Ferill 694. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1923  —  694. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um samninga samkvæmt lögum um opinber fjármál.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða samninga sem í gildi eru hefur ráðuneytið og stofnanir þess gert skv. 40. og 41. gr. laga um opinber fjármál?
     2.      Samkvæmt hvaða heimild hefur hver þeirra verið gerður, sbr. heimildir í fyrrnefndum lagagreinum?
     3.      Hver er gildistími hvers samnings?
     4.      Fellur gildistími einhvers samnings utan ákvæða 40. og 41. gr. laganna? Sé svo, hvers vegna?
     5.      Hver er samanlögð árleg fjárskuldbinding hvers samnings og hvert er hlutfall hennar af árlegri fjárveitingu þess ríkisaðila sem ber ábyrgð á samningnum?
     6.      Hvaða stefnumörkun samkvæmt gildandi fjármálaáætlun liggur til grundvallar hverjum samningi fyrir sig?
     7.      Hvenær var síðast metið hvort hver samningur uppfyllti kröfur um umfang og gæði eins og gert er ráð fyrir í 5. mgr. 40. gr. laga um opinber fjármál?
     8.      Við hvaða gæðamælikvarða var miðað í tilviki hvers samnings?
     9.      Hafa verið gerðir samningar um framkvæmdir, rekstur eða afmörkuð verkefni sem falla utan 40. eða 41. gr. laga um opinber fjármál?
     10.      Eru í gildi samningar sem gerðir voru fyrir gildistöku laga um opinber fjármál, nr. 123/2015?


    Stofnanir heilbrigðisráðuneytisins eru eftirtaldar:
    Sjúkratryggingar Íslands, Embætti landlæknis, Lyfjastofnun, Geislavarnir ríkisins, Sjúkrahúsið á Akureyri, Landspítali, Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Geislavarnir ríkisins og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands eru ekki með samninga sem falla undir 40. og 41. gr. laga um opinber fjármál.
    Í 40. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, er kveðið á um heimild ríkisaðila í A-hluta til að gera samninga um framkvæmdir, rekstur eða önnur afmörkuð verkefni. Samningum samkvæmt ákvæðinu má skipta í þrjá flokka:
     1.      Samninga um framkvæmdir, rekstur eða önnur afmörkuð verkefni til lengri tíma en eins árs en þó eigi lengur en til fimm ára, sbr. 1. mgr.
     2.      Samninga um framkvæmdir, rekstur eða önnur afmörkuð verkefni til lengri tíma en fimm ára ef verkkaupi gerir kröfu um að verksali ráðist í kostnaðarsamar fjárfestingar til að uppfylla samningsskilyrði, sbr. 2. mgr.
     3.      Samninga sem heimilt er að gera til eigi lengri tíma en fimm ára, án atbeina fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi ráðherra, um afmörkuð rekstrarverkefni, enda fari samanlögð árleg fjárskuldbinding vegna þeirra ekki umfram 15% af árlegri fjárveitingu til ríkisaðila eða veltu þeirra ríkisaðila sem fjármagnaðir eru með eigin tekjum, sbr. 3. mgr.
    3. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2015 felur í sér undanþágu frá meginreglu 1. mgr. ákvæðisins. Tilgangurinn með undanþágunni er að gera hlutaðeigandi ríkisaðilum kleift að gera minni háttar rekstrarsamninga, jafnvel þótt þeir séu til nokkurra ára, án þess að bera þurfi þá undir tvo ráðherra til samþykktar. Um er að ræða samninga um smærri rekstrarverkefni sem fela í sér lágar fjárhæðir í samhengi við fjárheimildir. Almennt er unnt að segja þessum samningum upp með stuttum fyrirvara og snúa þeir að daglegum rekstri og skrifstofuhaldi. Ekki er í svarinu gerð grein fyrir samningum sem eru undir 5 millj. kr. á ári eða eru gerðir til skemmri tíma en eins árs í senn.
