Ferill 405. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 843  —  405. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Guðmundi Inga Kristinssyni um endurgreiðslur vegna ólögmætra skerðinga á ellilífeyri.


     1.      Hverjar voru mánaðarlegar greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum til þeirra sem fengu endurgreiðslu frá ríkissjóði, á grundvelli dóms Landsréttar í máli nr. 466/2018, á því tímabili sem ellilífeyrir þeirra var skertur með ólögmætum hætti? Óskað er eftir upplýsingum um meðaltekjur hópsins, miðgildi tekna og hve margir voru með tekjur á bilinu 0–100.000 kr. á mánuði, 100.000–200.000 kr. á mánuði o.s.frv.
    Í töflu 1 má sjá mánaðarlegar greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum til þeirra sem fengu endurgreiðslu frá ríkissjóði á grundvelli dóms Landsréttar í máli nr. 466/2018, í janúar og febrúar 2017. Í töflunni kemur fram fjöldi þeirra einstaklinga sem um ræðir, mánaðarlegar greiðslur úr lífeyrissjóðum skipt niður á tekjubil ásamt miðgildi og meðaltali teknanna.
    Taka ber fram að lífeyrissjóðstekjur einstaklinga geta í einhverjum tilfellum verið mismunandi háar á milli mánaða og ekki allir sem áttu rétt á greiðslum eða hærri greiðslum í þeim mánuðum sem um ræðir. Eru tölur í töflunni settar fram með þessum fyrirvara.

Lífeyrissjóðstekjur á mánuði í janúar og febrúar 2017. Flokkað í upphæðabil. Fjöldi með endurgreiðslu eftir dóm Landsréttar nr. 466/2018, flokkað eftir fjárhæðum tekna úr skyldubundnum lífeyrissjóðum í janúar og febrúar 2017.
0–100 þús. kr. 10.591
100–200 þús. kr. 9.114
200–300 þús. kr. 4.495
300–400 þús. kr. 2.382
400–500 þús. kr. 1.539
500–600 þús. kr. 757
600 þús. kr. og hærra 1.032
Fjöldi með endurgreiðslu 29.900
Miðgildi lífeyrissjóðstekna á mán. kr. 129.981
Meðaltal lífeyrissjóðstekna á mán. kr. 181.670

    Tafla 1. Mánaðarlegar greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum í janúar og febrúar 2017 til þeirra sem fengu endurgreiðslu frá ríkissjóði. Meðaltal og miðgildi lífeyrissjóðstekna.

     2.      Hvernig skiptast endurgreiðslur ríkissjóðs vegna dóms Landsréttar eftir tekjuhópum eins og þeir eru tilgreindir í 1. tölul.?
    Í töflu 2 kemur fram hvernig endurgreiðslur ríkissjóðs vegna dóms Landsréttar skiptast eftir tekjuhópum eins og þeir eru tilgreindir í 1. tölul. Einnig er sýnt meðaltal endurgreiðslu eftir sömu tekjuskiptingu.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Tafla 2. Skipting endurgreiðslna ríkissjóðs eftir tekjuhópum og meðaltal endurgreiðslu.

    Upplýsingar sem birtar eru í svari þessu eru fengnar frá Tryggingastofnun ríkisins. Stofnunin hefur ekki lokið við útreikninga og greiðslur til dánarbúa þeirra sem kunna að eiga rétt á endurgreiðslum eftir dóm Landsréttar og eru þær væntanlegu greiðslur því ekki taldar með í töflu 1 og 2.