Ferill 968. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Nr. 45/150.

Þingskjal 2095  —  968. mál.


Þingsályktun

um breytingu á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu fyrir árin 2018–2022.


________



    
    Alþingi ályktar, sbr. 10. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál, að eftirfarandi breytingar verði gerðar á ályktun Alþingis um fjármálastefnu fyrir árin 2018–2022, sbr. þingsályktun nr. 10/148, eins og henni var breytt með þingsályktun nr. 46/149:
     1.      Í stað töflu um stefnumið í opinberum fjármálum fyrir árin 2018–2022 komi eftirfarandi tafla:
Hlutfall af vergri landsframleiðslu, % 2018 2019 2020 2021 2022
Hið opinbera, A-hluti
    
Heildarafkoma
1,4 -0,8 -14,5 -13,0 -10,5
         
þar af ríkissjóður, A-hluti
1,2 0,0 -11,0 -9,0 -7,0
         
þar af sveitarfélög, A-hluti
0,2 0,0 -1,5 -1,0 -0,5
         
óvissusvigrúm
- -0,8 -2,0 -3,0 -3,0
     Skuldir*
33,8 30,0 45,0 55,0 64,0
         
þar af ríkissjóður, A-hluti
27,5 23,4 38,0 47,0 56,0
         
þar af sveitarfélög, A-hluti
6,3 6,6 7,0 8,0 8,0
Opinberir aðilar í heild
    
Heildarafkoma
2,9 0,0 -15,5 -13,0 -10,0
         
þar af hið opinbera, A-hluti
1,4 -0,8 -14,5 -13,0 -10,5
         
þar af fyrirtæki hins opinbera
1,5 0,8 -1,0 0,0 0,5
    
Skuldir*
59,8 54,0 70,0 79,0 87,5
         
þar af hið opinbera, A-hluti
33,8 30,0 45,0 55,0 64,0
         
þar af fyrirtæki hins opinbera
26,0 24,0 25,0 24,0 23,5
* Heildarskuldir, að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum og að frádregnum sjóðum og bankainnstæðum, sbr. 7. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál.
     2.      Liðir I og II orðist svo:
              I.      Halli á heildarjöfnuði A-hluta hins opinbera verði að hámarki 14,5% af VLF árið 2020, 13% af VLF árið 2021 og 10,5% af VLF árið 2022 að meðtöldu óvissusvigrúmi, sbr. lið V.
              II.      Heildarskuldir hins opinbera verði ekki hærri en 64% af VLF í árslok 2022.
     3.      Liðir IV og V orðist svo:
              IV.      Árleg markmið um halla á afkomu hins opinbera í töflu hér á undan eru hámarksviðmið að viðbættu sérstöku svigrúmi, sbr. lið V. Reynist hagvöxtur verða talsvert meiri en endurskoðuð fjármálastefna miðast við, og tekjur hins opinbera aukast í sama mæli, er gert ráð fyrir því að heildarjöfnuður batni sem því nemur.
              V.      Tölusett markmið um afkomu hins opinbera í töflu hér á undan fela í varfærnisskyni í sér svigrúm sem getur numið allt að 2% af VLF árið 2020 og 3% af VLF árin 2021 og 2022 gagnvart þeim markmiðum um heildarafkomu hins opinbera sem sett verða í árlegum fjármálaáætlunum. Í því felst að markmiðum fjármálaáætlana verður ætlað að skila betri afkomu sem því nemur. Reynist hagþróun og efnahagsforsendur fyrir áætlanagerð lakari en nú er gert ráð fyrir er heimilt að ganga á þetta svigrúm til að aðlaga afkomu hins opinbera í sama mæli. Að öðru leyti er gert ráð fyrir að stjórnvöld beiti viðeigandi ráðstöfunum, ef á þarf að halda, til að tryggja að afkoma í fjármálaáætlun og fjárlögum verði jafnan umfram svigrúmið sem markað er í fjármálastefnunni.
     4.      Lokamálsgrein orðist svo:
             Alþingi staðfestir að fjármálastefna þessi sé samkvæm þeim grunngildum og skilyrðum sem kveðið er á um í 2. mgr. 6. gr. og 7. gr. laga um opinber fjármál, að teknu tilliti til 10. gr. laganna. Í samræmi við breyttar afkomu- og skuldahorfur hins opinbera er á árunum 2020–2022 vikið frá skilyrðum 1.–3. tölul. 7. gr. laganna, svo sem heimilt er skv. 1. mgr. 10. gr. laganna.

Samþykkt á Alþingi 3. september 2020.