Ferill 368. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 733  —  368. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hverjir voru skráðir kaupendur á þinglýstum afsölum vegna fullnustueigna Íbúðalánasjóðs, þar sem Íbúðalánasjóður er afsalsgjafi, á árunum 2009 til og með 2019? Óskað er eftir yfirliti þar sem komi fram nafn afsalshafa, einstaklings eða fyrirtækis, heiti fasteignar og fasteignanúmer ásamt kaupverði í hverju tilviki.

    Ráðuneytið bendir á að málefni Íbúðalánasjóðs eiga undir félags- og barnamálaráðherra, sbr. d-lið 4. tölul. 4. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Til að fá sem gleggst yfirlit yfir þau atriði sem fyrirspurnin lýtur að er rétt að henni sé beint til félags- og barnamálaráðherra.