Ferill 404. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 557  —  404. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Er gert ráð fyrir að allar heilsugæslustöðvar á landinu skimi fyrir leghálskrabbameini? Ef svo er, hvaða fagaðilar munu bera ábyrgð á skimuninni?
     2.      Eru uppi áform um að skima fyrir brjóstakrabbameini á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri? Ef svo er, hvaða rök eru fyrir því?
     3.      Verður skimunin með öllu gjaldfrjáls?
     4.      Er gert ráð fyrir að konur verði áfram kallaðar inn til skimunar eins og tíðkast í núverandi fyrirkomulagi?