Ferill 347. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 404  —  347. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um yfirtöku lífeyrisskuldbindinga Bændasamtakanna.

Frá Þorsteini Víglundssyni.


     1.      Er samkomulag um að ríkið taki yfir lífeyrisskuldbindingar Bændasamtakanna að upphæð 172 millj. kr. á ári frá og með næstu áramótum og er fjárhæðin föst? Ef svo er ekki, hvernig er búist við að fjárhæðin þróist á næstu árum og áratugum?
     2.      Miðast samningur ríkisins um greiðslu lífeyrisskuldbindinga Bændasamtakanna við sömu tímamörk og eru í tímabundnum búvörusamningum um lækkandi framlög ríkisins vegna þeirra?
     3.      Hvert er núvirði lífeyrisskuldbindinga Bændasamtakanna sem ríkið hefur tekið yfir og hvert er núvirði þess hluta skuldbindingarinnar sem fellur innan gildistíma búvörusamninga?
     4.      Stendur til að ríkið taki yfir lífeyrisskuldbindingar annarra félagasamtaka á næstunni? Hvaða skilyrði þurfa félagasamtök að uppfylla til þess að ríkið taki yfir lífeyrisskuldbindingar þeirra?


Skriflegt svar óskast.