    Í eftirfarandi töflu má sjá svar við 1.–8. lið fyrirspurnarinnar, yfirlit yfir samninga sem falla undir 40. gr. laga um opinber fjármál. Engir samningar falla undir 41. gr. laganna. Svör byggjast á upplýsingum frá stofnunum og getur því verið einhver mismunur á framsetningu og túlkun milli stofnana. Einnig er vakin athygli á að ekki er gerð grein fyrir samningum stofnana um kaup á heilbrigðisþjónustu þar sem þeir samningar eru taldir vera gerðir á grundvelli laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, og laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, en ekki laga um opinber fjármál.

Svar við 9. lið:
    Eftirtaldar stofnanir telja sig hafa gert samninga sem falla utan 40. og 41. gr. laga um opinber fjármál:
          Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
          Lyfjastofnun.
          Sjúkratryggingar Íslands.
          Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins.

Svar við 10. lið:
    Hjá eftirtöldum stofnunum eru í gildi samningar sem gerðir voru fyrir gildistöku laga um opinber fjármál, nr. 123/2015:
          Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
          Sjúkrahúsið á Akureyri.
          Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
          Sjúkratryggingar Íslands.
          Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
          Landspítalinn.
          Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins.

Svar við 1–8. lið.
Stofnun 1) Hvaða samninga sem eru í gildi hefur ráðuneytið og stofnanir þess gert skv. 40. og 41. gr. LOF? (gagnaðili samnings) 2) Samkvæmt hvaða heimildum hefur samningur verið gerður? 3) Hver er gildistími samnings? (til hvaða tíma gildir hann) 4) Fellur gildistími einhvers samnings utan ákvæða 40. og 41. gr. LOF? (merkja já ef svo er) 5a) Hver er samanlögð árleg fjárskuldbinding hvers samnings? 5b) Hvert er hlutfall árlegrar fjárskuldbindingar af árlegri fjárveitingu þess ríkisaðila sem ber ábyrgð á samningum? 6) Hvaða stefnumörkun samkvæmt gildandi fjármálaáætlun liggur til grundvallar hverjum samningi fyrir sig? 7) Hvenær var síðast metið hvort hver samningur uppfyllti kröfur um umfang og gæði eins og gert er ráð fyrir í 5. mgr. 40. gr. LOF? 8) Við hvaða gæðamælikvarða var miðað í tilviki hvers samnings?
Embætti landlæknis Advania / hýsing 40. gr. 2020 26.100.000 1,91% Á ekki við Stöðugt er metið hvort gæði og umfang samningsins eru uppfyllt. Gerð er grein fyrir gæðamælikvörðum í ákvæðum eða viðauka samninga.
Embætti landlæknis Klappir grænar lausnir hf. / rekstur og þjónusta tölvukerfa 40. gr. 2023 35.341.992 2,58% Sbr. markmið 2 og 3 í málaflokki 32.1 Stöðugt er metið hvort gæði og umfang samningsins eru uppfyllt. Gerð er grein fyrir gæðamælikvörðum í ákvæðum eða viðauka samninga.
Embætti landlæknis Origo / Heilsuvera hýsing 40. gr. 2020 6.000.000 0,44% Sbr. markmið 2 og 3 í málaflokki 32.1 Stöðugt er metið hvort gæði og umfang samningsins eru uppfyllt. Gerð er grein fyrir gæðamælikvörðum í ákvæðum eða viðauka samninga.
Embætti landlæknis Advania / hýsing Datix, RAI FHMN 40. gr. 2020 9.420.000 0,69% Sbr. markmið 2 og 3 í málaflokki 32.1 Stöðugt er metið hvort gæði og umfang samningsins eru uppfyllt. Gerð er grein fyrir gæðamælikvörðum í ákvæðum eða viðauka samninga.
