Ferill 466. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 836  —  466. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Silju Dögg Gunnarsdóttur um málsmeðferð kvartana hjá landlækni.



    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margar kvartanir eru nú til meðferðar hjá landlæknisembættinu vegna meintra læknamistaka og hvernig skiptist fjöldi þeirra á milli heilbrigðisstofnana þar sem meint læknamistök áttu sér stað? Hver er meðalafgreiðslutími slíkra mála, þ.e. frá því að kvörtun berst og þar til álit embættisins liggur fyrir?

    Heimilt er að beina formlegri kvörtun til landlæknis vegna meintrar vanrækslu og mistaka við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þá er notendum heilbrigðisþjónustunnar jafnframt heimilt að bera fram formlega kvörtun til landlæknis telji þeir að framkoma heilbrigðisstarfsmanna við veitingu heilbrigðisþjónustu hafi verið ótilhlýðileg.
    Hinn 31. desember 2019 var fjöldi kvartana sem voru til meðferðar hjá embætti landlæknis um 180. Fjöldi þeirra kvartana sem beinast að heilbrigðisstofnunum, eins og þær eru skilgreindar í lögum um heilbrigðisþjónustu, skiptist með eftirfarandi hætti á stofnanir:
    53 kvartanir beinast að Landspítala.
    17 kvartanir beinast að Sjúkrahúsinu á Akureyri.
    8 kvartanir beinast að Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
    5 kvartanir beinast að Heilbrigðisstofnun Austurlands.
    5 kvartanir beinast að Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
    4 kvartanir beinast að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
    2 kvartanir beinst að Sóltúni.
    2 kvartanir beinast að Heilsugæslunni Grafarvogi.
    2 kvartanir beinast að Heilsugæslunni Höfða.
    1 kvörtun beinist að Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
    1 kvörtun beinist að Heilsugæslunni í Mjódd.
    1 kvörtun beinist að Heilsugæslunni Lagmúla.
    1 kvörtun beinist að Heilsugæslunni Mosfellsumdæmi.
    1 kvörtun beinist að Heilsugæslunni Salahverfi.
    1 kvörtun beinist að Heilsugæslunni Seltjarnarnesi.
    1 kvörtun beinist að Heilsugæslunni Sólvangi.
    1 kvörtun beinist að Heilsugæslunni Hvammi.
    1 kvörtun beinist að Heilsugæslunni Akureyri.
    1 kvörtun beinist að Heilsugæslunni Garðabæ.
    1 kvörtun beinist að Heilsugæslunni Grundarfirði.
    1 kvörtun beinist að Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
    1 kvörtun beinist að Heilsugæslu Vestmanneyja.
    1 kvörtun beinist að Heilsugæslunni Efra-Breiðholti.
    Á árinu 2019 bárust samtals 126 kvartanir til embættis landlæknis. Samkvæmt svörum embættis landlæknis er málsmeðferðartími kvartanamála að jafnaði allt frá sjö mánuðum upp í tvö ár og í einstaka tilvikum lengri.