Ferill 407. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 831  —  407. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni um greiðslur til sauðfjárbúa árin 2014–2018.


     1.      Hverjar voru heildargreiðslur til sauðfjárbúa á grundvelli samninga um starfsskilyrði sauðfjárræktar árin 2014–2018? Óskað er eftir sundurgreiningu eftir árum og tegund greiðslna. Jafnframt komi fram fjöldi ærgilda sem liggja til grundvallar greiðslum og hve mörg sauðfjárbú fengu greiðslur.
    Í meðfylgjandi töflum má sjá heildargreiðslur til sauðfjárbúa á árunum 2014–2018. Í töflu sem fylgir svari við 2. tölul. fyrirspurnarinnar má finna upplýsingar um heildarfjölda sauðfjárbúa með virkt greiðslumark.

2018 Greiðslur í kr.
Beingreiðslur – greiðslumark 2.340.660.202
Gæðastýring – álagsgreiðslur 1.733.554.689
Býlisstuðningur 200.303.519
Ullarnýting 451.199.165
Fjárfestingastuðningur 49.559.633
Svæðisbundinn stuðningur 149.711.399
Aukið virði afurða 149.711.393
Samtals 5.074.700.000

2017 Greiðslur í kr.
Beingreiðslur – greiðslumark 2.531.095.560
Gæðastýring – álagsgreiðslur 1.731.164.322
Eftirstöðvar eldri samnings 20.200.284
Ullarnýting 450.466.329
Svæðisbundinn stuðningur 99.991.405
Aukið virði afurða 149.482.100
Samtals 4.982.400.000

2016 Greiðslur í kr.
Beinar greiðslur til bænda 2.538.000.000
Gæðastýring 1.341.800.000
Ullarnýting 450.400.000
Markaðsstarf og birgðahald 419.300.000
Svæðisbundinn stuðningur 64.200.000
Nýliðunar- og átaksverkefni 119.100.000
Samtals 4.932.800.000

2015 Greiðslur í kr.
Beinar greiðslur til bænda 2.510.500.000
Gæðastýring 1.313.000.000
Ullarnýting 440.700.000
Markaðsstarf og birgðahald 410.300.000
Svæðisbundinn stuðningur 62.800.000
Nýliðunar- og átaksverkefni 116.500.000
Samtals 4.853.800.000

2014 Greiðslur í kr.
Beinar greiðslur til bænda 2.478.000.000
Gæðastýring 1.296.000.000
Ullarnýting 435.000.000
Markaðsstarf og birgðahald 405.000.000
Svæðisbundinn stuðningur 62.000.000
Nýliðunar- og átaksverkefni 115.000.000

     2.      Hverjar voru heildargreiðslur til sauðfjárbúa sem voru með fleiri en 200 ærgildi? Óskað er eftir sundurgreiningu eftir árum, tegund greiðslna, ærgildum, ásamt fjölda búa.
    Í eftirfarandi töflu má sjá heildargreiðslur til sauðfjárbúa sem voru með fleiri en 200 virk ærgildi greiðslumarks á greiðsluári á árunum 2014–2018.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





     3.      Hverjar voru heildargreiðslur til hvers sauðfjárbús í hópi þeirra sem voru með fleiri en 200 ærgildi? Óskað er eftir sundurliðun þar sem fram komi upphæð á hvert sauðfjárbú fyrir sig, sundurgreint eftir heiti þess, póstnúmeri, árum, tegund greiðslna og ærgildum.
    Í töflu sem fylgir svari við 2. tölul. má finna upplýsingar um heildargreiðslur til sauðfjárbúa með fleiri en 200 ærgildi. Í fyrirspurninni er jafnframt óskað eftir upplýsingum um upphæð greiðslna til hvers sauðfjárbús fyrir sig, sundurgreint eftir heiti þess, póstnúmeri, árum, tegund greiðslna og ærgildum. Talið er að þær upplýsingar varði fjárhagsmálefni viðkomandi einstaklinga sem hljóta greiðslur samkvæmt samningunum. Er því ekki talið unnt að birta þær í svari við fyrirspurn með vísan til 1. og 2. mgr. 50. gr. og 90. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, þar sem upplýsingarnar yrðu birtar á opinberum vettvangi. Hægt er að afhenda upplýsingarnar á öðrum vettvangi, svo sem á lokuðum nefndarfundi.