Heilbrigðisstofnun Austurlands Origo – sögukerfið 40. gr. Ótímabundinn 18.150.552 0,47% Starfar í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu Samkvæmt gæðaviðmiðum landlæknis.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Advania 40. gr. 2022 33.540.000 0,56% Yfirfarið á tveggja mánaða fresti, þ.e. sex sinnum á ári. Nokkrir mælikvarðar eru. Sem dæmi Happy or not, mælt daglega, regluleg yfirlit. Fjöldi svaraðra erinda og gæði, viðbragðstími þeirra. Fjölbreytni þjónustu. Þjónustunni er ætlað að samræma uppgjöf og lækka kostnað.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Advania 40. gr. 2022 8.400.000 0,14% Yfirfarið á tveggja mánaða fresti, þ.e. sex sinnum á ári. Hefðbundin skilyrði og greiningar.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sveitarfélagið Skagafjörður 40. gr. 2024 43.687.056 0,72% Farið yfir samninginn minnst einu sinni á ári. Minnst einu sinni á ári er samningurinn yfirfarinn og metnir fjöldi flutninga, tegund þeirra, samskipti og samstarf ásamt fleiri þáttum.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Origo 40. gr. 2022 14.969.845 0,25% Forstöðumaður UT-sviðs HSN fer yfir samninga minnst einu sinni á ári. Suma samninga mun oftar.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Norðurþing 40. gr. 2020 12.360.000 0,21% Hann er metinn minnst einu sinni á ári af forstjóra, yfirlækni HSN Húsavík, verkefnastjóra sjúkraflutninga og framkvæmdastjóra lækninga HSN. Minnst einu sinni á ári er samningurinn yfirfarinn og metnir fjöldi flutninga, tegund þeirra, samskipti og samstarf ásamt fleiri þáttum.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Optima ehf. 40. gr. 2023 7.084.704 0,12% Skoðað einu sinni á ári. Útboð var gert í upphafi samnings og hefur forstöðumaður UT-mála HSN eftirlit með að búnaður sé í samræmi við útboðið og uppfylli kröfur HSN. Eins eru mælikvarðar t.d. að fækka útprentunum og færa meira yfir í stafrænt umhverfi sem hefur tekist.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Origo 40. gr. ? 42.646.500 0,71% Er á höndum heilbrigðisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins að semja. HSN gert að kaupa leyfi eftir samningum. Er á höndum heilbrigðisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins að semja. HSN gert að kaupa leyfi eftir samningum.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Síminn hf. 40. gr. 2021 8.199.900 0,14% Skoðað einu sinni til tvisvar á ári. Gæðum eldri símstöðvar var verulega ábótavant. Ætlað að bæta viðmót, lækka símkostnað, eiga möguleika á að hafa eina sameiginlega símsvörun. Gæði metin í uppitíma kerfisins.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Efnalaug og þvottahús Sauðárkróki 40. gr. 2020 18.796.356 0,31% Metinn mánaðarlega m.v. áætlað kg-magn af þvotti. Fjöldi kg af þvotti, þjónusta og viðmót minnst einu sinni á ári við verð nýs samnings.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Efnalaug og þvottahús Húsavík 40. gr. 2020 13.481.508 0,22% Metinn mánaðarlega m.v. áætlað kg-magn af þvotti. Fjöldi kg af þvotti, þjónusta og viðmót minnst einu sinni á ári við verð nýs samnings.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Efnalaug og þvottahús Fjallabyggð 40. gr. 2020 11.667.612 0,19% Metinn mánaðarlega m.v. áætlað kg-magn af þvotti. Fjöldi kg af þvotti, þjónusta og viðmót minnst einu sinni á ári við verð nýs samnings.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Dagar, ræsting 40. gr. 2020 14.222.226 0,24% Gert tvisvar á ári hið minnsta. Álit yfirmanna á gæðum þrifa innan sinnar stofnunar.