Ferill 545. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 900  —  545. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um tófu og mink.

Frá Sigurði Páli Jónssyni.


     1.      Hefur viðgangur tófu og minks verið rannsakaður undanfarin ár?
     2.      Hvaða áhrif hefur bann við veiðum á minki og tófu í þjóðgörðum á stofnstærð minks annars vegar og tófu hins vegar?
     3.      Hafa tófa og minkur áhrif á viðgang mófugla og bjargfugla?
     4.      Hversu mikið af mink annars vegar og tófu hins vegar hefur verið veitt árlega undanfarin tíu ár?