Ferill 407. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 560  —  407. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um greiðslur til sauðfjárbúa árin 2014–2018.

Frá Jóni Steindóri Valdimarssyni.


     1.      Hverjar voru heildargreiðslur til sauðfjárbúa á grundvelli samninga um starfsskilyrði sauðfjárræktar árin 2014–2018? Óskað er eftir sundurgreiningu eftir árum og tegund greiðslna. Jafnframt komi fram fjöldi ærgilda sem liggja til grundvallar greiðslum og hve mörg sauðfjárbú fengu greiðslur.
     2.      Hverjar voru heildargreiðslur til sauðfjárbúa sem voru með fleiri en 200 ærgildi? Óskað er eftir sundurgreiningu eftir árum, tegund greiðslna, ærgildum, ásamt fjölda búa.
     3.      Hverjar voru heildargreiðslur til hvers sauðfjárbús í hópi þeirra sem voru með fleiri en 200 ærgildi? Óskað er eftir sundurliðun þar sem fram komi upphæð á hvert sauðfjárbú fyrir sig, sundurgreint eftir heiti þess, póstnúmeri, árum, tegund greiðslna og ærgildum.


Skriflegt svar óskast.