Ferill 631. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1064  —  631. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um framtíðarhorfur í minkarækt.

Frá Þórarni Inga Péturssyni.


     1.      Er vilji til þess innan ríkisstjórnarinnar að afgreiða tillögur starfshóps sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti skipuðu 19. febrúar 2019 og var falið að greina framtíðarhorfur í minkarækt?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að nýta kosti minkaræktar við eyðingu á lífrænum úrgangi og auka þar með verðmætasköpun þjóðarinnar?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að styrkja úrvinnslustöðvar sem framleiða minkafóður til frekari úrvinnslu á lífrænum úrgangi og draga þannig úr urðun hans?