Ferill 393. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 825  —  393. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við breytingartillögu á þskj. 778 [Fæðingar- og foreldraorlof].

Frá Ólafi Þór Gunnarssyni, Ásmundi Friðrikssyni, Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur og Vilhjálmi Árnasyni.


    4. tölul. orðist svo: 4. gr. orðist svo:
    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Ráðherra skal í október 2020 leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga þar sem kveðið verði á um að foreldrar barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar skuli eiga rétt á tólf mánaða samanlögðu fæðingarorlofi og um skiptingu þess milli foreldra sem og um lengingu á rétti til fæðingarstyrks í tólf mánuði. Í því sambandi verði miðað við að hvort foreldri um sig eigi sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks að lágmarki í fjóra mánuði og að foreldrar eigi sameiginlegan rétt til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks að lágmarki í tvo mánuði.
    Verði frumvarp skv. 1. mgr. ekki samþykkt skal samanlagður réttur til fæðingarorlofs eigi að síður verða 12 mánuðir vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá og með 1. janúar 2021. Hið sama skal gilda um fæðingarstyrk. Skal ráðherra þá mæla fyrir um skiptingu þeirra tveggja mánaða sem við bætast með reglugerð. Skal sú reglugerð gilda þar til lög, sem samþykkt hafa verið á Alþingi, hafa tekið gildi þar sem kveðið verður á um skiptingu á tólf mánaða rétti foreldra til fæðingarorlofs.