Ferill 432. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 777  —  432. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og lögum um tekjuskatt (vistvæn ökutæki o.fl.).

Frá Óla Birni Kárasyni.


     1.      1. gr. orðist svo:
                      Ákvæði til bráðabirgða XXIV í lögunum orðast svo:
                      Við innflutning og skattskylda sölu nýrrar rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðar er heimilt að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki eins og nánar er kveðið á um í ákvæði þessu. Ákvæði þetta skal jafnframt gilda um niðurfellingu virðisaukaskatts við innflutning og fyrstu sölu notaðrar rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðar enda sé ökutækið þriggja ára eða yngra á innflutningsdegi og söludegi miðað við fyrstu skráningu.
                      Tollyfirvöldum er heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt af rafmagns- eða vetnisbifreið:
                  1.      Að hámarki 1.440.000 kr. frá 1. janúar til og með 30. júní 2020.
                  2.      Að hámarki 1.560.000 kr. frá 1. júlí 2020 til og með 31. desember 2023.
                      Tollyfirvöldum er heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt af tengiltvinnbifreið:
                  1.      Að hámarki 960.000 kr. frá 1. janúar til og með 31. desember 2020.
                  2.      Að hámarki 600.000 kr. frá 1. janúar til og með 31. desember 2021.
                  3.      Að hámarki 480.000 kr. frá 1. janúar til og með 31. desember 2022.
                      Við skattskylda sölu rafmagns- eða vetnisbifreiðar er skattaðila heimilt að undanþiggja frá skattskyldri veltu:
                  1.      Að hámarki 6.000.000 kr. frá 1. janúar til og með 30. júní 2020.
                  2.      Að hámarki 6.500.000 kr. frá 1. júlí 2020 til og með 31. desember 2023.
                      Við skattskylda sölu tengiltvinnbifreiðar er skattaðila heimilt að undanþiggja frá skattskyldri veltu:
                  1.      Að hámarki 4.000.000 kr. frá 1. janúar til og með 31. desember 2020.
                  2.      Að hámarki 2.500.000 kr. frá 1. janúar til og með 31. desember 2021.
                  3.      Að hámarki 2.000.000 kr. frá 1. janúar til og með 31. desember 2022.
                      Skilyrði undanþágu skv. 1.–5. mgr. eru eftirfarandi:
                  1.      Ökutækið sé skráð sem bifreið í ökutækjaskrá, sbr. 9. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, og falli undir vöruliði 8703 eða 8704 í tollskrá.
                  2.      Við innflutning og skattskylda sölu tengiltvinnbifreiðar skal skráð losun slíkrar bifreiðar á koltvísýringi vera 50 g eða minna á hvern ekinn kílómetra samkvæmt evrópsku aksturslotunni. Hafi koltvísýringslosunin verið skráð samkvæmt evrópsku aksturslotunni og samræmdu prófunaraðferðinni skal skráð losun slíkrar bifreiðar á koltvísýringi samkvæmt evrópsku aksturslotunni vera 55 g eða minna á hvern ekinn kílómetra. Hafi koltvísýringslosunin einvörðungu verið skráð samkvæmt samræmdu prófunaraðferðinni skal skráð losun slíkrar bifreiðar á koltvísýringi vera 60 g eða minna á hvern ekinn kílómetra.
                      Þrátt fyrir 1.–5. mgr. er óheimilt að fella niður virðisaukaskatt eða telja fjárhæð til undanþeginnar veltu:
                  1.      Af rafmagnsbifreið frá og með sjötta virka degi næsta almanaksmánaðar eftir að samtals 15.000 slíkar bifreiðar, sem notið hafa þess háttar ívilnana, hafa verið skráðar á ökutækjaskrá.
                  2.      Af vetnisbifreið frá og með sjötta virka degi næsta almanaksmánaðar eftir að samtals 15.000 slíkar bifreiðar, sem notið hafa þess háttar ívilnana, hafa verið skráðar á ökutækjaskrá.
                  3.      Af tengiltvinnbifreið frá og með sjötta virka degi næsta almanaksmánaðar eftir að samtals 15.000 slíkar bifreiðar, sem notið hafa þess háttar ívilnana, hafa verið skráðar á ökutækjaskrá.
                      Við innflutning og skattskylda sölu nýs rafmagns- eða vetnisbifhjóls, létts bifhjóls sem knúið er rafmagni eða reiðhjóls er heimilt á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023 að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki eins og nánar er kveðið á um í ákvæði þessu. Ákvæðið skal jafnframt gilda um niðurfellingu virðisaukaskatts við innflutning og fyrstu sölu notaðs rafmagns- eða vetnisbifhjóls enda sé ökutækið þriggja ára eða yngra á innflutningsdegi og söludegi miðað við fyrstu skráningu.
                      Tollyfirvöldum er heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt:
                  1.      Af rafmagns- eða vetnisbifhjóli að hámarki 1.440.000 kr. frá 1. janúar til og með 30. júní 2020 og að hámarki 1.560.000 kr. frá 1. júlí 2020 til og með 31. desember 2023. Bifhjólið skal skráð sem bifhjól í ökutækjaskrá, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, vera eingöngu knúið rafmagni eða vetni og falla undir vöruliði 8703, 8704 eða 8711 í tollskrá.
                  2.      Af léttu bifhjóli eða reiðhjóli sem knúið er rafmagni að hámarki 96.000 kr. Létt bifhjól eða reiðhjól skal falla undir b-lið 28. tölul. eða b-lið 30. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, og vörulið 8711 í tollskrá. Létt bifhjól skal vera skráð sem létt bifhjól í ökutækjaskrá, sbr. 28. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019.
                  3.      Af reiðhjóli með stig- eða sveifarbúnaði og öðrum tegundum reiðhjóla að hámarki 48.000 kr. Reiðhjól skal falla undir a- eða c-lið 30. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, og vöruliði 8711 eða 8712 í tollskrá.
                      Við skattskylda sölu bifhjóls, létts bifhjóls og reiðhjóls er skattaðila heimilt að undanþiggja frá skattskyldri veltu:
                  1.      Af rafmagns- eða vetnisbifhjóli að hámarki 6.000.000 kr. frá 1. janúar til og með 30. júní 2020 og að hámarki 6.500.000 kr. frá 1. júlí 2020 til og með 31. desember 2023. Bifhjólið skal skráð sem bifhjól í ökutækjaskrá, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, vera eingöngu knúið rafmagni eða vetni og falla undir vöruliði 8703, 8704 eða 8711 í tollskrá.
                  2.      Af léttu bifhjóli eða reiðhjóli sem knúið er rafmagni að hámarki 400.000 kr. Létt bifhjól eða reiðhjól skal falla undir b-lið 28. tölul. eða b-lið 30. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, og vörulið 8711 í tollskrá. Létt bifhjól skal vera skráð sem létt bifhjól í ökutækjaskrá, sbr. 28. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019.
                  3.      Af reiðhjóli með stig- eða sveifarbúnaði og öðrum tegundum reiðhjóla að hámarki 200.000 kr. Reiðhjól skal falla undir a- eða c-lið 30. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og vöruliði 8711 eða 8712 í tollskrá.
                      Nýti skattaðili sér heimild skv. 4.–5. mgr. eða 10. mgr. ber honum samhliða skilum á virðisaukaskattsskýrslu að tilkynna ríkisskattstjóra á hverju uppgjörstímabili um að slík sala hafi átt sér stað á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
                      Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd og skilyrði undanþágu samkvæmt þessu ákvæði.
     2.      4. gr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2020.
                      Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast 1. gr. og a-liður 2. gr. gildi 1. janúar 2020.