Ferill 972. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2085  —  972. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru (frekari aðgerðir vegna vinnumarkaðar).

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


    Við 9. gr.
                  a.      Í stað orðanna „sex mánuði“ í b-lið komi: tólf mánuði.
                  b.      Við bætist tveir nýir stafliðir með tveimur nýjum ákvæðum til bráðabirgða, svohljóðandi:
                1.     (I.)
                         Þrátt fyrir 4. mgr. 36. gr. skal frítekjumark vera 213.786. kr. á mánuði.
                         Ákvæði þetta gildir frá og með 1. september 2020 og fellur úr gildi 1. september 2021.
                2.     (II.)
                         Þeir sem eiga rétt til grunnatvinnuleysisbóta skv. 33. gr. skulu fá greiddar 25.000 kr. til viðbótar á mánuði á tímabilinu 1. september 2020 til 1. september 2021 enda hafi þeir fullnýtt rétt sinn til tekjutengdra atvinnuleysisbóta skv. 32. gr. og ákvæði til bráðabirgða XVIII á yfirstandandi bótatímabili skv. 29. gr.