Ferill 434. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 598  —  434. mál.
Stjórnartillaga.



Tillaga til þingsályktunar


um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020–2024.


Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.



    Alþingi ályktar, sbr. lög um samgönguáætlun, að á árunum 2020–2024 skuli unnið að samgöngumálum í samræmi við eftirfarandi aðgerðaáætlun sem er hluti af og innan ramma samgönguáætlunar fyrir árin 2020–2034 þar sem mörkuð er stefna og markmið sett fyrir allar greinar samgangna á gildistíma áætlunarinnar. Aðgerðaáætlunin taki mið af ramma fjármálaáætlunar fyrir árin 2020–2024. Fjárhæðir eru á verðlagi eins og það birtist í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2020 og eru í milljónum króna.

Tafla 1 – Fjármálaáætlun 2020–2024.
Fjármálaáætlun 2020–2024 2020 2021 2022 2023 2024 Samtals
Samgöngur samtals 45.417 44.516 37.543 39.273 37.899 204.648
10-211 Vegagerðin 38.843 38.109 31.309 33.018 31.706 172.985
    101 Almennur rekstur 1.140 1.118 1.095 1.084 1.073 5.510
    107 Þjónusta 6.191 6.191 6.191 6.191 6.191 30.955
    115 Styrkir til almenningssamgangna 3.461 3.391 3.323 3.290 3.257 16.722
    610 Framkvæmdir á vegakerfinu 27.035 26.581 20.069 21.866 20.604 116.155
    620 Framkvæmdir við vita og hafnir 871 773 577 534 528 3.283
    682 Botndælubúnaður við Landeyjahöfn 144 54 53 52 52 355
221-101 Samgöngustofa 2.731 2.679 2.627 2.597 2.571 13.199
231-101 Rannsóknarnefnd samgönguslysa 173 169 166 164 163 835
241-670 Hafnabótasjóður 923 1.023 1.023 1.073 1.062 5.104
252-101 Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta 2.541 2.538 2.421 2.421 2.397 12.318
998-130 Varasjóður málaflokks 206 206
Verðlag fjárlagafrumvarps 2020.


1. SAMGÖNGUSTOFA

Tafla 2 – Fjármál Samgöngustofu.
Tekjur og framlög
Verðlag fjárlaga. 2020. Fjárhæðir í millj. kr. 2020 2021 2022 2023 2024 Samtals
Framlag úr ríkissjóði 1.340 1.315 1.289 1.274 1.261 6.479
Rekstrartekjur 1.391 1.364 1.338 1.323 1.310 6.726
Til ráðstöfunar alls 2.731 2.679 2.627 2.597 2.571 13.199
Gjöld
Verðlag fjárlaga 2020. Fjárhæðir í millj. kr. 2020 2021 2022 2023 2024 Samtals
Stjórnsýsla og rekstur 702 688 674 666 659 3.389
Forvarnir og öryggisáætlanir Íslands 231 229 226 224 223 1.132
Eftirlit með innlendum aðilum 831 814 798 788 780 4.010
Eftirlit með erlendum aðilum 71 70 68 67 67 343
Þjónusta og skrár í umsjón Samgöngustofu 862 844 827 818 809 4.160
Rannsóknir, þróun og umhverfismál 34 34 33 34 33 171
Samtals 2.731 2.679 2.627 2.597 2.571 13.199

2. FLUGVELLIR OG FLUGLEIÐSÖGUÞJÓNUSTA
Tafla 3 – Fjármál flugmála.
Tekjur og framlög
Verðlag fjárlaga 2020. Fjárhæðir í millj. kr. 2020 2021 2022 2023 2024 Samtals
Framlög úr ríkissjóði 2.541 2.538 2.421 2.421 2.397 12.318
Rekstrartekjur 600 600 600 600 600 3.000
Til ráðstöfunar alls 3.141 3.138 3.021 3.021 2.997 15.318
Gjöld
Verðlag fjárlaga 2020. Fjárhæðir í millj. kr. 2020 2021 2022 2023 2024 Samtals
Rekstur og þjónusta 2.584 2.584 2.584 2.584 2.584 12.920
Stofnkostnaður (sjá sundurliðun í töflu 4) 30 0 0 0 0 30
Viðhald og reglubundin endurnýjun búnaðar (sjá sundurliðun í töflu 5) 527 554 437 437 413 2.368
Gjöld alls 3.141 3.138 3.021 3.021 2.997 15.318

