Ferill 558. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 919  —  558. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um olíuflutninga.

Frá Bjarna Jónssyni.


     1.      Hefur verið lagt mat á áhrif fækkunar olíubirgðastöðva á magn og eðli olíuflutninga um þjóðvegi landsins og hvaða mat leggur ráðherra á afleiðingar breytinga á olíuflutningum?
     2.      Hvaða aðgerðir hafa komið til framkvæmda eða eru fyrirhugaðar til að bregðast við aukinni áhættu fyrir neysluvatn Íslendinga og viðkvæm vistkerfi, ekki síst í vötnum, straumvötnum og votlendi og við strendur landsins, samfara olíuflutningum?
     3.      Telur ráðherra að fara þurfi yfir reglur og jafnvel lagaumgjörð með umbætur í huga til að lágmarka þá áhættu sem auknir olíuflutningar á landi hafa í för með sér, og þá helst hvaða atriði? Ef svo er ekki, hvaða skýringar eru á því?


Skriflegt svar óskast.