Ferill 353. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 410  —  353. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um raforkuflutning í Finnafirði.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.

     1.      Hvernig hyggst ráðherra bæta raforkuflutning í Finnafirði til að tryggja framkvæmdir og framtíðarstarfsemi á svæðinu, sbr. samstarfssamning sem var undirritaður í apríl sl. um þróun og uppbyggingu hafnarstarfsemi í Finnafirði og svar við fyrirspurn á þskj. 1815 frá 145. löggjafarþingi um aðkomu ríkisins að því að bæta raforkuflutning á svæðinu?
     2.      Hver er tímarammi þessa verkefnis?
     3.      Hvert er kostnaðarmatið og hefur verið gert ráð fyrir kostnaði í fjárlögum fyrir næsta ár?
     4.      Liggur fyrir kostnaðar- og ábatagreining fyrir Ísland vegna þessa verkefnis, m.a. með tilliti til atvinnuuppbyggingar? Ef svo er, hver er niðurstaða þeirrar greiningar? Ef ekki, hvenær má vænta þess að sú vinna fari fram?


Skriflegt svar óskast.