Ferill 777. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1787  —  777. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni á málefnasviði ráðherra.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum á málefnasviði ráðherra sinnir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið?
    Verkefnum er skipt milli ráðuneyta með forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, nr. 119/2018. Málefni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru talin í 1., 5. og 6. tölul. 2. gr.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna á málefnasviði ráðherra og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Kostnaði er ekki deilt niður á hvert lögbundið verkefni í fjárlögum, heldur er gerð grein fyrir fjárheimildum vegna hvers málefnasviðs og málaflokks og þeim skipt niður í fjárveitingar til einstakra verkefna og ríkisaðila sem birtast í fylgiriti fjárlaga hverju sinni. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sinnir verkefnum á málefnasviði 12 Landbúnaður og 13 Sjávarútvegur og fiskeldi, málaflokki 16.2 Stjórnsýsla atvinnumála og nýsköpunar og fjárlagalið 04-481 Rannsóknir háskóla í þágu landbúnaðar á málefnasviði 21 Háskólastig. Fjárheimildir til verkefna sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru samkvæmt fylgiriti fjárlaga fyrir árið 2020 sem hér segir:
    12 Landbúnaður: 16.605,7 millj. kr., þar af 539 millj. kr. sértekjur.
    13 Sjávarútvegur og fiskeldi: 7.278,5 millj. kr., þar af 1.449,6 millj. kr. sértekjur.
    16.2    Stjórnsýsla atvinnumála og nýsköpunar: 1.603,5 millj. kr., þar af 167 millj. kr. sértekjur.
    04-481 Rannsóknir háskóla í þágu landbúnaðar: 180,2 millj. kr., engar sértekjur.