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands TRS (hýsing) 40. gr. 12.2020 85.456.150 1,25% Fjárheimildir HSU Árleg endurskoðun Nauðsynleg þörf.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Origo hf. 40. gr. 12.2020 30.695.420 0,45% Fjárheimildir HSU Árleg endurskoðun Nauðsynleg þörf.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Höldur – Bílaleiga Akureyrar 40. gr. 06.2020 27.480.639 0,40% Fjárheimildir HSU Árleg endurskoðun Nauðsynleg þörf.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Securitas 40. gr. 10.2021 25.548.194 0,37% Fjárheimildir HSU Árleg endurskoðun Nauðsynleg þörf.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Köfun og öryggi (þvottur) 40. gr. 12.2020 14.526.297 0,21% Fjárheimildir HSU Árleg endurskoðun Nauðsynleg þörf.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Optima 40. gr. 02.2024 7.470.185 0,11% Fjárheimildir HSU Árleg endurskoðun Nauðsynleg þörf.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Raförninn 40. gr. 12.2020 7.326.450 0,11% Fjárheimildir HSU Árleg endurskoðun Nauðsynleg þörf.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Allt hreint ræstingar ehf. 40. gr. 05.2020 15.228.770 0,48% Framkvæmdastjóri fjármála fer yfir mánaðarlega Reikningar séu í samræmi við samning.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Þvottahöllin ehf. 40. gr. 07.2023 13.001.598 0,41% Framkvæmdastjóri fjármála fer yfir mánaðarlega Reikningar séu í samræmi við samning.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Öryggismiðstöð Íslands 40. gr. 12.2022 37.576.644 1,18% Framkvæmdastjóri fjármála fer yfir mánaðarlega Reikningar séu í samræmi við samning.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Ríkiseignir 40. gr. Ótímabundinn 167.448.024 5,26% Framkvæmdastjóri fjármála fer yfir mánaðarlega Reikningar séu í samræmi við samning.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Efnalaugin Albert ehf. 40. gr. 1.12.2021 21.923.424 0,8% Ekki hægt að vísa í stefnumörkun Árið 2018 Samkvæmt ákvæðum samnings.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Massi þrif ehf. 40. gr. Ótímabundinn, 6 mán. upps.frestur 12.798.456 0,5% Ekki hægt að vísa í stefnumörkun Árið 2019 Samkvæmt ákvæðum samnings.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Origo hf. 40. gr. Ótímabundinn 10.600.848 0,4% Ekki hægt að vísa í stefnumörkun Árið 2019 Samkvæmt ákvæðum samnings.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands Origio hf. Leyfis- og þjónustugjöld Sögu, 142 stk. 40. gr. Á ekki við. Samningur var á milli Origo og HBR 20.661.124 0,41% Starfa í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu Á ekki við Skv. gæðaviðmiðum embættis landlæknis.
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu ISS Ísland/Dagar vegna ræstingar í atvinnuhúsnæði 40. gr. Útrunninn, endurnýjaður skv. ákvæðum. Nýtt útboð í undirbúningi 96.149.233 1,2% Reglulegir fundir (oftast mánaðarlega) þjónustustjóra fyrirtækis og eigna- og innkaupadeildar HH
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu Brimborg (vegna aksturs í heimahjúkrun) 40. gr. 30.9.2022 52.600.000 0,3% Við útboð Skv. útboðskröfum Ríkiskaupa.
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu Vodafone 40. gr. 15.9.2020 43.440.000 0,6% Fundir þjónustustjóra hjá Vodafone með Deild rafrænnar þjónustu HH a.m.k. árlega. Mánaðarlegar skýrslur eru teknar úr símkerfum til að fylgjast með magn, svartíma og fleiri þáttum í símkerfinu. Skýrslurnar eru sendar stjórnendum starfsstöðva sem bregðast við ef eitthvað fer úrskeiðis.
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu Öryggismiðstöðin 40. gr. 7.650.634 0,1% 2015 Reglulegt mat/fundir.
