Ferill 518. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 958  —  518. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Víglundssyni um hjúkrunarrými.


     1.      Hversu margir einstaklingar eru á biðlista eftir hjúkrunarrými samkvæmt nýjustu upplýsingum? Svar óskast sundurliðað eftir landshlutum þar sem einstaklingar hafa heimilisfang.
    Vísað er til nýlegs svars við fyrirspurn Höllu Signýjar Kristjánsdóttur á yfirstandandi þingi, þskj. 876, 403. mál.

     2.      Hversu mikið má vænta að fjölgi í hópi þeirra sem þurfa á þjónustu þessari að halda á næstu fjórum árum? Svar óskast sundurliðað eftir landshlutum.
    Heilbrigðisráðuneytið hefur greint þörf fyrir hjúkrunarrými út frá mannfjöldaspá Hagstofu Íslands, aldurssamsetningu íbúa hjúkrunarheimila og dvalartíma þeirra. Einnig er miðað við óbreytta notkun hjúkrunarrýma með tilliti til þessara breyta og sett markmið í fjármálaáætlun um að 75% umsækjenda verði úthlutað hjúkrunarrými innan 90 daga. Í eftirfarandi töflu má sjá sundurliðun þessa eftir heilbrigðisumdæmum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     3.      Hyggst ráðherra standa fyrir uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma til þess að mæta væntanlegri aukinni þörf fyrir slík rými og ef svo er, hvar er áætlað að þau verði staðsett og hver verður fjöldi rýma á hverjum stað?
    Framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma er uppfærð árlega og nær gildandi áætlun fram til ársins 2024. Í eftirfarandi töflu má sjá þær framkvæmdir sem eru á áætluninni.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     4.      Er í gildandi fjármálaáætlun nægt fjármagn til byggingar og reksturs áætlaðra hjúkrunarrýma?
    Framkvæmdir við byggingu hjúkrunarheimila fara ekki á framkvæmdaáætlun nema fjármagn sé tryggt fyrir því. Í gildandi fjármálaáætlun var það ljóst að afla þyrfti aukafjárheimilda til rekstrar hluta þeirra rýma sem voru á áætlun og hefur verið gert ráð fyrir því í drögum að fjármálaáætlun fyrir árin 2021–2025 sem nú er unnið að.

     5.      Hvað hafa verið byggð mörg ný hjúkrunarrými undanfarinn áratug? Svar óskast sundurliðað eftir árum og landshlutum og ef um endurbætur á fyrirliggjandi rýmum er að ræða óskast það sundurliðað frá þeim nýju.
     6.      Hvað hafa mörg rými verið aflögð á undanförnum áratug? Svar óskast sundurliðað eftir árum og landshlutum.

    Um byggð og aflögð hjúkrunarrými undanfarinn áratug er vísað til svars við fyrirspurn sama þingmanns í mars 2019, þskj. 980, 537. mál, þar sem sést þróun á fjölda rýma, bæði byggðra og aflagðra rýma þar sem aflögð rými eru endurbætur á aðbúnaði sem ekki leiðir til fjölgunar rýma. Auk þess sem þar kemur fram voru 59 hjúkrunarrými aflögð á Sólvangi þegar 60 ný hjúkrunarrými voru tekin í notkun árið 2019. Einnig hefur hjúkrunarrýmum á starfandi hjúkrunarheimilum fjölgað, bæði í tímabundnum rekstri og varanlegum, þannig að heildarfjölgun hjúkrunarrýma árin 2010–2019 eru 256 rými. Þróun fjölda hjúkrunarrýma í hverju heilbrigðisumdæmi síðasta áratuginn er sýnd í töflu 3.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.