Ferill 385. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 491  —  385. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um eftirlit með gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvernig var háttað eftirliti með því að í gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands væri fylgt ákvæðum skilmála bankans um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt fjárfestingarleið við losun gjaldeyrishafta, m.a.:
                  a.      um uppruna fjármuna með vísan til reglna um eftirlit með peningaþvætti, og
                  b.      um það að fjárfestir hafi verið raunverulegur eigandi fjármuna svo að viðskipti hafi verið framkvæmd fyrir eigin reikning fjárfestis en ekki fyrir hönd annars aðila, sbr. skýrslu Seðlabanka Íslands frá því í ágúst 2019 um gjaldeyrisútboð bankans?
     2.      Telur ráðherra koma til greina að birta nöfn raunverulegra eigenda sem fengu samþykkt tilboð og nutu með þeim hætti þeirra kjara sem buðust af hálfu Seðlabanka Íslands í umræddum gjaldeyrisviðskiptum?


Skriflegt svar óskast.