Ferill 192. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 879  —  192. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni um ástæður hlerana frá ársbyrjun 2014.


     1.      Hversu oft hefur verið beðið um heimild til hlerunar frá ársbyrjun 2014, flokkað eftir mánuðum og tegund brota sem til rannsóknar voru?
    Samkvæmt upplýsingum frá dómstólasýslunni er ekki hægt að nálgast upplýsingar um úrskurði eftir tegund brota með einföldum hætti úr þeirra kerfi. Fram kemur í upplýsingum frá þeim að á árunum 2014–2018 bárust dómstólum 266 beiðnir um símahlustun. Tafla 1 sýnir sundurliðaðan fjölda beiðna eftir árum og dómstólum.

Tafla 1. Fjöldi beiðna frá lögreglu til dómstóla um símahlustun árin 2014–2018, greint eftir ári og dómstólum.

Héraðsdómur 2014 2015 2016 2017 2018 Samtals
Norðurland eystra 4 1 1 2 8
Norðurland vestra 1 1
Reykjanes 47 24 22 41 25 159
Reykjavík 14 20 10 11 25 80
Suðurland 2 2 1 5
Vestfirðir 6 1 7
Vesturland 5 1 6
Samtals 78 47 34 56 51 266

     2.      Hversu oft á framangreindu tímabili hefur heimild verið veitt til símahlustunar á grundvelli laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, sundurgreint eftir þeim tegundum brota sem til rannsóknar voru, dómstólum sem veittu heimildina og lagaákvæðum sem vísað var til við rökstuðning beiðni?
    Tafla 2 sýnir fjölda heimilda sem lögreglan fékk til símahlustana á árunum 2014–2018. Fram kemur að heimild fékkst til símahlustunar í 251 úrskurði í 114 málum.


Tafla 2. Fjöldi úrskurða um símahlustun sem samþykktir voru af dómstólum á árunum 2014– 2018, greint eftir brotategund og dómstólum.

Brotategund*


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Alls
Auðgunarbrot 8 2 10
Brot gegn frjálsræði manna 2 1 3
Brot gegn valdstjórninni 2 2
Brot í opinberu starfi 1 1
Brot sem hafa í för með sér almannahættu 82 38 4 124
Fíkniefni 2 8 35 17 4 66
Kynferðisbrot 3 2 5
Manndráp og líkamsmeiðingar 4 4
Sérrefsilög 1 1
Stjórnarfar – heilbrigðismál 1 1
Ýmis brot er varða fjárréttindi 13 7 20
Annað 12 12
Ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs 1 3 4
Alls 2 9 147 84* 4 5 251
*Þegar úrskurður er skráður í kerfi lögreglu er hann tengdur við þann brotaflokk sem lagður var til grundvallar beiðninni. Þá getur verið að fleiri en eitt brot sé að baki en úrskurður er aðeins tengdur einu þeirra. Hér má sjá yfirflokka sem gefa vísbendingar um eðli málanna en um brotasamsteypur getur verið að ræða í mörgum tilvikum eins og fíkniefnabrot og fjársvik eða ofbeldisbrot.

     3.      Hversu oft hefur verið synjað um heimild til hlerunar, sundurgreint eftir tegundum brota sem til rannsóknar voru, dómstólum og ástæðum synjunar ef þær liggja fyrir?
    Tafla 3 sýnir fjölda mála þar sem beiðni um úrskurð var synjað. Fram kemur að úrskurði var synjað í 11 málum en séu gögn frá dómstólum og lögreglu borin saman má sjá að um er að ræða 15 úrskurði í 11 málum þar sem beiðni var synjað á tímabilinu.

Tafla 3. Fjöldi mála samkvæmt upplýsingum frá dómstólasýslu þar sem kröfu um símahlustun var hafnað á árunum 2014–2018 eftir ári og dómstólum.

Héraðsdómur 2014 2015 2016 2017 2018 Samtals
Norðurland vestra 1 1
Reykjanes 1 1 2 4
Suðurland 2 2 1 5
Vesturland 1 1
Samtals 2 3 1 4 1 11

    Við þetta má bæta að samkvæmt upplýsingum frá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var í 15 tilvikum hætt við hlustun, hún afturkölluð eða tekin ákvörðun um að framkvæma ekki hlustun þrátt fyrir heimild.


     4.      Hversu lengi stóð hlerun yfir í hverju tilviki, sundurgreint eftir tegundum brota sem til rannsóknar voru og dómstólum?
    Tafla 4 sýnir tímalengd hlerunar í hverjum úrskurði. Hafa ber í huga að í sumum tilvikum er óskað eftir hlustun á mörg númer í einu. Hér er heildarhlustunartíminn tekinn, þ.e. samanlagður tími hlustunar. Miðað er við tímalengd sem fram kemur í úrskurði en í sumum tilvikum er hlustun hætt áður en heimild lýkur. Tafla 5 sýnir tímalengd hlerunar í hverjum úrskurði, greint eftir brotaflokkum. Í tveimur úrskurðum var byggt á tveimur brotaflokkum í kröfum en hér er einungis alvarlegra brotið tilgreint.

Tafla 4. Fjöldi daga sem símahlustun stóð yfir á árunum 2014–2018, flokkað eftir dómstól sem veitti heimild til hlustunar.

