Ferill 626. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1059  —  626. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um hækkun launa yfirlögregluþjóna og fasta yfirvinnu.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Ber að skilja tilvísun til launa fyrir dagvinnu í svari ráðherra á þingskjali 983 (444. mál) svo að öll vinna umræddra yfirlögregluþjóna umfram dagvinnu hafi verið greidd sérstaklega til viðbótar „fastri yfirvinnu“ og að ekkert vinnuframlag hafi komið á móti því sem nefnt er „föst yfirvinna“?
     2.      Eru fastar yfirvinnustundir taldar sem unninn tími í yfirliti um vinnutíma?
     3.      Hefur ráðherra vitneskju um hversu margir fastir yfirvinnutímar af þessum toga eru greiddir í stofnunum ríkisins á ári hverju?
     4.      Er rétt skilið að tímalaun umræddra starfsmanna fyrir yfirvinnu hafi að meðaltali hækkað um 48%? Ef svo er, hvað hefðu tekjur þeirra hækkað um háa fjárhæð ef þessi yfirvinnulaun hefðu verið í gildi allt árið 2019? Telur ráðherra hugsanlega hættulegt fordæmi felast í launaákvörðun af því tagi sem hér um ræðir?


Skriflegt svar óskast.