Ferill 603. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1015  —  603. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um skólasókn barna.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Um hversu mörg börn á grunnskólaaldri er óljóst hvort eða hvar þau stunda nám? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum.
     2.      Hverjar eru ástæður þess að umrædd börn sækja ekki skóla?
     3.      Hver ber ábyrgð á því að öll börn á grunnskólaaldri stundi nám og að gripið sé til ráðstafana ef í ljós kemur að svo er ekki?


Skriflegt svar óskast.