Ferill 291. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 327  —  291. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um umhverfistölfræði bílaflotans.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hver er heildarfjöldi ökutækja í hverjum ökutækjaflokki? Hver er áætluð meðalþyngd ökutækja og heildarfjöldi ekinna kílómetra í hverjum flokki, skipt eftir þyngdartíund? Svar óskast sundurliðað eftir ökutækjaflokkum og eftir tegund aflgjafa innan hvers flokks, þ.e. bensín, dísill, rafmagn, blanda tveggja eða annað.
     2.      Hvert er meðalkolefnisspor hvers ökutækjaflokks fyrir sig? Hvaða aðferðafræði telur ráðherra sanngjarnast að beita til þess að reikna út kolefnisspor hvers ökutækjaflokks fyrir sig miðað við heildarlíftíma ökutækja og notkun?
     3.      Hvernig telur ráðherra að þróun orkuskipta væri í bílaflotanum ef ekki væri fyrir stuðning stjórnvalda, t.d. með niðurfellingu vörugjalda á rafbíla? Hvaða áhrif telur ráðherra að stefna stjórnvalda í loftslagsmálum hafi á samsetningu bílaflotans? Hver væri eðlileg þróun á samsetningu ökutækja án aðkomu stjórnvalda og hver er munurinn í kolefnisspori með og án stefnu stjórnvalda?


Skriflegt svar óskast.