hvert kíló flúoraðrar gróðurhúsalofttegundar skal vera eftirfarandi:
Tollnr. (IS) Iðnaðarheiti Skattur
2812.9010 Brennisteinshexaflúoríð (SF6) 10.000 kr./kg
3824.7810 Blanda R404A 9.805 kr./kg
3824.7811 Blanda R407C 4.435 kr./kg
3824.7812 Blanda R407F 4.563 kr./kg
3824.7813 Blanda R410A 5.220 kr./kg
3824.7814 Blanda R422A 7.858 kr./kg
3824.7815 Blanda R422D 6.823 kr./kg
3824.7816 Blanda R428A 9.018 kr./kg
3824.7817 Blanda R434A 8.113 kr./kg
3824.7818 Blanda R437A 4.513 kr./kg
3824.7819 Blanda R438A 5.663 kr./kg
3824.7820 Blanda R448A 3.468 kr./kg
3824.7821 Blanda R449A 3.493 kr./kg
3824.7822 Blanda R507 9.963 kr./kg
3824.7823 Blanda R508B 10.000 kr./kg
3824.7824 Blanda R452A 5.350 kr./kg
2903.3941 HFC-125 8.750 kr./kg
2903.3942 HFC-134 2.750 kr./kg
2903.3943 HFC-134a 3.575 kr./kg
2903.3944 HFC-143 883 kr./kg
2903.3945 HFC-143a 10.000 kr./kg
2903.3946 HFC-152 133 kr./kg
2903.3947 HFC-152a 310 kr./kg
2903.3948 HFC-161 30 kr./kg
2903.3949 HFC-227ea 8.050 kr./kg
2903.3950 HFC-23 10.000 kr./kg
2903.3951 HFC-236cb 3.350 kr./kg
2903.3952 HFC-236ea 3.425 kr./kg
2903.3953 HFC-236fa 10.000 kr./kg
2903.3954 HFC-245ca 1.733 kr./kg
2903.3955 HFC-245fa 2.575 kr./kg
2903.3956 HFC-32 1.688 kr./kg
2903.3957 HFC-365 mfc 1.985 kr./kg
2903.3958 HFC-41 230 kr./kg
2903.3959 HFC-43-10 mee 4.100 kr./kg
2903.3960 PFC-116 10.000 kr./kg
2903.3961 PFC-14 10.000 kr./kg
2903.3962 PFC-218 10.000 kr./kg
2903.3963 PFC-3-1-10 (R-31-10) 10.000 kr./kg
2903.3964 PFC-4-1-12 (R-41-12) 10.000 kr./kg
2903.3965 PFC-5-1-14 (R-51-14) 10.000 kr./kg
2903.8910 PFC-c-318 10.000 kr./kg

     Sé um að ræða innflutning á flúoruðum gróðurhúsalofttegundum öðrum en þeim sem tilteknar eru í 2. mgr. skal greiða skatt miðað við eftirfarandi forsendur:
  1. Fyrir flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem ekki eru tilteknar í 2. mgr. skal greiða skatt að fjárhæð 10.000 kr./kg.
  2. Fyrir blöndur sem ekki eru tilteknar í 2. mgr. skal reikna fjárhæð skatts út frá hlutföllum þeirra efna sem blandan samanstendur af.
  3. Fyrir aðrar blöndur sem ekki eru tilteknar í 2. mgr. og ekki er hægt að beita ákvæði 2. tölul. um skal greiða skatt að fjárhæð 10.000 kr./kg.

     
     b. (14. gr.)
Skattskyldir aðilar.
     Skattskyldir aðilar samkvæmt lögum þessum eru allir þeir sem flytja til landsins flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem falla undir ákvæði 13. gr.
     Skattskyldum aðilum ber að standa skil á skattinum við tollafgreiðslu.
     
     c. (15. gr.)
Álagning og innheimta.
     Tollyfirvöld annast álagningu samkvæmt þessum kafla.
     Skattur, sem lagður er á samkvæmt þessum kafla, myndar stofn til virðisaukaskatts.
     Ríkisskattstjóri annast innheimtu samkvæmt þessum kafla.
     
     d. (16. gr.)
Ýmis ákvæði.
     Að svo miklu leyti sem ekki er á annan veg kveðið á um í þessum kafla skulu ákvæði tollalaga, nr. 88/2005, eiga við um álagningu, innheimtu, tilhögun bókhalds, eftirlit, upplýsingaskyldu, viðurlög, kærur og aðra framkvæmd skattheimtu samkvæmt þessum kafla.
     Ráðherra getur með reglugerð sett nánari fyrirmæli um framkvæmd þessa kafla.

38. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 13. gr. skal á árinu 2020 greiða helming þeirra fjárhæða skatts sem þar eru tilteknar af flúoruðum gróðurhúsalofttegundum sem fluttar eru til landsins.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, með síðari breytingum.

39. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 14. gr. laganna:
  1. Í stað „4.200 kr.“ í 5. tölul. kemur: 5.500 kr.
  2. Í stað „7.800 kr.“ í 6. tölul. kemur: 11.000 kr.
  3. Á eftir orðinu „Fyrir“ í 33. tölul. kemur: afgreiðslu umsóknar um.
  4. Á eftir orðinu „Fyrir“ í 34. tölul. kemur: afgreiðslu umsóknar um.
  5. Í stað orðanna „dvalar- og atvinnuleyfi, flýtimeðferð“ í 35. tölul. kemur: flýtiafgreiðslu umsóknar um dvalar- og atvinnuleyfi.
  6. 37. tölul. orðast svo: Fyrir endurútgáfu dvalarskírteinis fyrir aðstandendur EES-borgara sem ekki eru EES- eða EFTA-borgarar 4.500 kr.


XX. KAFLI
Breyting á lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015, með síðari breytingum.

40. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 52. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „í heild“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: og ríkisaðila í A-hluta.
  2. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Fjársýsla ríkisins setur nánari reglur um reikningsskil einstakra ríkisaðila í A-hluta.
  3. 2. mgr. fellur brott.


41. gr.

     Í stað orðanna „uppfylla kröfur laga um ársreikninga, nr. 3/2006, sbr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. laganna kemur: gerður í samræmi við ákvæði.

42. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020.
     Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast 16. gr. þegar gildi.
     Ákvæði 12. gr. kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2020 vegna tekna ársins 2019.

Samþykkt á Alþingi 11. desember 2019.