Fjöldi daga Héraðsd. Austurlands Héraðsd. Norðurlands eystra Héraðsd. Reykjaness Héraðsd. Reykjavíkur Héraðsd. Vestfjarða Héraðsd. Vesturlands Samtals
4 1 2 3
5 2 2
6 1 1
7 3 1 4
8 2 3 5
9 1 1
10 2 2 4
12 1 1
13 1 1
14 3 2 2 7
15 3 6 9
16 1 1
17 1 1
18 1 1
19 1 1 2
20 6 6
21 7 4 11
22 5 1 6
23 1 1
24 3 3
25 1 1
26 3 1 4
27 6 4 10
28 2 5 26 11 44
29 52 35 4 4 95
30 6 1 7
31 6 3 9
32 2 1 1 4
33 3 3
34 1 1
57 2 2
171 1 1
Samtals 2 9 147 84 4 5 251

Tafla 5. Fjöldi daga sem símahlustun stóð yfir á árunum 2014–2018 eftir broti sem lagt var til grundvallar beiðni um hlustun.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



4 1 2
5 1 1
6 1
7 1 1 2
8 2 2 1
9 1
10 1 1 2
12 1
13 1
14 1 1 2 1 1 1
15 3 1 1 1 1 2
16 1
17 1
18 1
19 2
20 6
21 8 3
22 4 2
23 1
24 3
25 1
26 2 2
27 1 6 3
28 1 1 24 15 1 1 1
29 2 1 51 24 2 6 8 1
30 5 1 1
31 3 3 1 2
32 2 1 1
33 2 1
34 1
57 2
171 1
Alls 10 2 2 1 123 66 5 4 1 1 12 20 4

     5.      Hversu oft voru tveir eða fleiri einstaklingar hleraðir vegna sömu rannsóknar, sundurgreint eftir tegundum brota sem til rannsóknar voru, fjölda einstaklinga hverju sinni og dómstólum?
    Töflur 6 og 7 sýna fjölda mála eftir fjölda aðila í máli og dómstólum eða brotaflokki. Sjá má að í langflestum málum er aðeins einn aðili í máli og í næstflestum tilvikum er um tvo aðila að ræða. Hafa ber í huga að hér er samanlagður málafjöldi 120 mál en ástæðan er sú að í nokkrum málum gáfu tveir dómstólar út úrskurði í sama máli.

Tafla 6. Fjöldi mála þar sem heimild var veitt til símahlustunar eftir fjölda aðila í máli og dómstól.

Fjöldi aðila Héraðsdómur Austurlands Héraðsdómur Norðurlands eystra Héraðsdómur Reykjaness Héraðsdómur Reykjavíkur Héraðsdómur Vestfjarða Héraðsdómur Vesturlands
1 0 6 34 32 3 4
2 1 0 12 9 0 0
3 0 1 5 3 0 0
4 0 0 4 1 0 0
5 0 0 1 1 0 0
7 0 0 1 1 0 0
9 0 0 1 0 0 0
Alls 1 7 58 47 3 4

Tafla 7. Fjöldi mála þar sem heimild var veitt til símahlustunar eftir fjölda aðila í máli og brotaflokki sem lagður var til grundvallar kröfu.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



1 3 1 30 34 2 1 1 1 3 3
2 1 10 6 1 1 2 1
3 3 2 3 1
4 3 2
5 1 1
7 2
9 1
Alls 2 3 1 1 49 44 3 2 1 1 6 5 2

     6.      Í hversu mörgum tilvikum þar sem hlerun var beitt var sá sem var hleraður ekki ákærður eða sýknaður ef ákært var, sundurliðað eftir brotategundum og dómstólum?
    Af þeim málum** sem beitt hefur verið hlerun í frá árinu 2014 til loka nóvember 2019 hefur í 36 málum ekki verið ákært. Þá hefur verið sýknað í einu máli. Ekki var unnt að afla upplýsinga eftir dómstólum en í eftirfarandi töflu má sjá sundurliðun eftir tegund brota. Hafa ber í huga að hér er um lengra tímabil að ræða en í fyrri töflum.


Tafla 8. Afdrif mála þar sem heimild var veitt til símahlustunar á árunum 2014 til nóvember 2019 eftir afdrifum málanna og tegund brots.

Tegund brota Hætt hjá ákæruvaldi Hætt hjá lögreglu Enn til meðferðar Sakfellt Sýknað
Auðgunarbrot 2
Brot í opinberu starfi 1
Efnahagsbrot /peningaþvætti 6
Fíkniefnabrot 5 19 30 49
Hótanir 2 1
Kynferðisbrot og vændi 1 3 6 5
Manndráp og líkamsmeiðingar 2 2 1
Aðstoð við flótta úr fangelsi 1
Samtals 11 25 45 54 1
** Fjöldi málsnúmera.

     7.      Í hversu mörgum tilvikum þar sem hlerun var beitt gagnvart öðrum en grunuðum sakborningi var hinn grunaði ákærður eða sýknaður ef ákært var, sundurliðað eftir brotategundum og dómstólum?
    Ekki er hægt að sundurgreina gögn eftir réttarstöðu einstaklings við upphaf rannsóknar. Símahlustun beinist alltaf að sakborningi, en til greina kemur að aðrir en sakborningar noti þann síma sem heimild til hlustunar nær til vegna þess að sakborningur hefur aðgang að eða not af símum, t.d. á heimili, fyrirtæki eða stofnun, sbr. orðalag 81. gr. laga nr. 88/2008. Hlustun beinist þá ekki að þeim aðilum en þeir kunna þó að þurfa að þola hana. Þau tilfelli þar sem farið er beinlínis fram á símahlustun á síma í eigu eða umráðum annars en sakbornings eru fátíð.