Ferill 975. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2040  —  975. mál.




Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um móttöku flóttafólks.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvar stóð vinna við móttöku flóttafólks í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þegar stofnunin stöðvaði flutning flóttafólks tímabundið vegna COVID-19?
     2.      Hvað hefur unnist í átt að móttöku flóttafólks frá því að Flóttamannastofnunin hóf aftur að flytja flóttafólk á milli landa?
     3.      Hvenær er áætlað að lokið verði móttöku þess flóttafólks sem ríkisstjórnin samþykkti að taka á móti á yfirstandandi ári?
     4.      Telur ráðherra ástæðu til að taka við auknum fjölda flóttafólks á árinu en til stóð í ljósi aukinnar neyðar og aðstæðna víða um lönd, m.a. vegna sprengingarinnar í Líbanon og ákalls Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðarinnar um aukna aðstoð?


Skriflegt svar óskast.