Ferill 585. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1180  —  585. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Karli Gauta Hjaltasyni um útskrifaða nemendur úr diplómanámi í lögreglufræðum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu margir þeirra sem útskrifuðust vorið 2018 og vorið 2019 frá Háskólanum á Akureyri úr diplómanámi í lögreglufræðum voru við lögreglustörf 1. febrúar 2020? Hversu margir þeirra höfðu verið skipaðir og hversu margir þeirra höfðu verið ráðnir? Hjá hvaða lögregluembættum störfuðu þeir?

    Alls hafa 87 nemendur útskrifast úr diplómanámi í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Þá voru 83 starfandi 1. febrúar 2020 og fjórir í fæðingarorlofi. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda þeirra sem hafa hlotið skipun eða verið settir í embætti lögreglumanns.
    Dreifing milli embætta er eftirfarandi:

Embætti Fjöldi
Héraðssaksóknari 1
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 43
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra 9
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra 3
Lögreglustjórinn á Suðurlandi 11
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum 2
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum 9
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum 1
Lögreglustjórinn á Vesturlandi 4
Samtals 83