Ferill 575. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 942  —  575. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um svartolíubrennslu skipa.

Frá Sigurði Páli Jónssyni.


     1.      Hversu mörg íslensk skip brenna enn svartolíu og notast við hreinsunarbúnað?
     2.      Hversu mörg erlend skip sem koma til íslenskra hafna brenna svartolíu og notast við hreinsunarbúnað?
     3.      Hvað verður um skaðleg efni sem hreinsibúnaður hreinsar úr útblæstri skipa?
     4.      Hvaða reglur gilda um gufuendurnýtingarbúnað eldsneytistanka á íslenskum skipum?


Skriflegt svar óskast.