Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 802, 150. löggjafarþing 433. mál: búvörulög (greiðslumark mjólkur).
Lög nr. 139 22. desember 2019.

Lög um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum (greiðslumark mjólkur).


1. gr.

     2. og 3. mgr. 53. gr. laganna falla brott.

2. gr.

     54. gr. laganna orðast svo:
     Öll aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur skulu fara fram á markaði. Þó er heimil tilfærsla greiðslumarks milli lögbýla í eigu sama aðila og við ábúendaskipti eða breytingu skráningar ef um hjón eða sambúðarfólk er að ræða. Ráðherra skal í reglugerð mæla fyrir um nánari framkvæmd markaðar með greiðslumark, forgang nýliða og frekari skilyrði fyrir tilfærslu eða breytingu skráningar greiðslumarks.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 2019.