Ferill 1000. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2100  —  1000. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (strandveiðar).

Flm.: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.


1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 6. gr. a skal ráðherra vera heimilt að ráðstafa aflamagni í óslægðum botnfiski skv. 5. mgr. 8. gr. til veiða með handfærum til 30. september 2020.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Frumvarp þetta heimilar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að leyfa strandveiðar við strendur Íslands í septembermánuði ársins 2020. Er þar um að ræða nauðsynlega mótvægisaðgerð við efnahagslegum áföllum sem dunið hafa yfir landið í kjölfar kórónaveirufaraldurs.