Ferill 433. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 725  —  433. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum (endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar).


Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Á undan 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Eftirfarandi breytingar verða á IV. kafla laganna:
              a.      7. gr. orðast svo:
                     Öllum framleiðendum búvara, eða fyrirsvarsaðilum þeirra, er heimilt að semja við afurðastöð eða afurðastöðvar um hvers konar vinnslu afurða og afurðaverð.
              b.      8., 11., 13. og 15.–17. gr. falla brott.
              c.      Fyrirsögn kaflans verður: Samningar um vinnslu afurða og afurðaverð.
     2.      Á eftir 2. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             71. gr. laganna fellur brott.