Landspítalinn Evry Healthcare Systems AB 40. gr. 31.12.2023 15.309.078 0,02% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Landspítalinn Advania – Orri 40. gr. 31.12.2020 75.000.000 0,11% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Landspítalinn Advania – Orri rekstrarþjónusta 40. gr. Er í rauninni samningur Advania við Fjársýslu ríkisins en ekki LSH. LSH greiðir hluta þess samnings. 28.000.000 0,04% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Landspítalinn Advania – Webmethods 40. gr. 31.12.2020 12.500.000 0,02% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1, 2 og 3 20.2.2020 „Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir; Hlutfall sjúklinga á legudeild sem lokið hafa meðferð; Hlutfall þeirra sem beðið hafa skemur en 90 daga eftir aðgerð.“
Landspítalinn Fastus 40. gr. 31.12.2023 30.870.656 0,05% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Landspítalinn Finnish Consulting Group 40. gr. 31.12.2023 6.903.380 0,01% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 2 og 3 20.2.2020 „Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Hlutfall sjúklinga á legudeild sem lokið hafa meðferð; Hlutfall þeirra sem beðið hafa skemur en 90 daga eftir aðgerð.“
Landspítalinn Main manager 40. gr. 31.12.2023 5.217.840 0,01% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Landspítalinn Sensa ehf. 40. gr. 31.12.2020 9.200.000 0,01% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Landspítalinn Tieto Enator 40. gr. 31.12.2023 11.455.592 0,02% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Landspítalinn Origo hf. – Saga 40. gr. 31.12.2023 75.600.000 0,12% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 og 3 20.2.2020 „Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir; Hlutfall þeirra sem beðið hafa skemur en 90 daga eftir aðgerð.“
Landspítalinn Varian Medical Systems 40. gr. 31.12.2023 32.279.413 0,05% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Landspítalinn Dojo software 40. gr. 31.12.2023 14.100.000 0,02% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Landspítalinn Az Medica 40. gr. 31.12.2023 6.000.000 0,01% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Landspítalinn HealthCO 40. gr. 31.12.2023 18.776.401 0,03% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Landspítalinn Gagnaveita Reykjavíkur 40. gr. Gerður fyrir gildistöku LOF 13.000.000 0,02% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Landspítalinn Sýn hf. / Vodafone 40. gr. 1.11.2021 7.600.000 0,01% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Landspítalinn Nova 40. gr. 1.11.2021 6.200.000 0,01% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Landspítalinn Origo 40. gr. Gerður fyrir gildistöku LOF 8.000.000 0,01% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1, 2 og 3 20.2.2020 „Starfsmannavelta og veikindafjarvistir; Hlutfall sjúklinga á legudeild sem lokið hafa meðferð; Hlutfall þeirra sem beðið hafa skemur en 90 daga eftir aðgerð.“
Landspítalinn Opin kerfi 40. gr. Gerður fyrir gildistöku LOF 8.500.000 0,01% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Landspítalinn R1 40. gr. 31.12.2023 6.400.000 0,01% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Landspítalinn Labsolutions/Medor 40. gr. 31.12.2023 6.800.000 0,01% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Landspítalinn AZ Medica 40. gr. 31.12.2023 8.700.000 0,01% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Landspítalinn Elekta 40. gr. 31.12.2023 5.800.000 0,01% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Landspítalinn Medor 40. gr. 31.12.2023 8.000.000 0,01% Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1; markmið 1 20.2.2020 Fjárhagsáætlun 2020–2024; málaflokkur 23.1, mælikvarðar: Starfsmannavelta og veikindafjarvistir.
Lyfjastofnun Reitir hf. – húsaleiga 40. gr. 31.5.2020 29.000.000 3,10% 2019 M.a. ánægja starfsmanna.
Lyfjastofnun Sólar ehf. – ræsting 40. gr. Ótímabundin – með uppsagnarákvæði 5.200.000 0,50% 2017 M.a. ánægja starfsmanna.
