Ferill 633. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1066  —  633. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um athyglisbrest með ofvirkni (ADHD).

Frá Unu Maríu Óskarsdóttur.


     1.      Hversu margir einstaklingar hafa verið greindir með ADHD sl. þrjú ár? Svar óskast sundurliðað eftir aldri, kyni, búsetu og heilbrigðisumdæmum.
     2.      Hver er fjöldi greiningaraðila og hversu margar greiningar hefur hver og einn innt af hendi sl. 3 ár? Svar óskast sundurliðað eftir heilbrigðisumdæmi og kyni greiningaraðila og eftir kyni og aldri greindra.
     3.      Hversu margar tegundir lyfja er skrifað upp á við ADHD og hver er lyfjakostnaður einstaklinga sem hlutfall af heildarkostnaði?
     4.      Hvernig er eftirfylgni fagaðila og eftirliti háttað með þeim sem eru greindir og fá lyf?


Skriflegt svar óskast.