Ferill 357. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 416  —  357. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um málsmeðferð hjá sýslumanni í umgengnismálum.

Frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.


     1.      Í hvaða tilvikum sem upp kunna að koma í umgengnismálum sendir sýslumaður tilkynningu til barnaverndarnefndar? Er það ávallt tilkynnt til barnaverndarnefndar ef foreldri hefur hlotið úrskurð um að greiða dagsektir og, ef svo er, hvers vegna?
     2.      Telur ráðherra að það hafi nægilegt vægi í umgengnismálum þegar fyrir liggja lögreglutilkynningar um ofbeldi foreldris gagnvart barni eða hinu foreldrinu? Ættu slíkar tilkynningar að hafa meira vægi í slíkum málum en öðrum málum?
     3.      Hvaða starfsfólk hjá sýslumannsembættunum hefur heimild til að taka viðtöl við börn og eru slík viðtöl tekin þó að barn hafi þegar farið í viðtal í Barnahúsi og fyrir liggi gögn þaðan um afstöðu barnsins?
     4.      Telur ráðherra að það gangi gegn hagsmunum barna að engin takmörk séu á því hversu oft sé hægt að óska eftir úrskurði sýslumanns um umgengni, álagningu dagsekta eða höfðun forsjármáls fyrir dómi?