Ferill 658. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1118  —  658. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um viðbrögð við lagafrumvörpum um afglæpavæðingu neysluskammta, sölu áfengis í vefverslun og neyslurými.

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Hefur ráðherra áætlanir um hvernig heilbrigðiskerfið muni bregðast við ef biðlistar meðferðarheimila fyrir áfengis- og fíkniefnasjúklinga lengjast verði lagafrumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta, sölu áfengis í vefverslun og neyslurými samþykkt?
     2.      Liggur fyrir kostnaður af áhrifum áðurnefndra lagafrumvarpa á heilbrigðiskerfið, ríkissjóð og samfélagið í heild verði þau að lögum og ef ekki, væri þá ekki skynsamlegt að slíkt kostnaðarmat liggi fyrir?
     3.      Verður hjá því komist að auka möguleika áfengis- og fíkniefnasjúklinga á því að nýta sér meðferðarúrræði verði áðurnefnd frumvörp samþykkt?