Ferill 858. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2099  —  858. mál.




Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Jóni Gunnarssyni um fjölda umsókna um starfsleyfi.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margar umsóknir eru í vinnslu eða bíða úrvinnslu hjá stofnunum og úrskurðarnefndum á málefnasviði ráðherra um álit og leyfi til þess að hefja undirbúning og hönnun, framkvæmdir og/eða atvinnurekstur? Svar óskast sundurliðað eftir stofnunum og úrskurðarnefndum og upplýsingum um hvenær umsóknirnar bárust.

    Á málefnasviði ráðherra eru eftirfarandi stofnanir sem veita álit eða leyfi til þess að hefja undirbúning og hönnun, framkvæmdir og/eða atvinnurekstur. Meðfylgjandi er listi yfir þau leyfi sem eru í vinnslu hjá viðkomandi stofnunum, á grundvelli hvaða laga þær umsóknir eru lagðar fram, ásamt upplýsingum um hvenær umsókn barst.

1. Orkustofnun.
Umsóknir Umsókn barst
Umsókn um nýtingarleyfi á grundvelli 6. gr. laga nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, á grunnvatni fyrir Tungusilung í Tálknafirði. 22.2.2019
Umsókn um nýtingarleyfi á grundvelli 6. gr. laga nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, á grunnvatni á Röndinni Kópaskeri. 27.4.2020
Umsókn um nýtingarleyfi á grundvelli 6. gr. laga nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, á jarðhita úr holu í landi Lóns 1 og 2 í Norðurþingi. 30.4.2020
Umsókn um nýtingarleyfi á grundvelli 6. gr. laga nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, á jarðhita í landi Hverhóla í Skagafirði. 7.2.2020
Umsókn um nýtingarleyfi á grundvelli 6. gr. laga nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, á jarðhita á Efri-Reykjum, Bláskógabyggð. 28.2.2020
Umsókn um nýtingarleyfi á grundvelli 6. gr. laga nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, á jarðhita á Efri-Reykjum í Bláskógabyggð. 6.3.2020
Umsókn um nýtingarleyfi á grundvelli 6. gr. laga nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, á jarðhita í landi Lóns 1 og 2 í Norðurþingi. 20.4.2020
Umsókn um nýtingarleyfi á grundvelli 6. gr. laga nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, á jarðhita í Svartsengi. 13.7.2020
Umsókn um nýtingarleyfi á grundvelli 6. gr. laga nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, á jarðhita á Laugum í Súgandafirði. 7.8.2020
Umsókn um endurnýjun leyfis á grundvelli 3. gr. laga nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, til nýtingar malarefnis af hafsbotni í Kiðafellsnámu í Hvalfirði. 16.1.2019
Umsókn um leyfi, á grundvelli 3. gr. laga nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, til nýtingar malarefnis af hafsbotni í Hrafneyrarnámu í Hvalfirði. 16.1.2019
Umsókn um endurnýjun leyfis, á grundvelli 3. gr. laga nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, til nýtingar malarefnis af hafsbotni í Brekkuboða í Hvalfirði. 16.1.2019
Umsókn um endurnýjun leyfis, á grundvelli 3. gr. laga nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, til nýtingar malarefnis af hafsbotni í sunnanverðum Faxaflóa á Fláskarðskrika, við Sandhala og Ólastað. 16.1.2019
Umsókn um endurnýjun leyfis, á grundvelli 3. gr. laga nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, til nýtingar malarefnis af hafsbotni í Laufagrunnsnámu í Hvalfirði. 18.1.2019
Umsókn um leyfi, á grundvelli 3. laga nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, til efnistöku af hafsbotni við Engey í Kollafirði. 18.1.2019
Umsókn um leyfi, á grundvelli 3. laga nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, til efnistöku af hafsbotni á Þerneyjarsundi í Kollafirði. 23.6.2020
Umsókn um leyfi, á grundvelli 3. laga nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, til efnistöku af hafsbotni í Saltvíkurnámum í Kollafirði. 23.6.2020
Umsókn um nýtingarleyfi á grundvelli 3. gr. laga nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, vegna vinnslu á kalkþörungaseti úr Ísafjarðardjúpi. 28.5.2020
Umsókn um virkjunarleyfi á grundvelli 4. gr. raforkulaga til aflaukningar í Sultartangastöð. 22.11.2019
Umsókn um virkjunarleyfi á grundvelli 4. gr. raforkulaga fyrir jarðhitavirkjun á Efri-Reykjum í Bláskógabyggð. 16.12.2019
Umsókn um virkjunarleyfi á grundvelli 4. gr. raforkulaga nr. 65/2003, fyrir virkjun Þverár í Vopnafirði. 20.4.2020

2. Ferðamálastofa.
    Hjá Ferðamálastofu liggja fyrir eftirfarandi umsóknir um starfsleyfi:
          *      Umsókn um leyfi til að starfa sem ferðasali dagsferða: 15 umsóknir á grundvelli 7. og 8. gr. laga um Ferðamálastofu, nr. 96/2018, eru í vinnslu eða bíða vinnslu. Þær bárust á tímabilinu 18.12.2019 til 20.08.2020.
          *      Umsókn um leyfi til að starfa sem ferðaskrifstofa:17 umsóknir á grundvelli 7. og 8. gr. laga um Ferðamálastofu, nr. 96/2018, eru í vinnslu eða bíða vinnslu. Þær bárust á tímabilinu 18.12.2019 til 20.08.2020.

    Ekki eru á forræði eða málefnasviði ráðuneytisins starfandi úrskurðarnefndir sem veita álit eða leyfi til þess að hefja undirbúning og hönnun, framkvæmdir og/eða atvinnurekstur.