Lyfjastofnun Sensa ehf. – hýsing og rekstur kerfa 40. gr. Ótímabundin – með uppsagnarákvæði 18.400.000 1,90% 2019 M.a. uppitími kerfa.
Sjúkrahúsið Akureyri Grand þvottur ehf. 40. gr. 6 mánaða uppsögn 59.000.000 0,72% Október 2019 Verð, gæði.
Sjúkrahúsið Akureyri Háskóli Íslands (kennsla læknanema) 40. gr. Ótilgreint 5.200.000 0,06% Október 2019 Verð, gæði.
Sjúkrahúsið Akureyri Sérleyfisbílar Akureyrar 40. gr. 6 mánaða uppsögn 9.859.710 0,12% Október 2019 Verð, gæði.
Sjúkrahúsið Akureyri Linde Gas (lyfjasúrefni) 40. gr. 6 mánaða uppsögn 17.548.542 0,21% Október 2019 Verð, gæði.
Sjúkrahúsið Akureyri LSH (Flexlab, rannsóknarkerfi) 40. gr. 3. mánaða uppsögn 10.194.240 0,12% Október 2019 Verð, gæði.
Sjúkrahúsið Akureyri LÁRA (kemíurannsóknir) 40. gr. 3. mánaða uppsögn 49.000.000 0,59% Október 2019 Verð, gæði.
Sjúkrahúsið Akureyri Fjármála– og efnahagsráðuneyti (hugbúnaðarleyfi) 40. gr. Ótilgreint 27.660.266 0,34% Október 2019 Verð, gæði.
Sjúkrahúsið Akureyri Árni Óðinsson (uppfærslur á myndgreiningartækjum) 40. gr. 12 mánaða uppsögn 6.090.000 0,07% Október 2019 Verð, gæði.
Sjúkrahúsið Akureyri Raförninn (myndgreiningarkerfi) 40. gr. 6 mánaða uppsögn m.v. áramót 16.288.619 0,20% Október 2019 Verð, gæði.
Sjúkrahúsið Akureyri Siemens, segulómtæki, leiga (MRI) 40. gr. Gildir til október 2020 19.166.583 0,23% Október 2019 Verð, gæði.
Sjúkrahúsið Akureyri Smith og Norland þjónusta v. MRI 40. gr. Gildir til október 2020 10.768.135 0,13% Október 2019 Verð, gæði.
Sjúkrahúsið Akureyri Siemens CT-tæki, leiga 40. gr. Gildir til apríl 20222 5.436.340 0,07% Október 2019 Verð, gæði.
Sjúkrahúsið Akureyri Smith & Norland, þjónusta CT-tæki 40. gr. Gildir til apríl 2022 13.649.395 0,17% Október 2019 Verð, gæði.
Sjúkrahúsið Akureyri Síminn, þjónustusamningur 40. gr. 6 mánaða uppsögn 6.500.000 0,08% Október 2019 Verð, gæði.
Sjúkrahúsið Akureyri Origo hf. (Sögukerfi) 40. gr. 6 mánaða uppsögn 12.539.006 0,15% Október 2019 Verð, gæði.
Sjúkrahúsið Akureyri Öryggismiðstöð Íslands (næturgæsla og yfirseta) 40. gr. 6 mánaða uppsögn 21.500.000 0,26% Október 2019 Verð, gæði.
Sjúkratryggingar Íslands Fjármála- og efnahagsráðuneyti 40. gr. Á forræði fjármálaráðuneytis 6.000.000 0,31% Á ekki við Á ekki við Kerfi í rekstri.
Sjúkratryggingar Íslands Origo 40. gr. Ótímabundinn 53.003.988 2,72% Á ekki við Mánaðarlegt mat M.a. umfang þjónustu, vinnslutími verkbeiðna, fjöldatölur vegna búnaðar og þjónustu.
Sjúkratryggingar Íslands Prógramm 40. gr. Ótímabundinn 161.000.000 8,27% Á ekki við Mánaðarlegt mat Unnir tímar, gæði vinnu.