Tafla 4 – Stofnkostnaður – sundurliðun.
Verðlag fjárlaga 2020. Fjárhæðir í millj. kr. 2020 2021 2022 2023 2024 Samtals
Alþjóðaflugvellir í grunnneti
Reykjavík 30 0 0 0 0 30
Akureyri 0 0 0 0 0 0
Egilsstaðir 0 0 0 0 0 0
Samtals alþjóðaflugvellir í grunnneti 0 0 0 0 0 30
Samtals aðrir flugvellir í grunnneti 0 0 0 0 0 0
Samtals aðrir flugvellir og lendingarstaðir 0 0 0 0 0 0
Samtals stofnkostnaður 30 0 0 0 0 30

Tafla 5 –Viðhald og reglubundin endurnýjun búnaðar – sundurliðun.
Verðlag fjárlaga 2020. Fjárhæðir í millj. kr. 2020 2021 2022 2023 2024 Samtals
Alþjóðaflugvellir í grunnneti
Sameiginl. Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 0 15 15 30 15 75
Reykjavík Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 127 380 290 71 245 1.113
Byggingar og búnaður 8 0 20 0 0 28
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 7 0 0 0 0 7
Akureyri Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 52 5 0 0 0 57
Byggingar og búnaður 0 18 0 0 0 18
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 3 0 0 0 0 3
Egilsstaðir Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 0 0 0 0 0 0
Byggingar og búnaður 0 0 15 0 0 15
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 3 0 0 0 0 3
Samtals alþjóðaflugvellir í grunnneti 200 418 340 101 260 1.319
Aðrir flugvellir í grunnneti
Vestmannaeyjar Hönnun aðflugs á öðrum flugvöllum 3 3 3 3 3 15
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 86 92 178
Byggingar og búnaður 0
Ísafjörður Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 0
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 97,5 97,5
Byggingar og búnaður 0
Bíldudalur Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 0
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 0
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 0
Gjögur Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 35 35
Húsavík Byggingar og búnaður 74,5 74,5
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 2 2
Grímsey Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 42 42
Þórshöfn Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 85 85
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 90 21 111
Vopnafjörður Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 61,5 61,5
Hornafjörður Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða 88 88
Byggingar og búnaður 6
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 115 115
Samtals aðrir flugvellir í grunnneti 309,5 95 88 319,5 98,5 904,5
Aðrir flugvellir og lendingarstaðir
    Hönnun aðflugs 1 1 1 1 1 5
    Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða
Blönduós 0 0 0 0 19 19
Fagurhólsmýri 0 0 0 0 16 16
Samtals aðrir flugvellir og lendingarstaðir 1 1 1 1 36 40
Sameiginleg verkefni
    Til leiðréttinga og brýnna verkefna 16,5 40 8 15,5 18,5 98,5
Samtals sameiginleg verkefni 16,5 40 8 15,5 18,5 98,5
Samtals viðhald og reglubundin endurnýjun búnaðar 527 554 437 437 413 2.368


3. VEGAGERÐIN

Tafla 6 – Fjármál Vegagerðarinnar.
Tekjur og framlög
Verðlag fjárlaga 2020. Fjárhæðir í millj. kr. 2020 2021 2022 2023 2024 Samtals
10-211 Vegagerðin
Rekstrarframlög 10.360 10.268 10.177 10.133 10.089 51.026
Fjárfestingarframlög 28.050 27.408 20.699 22.452 21.184 119.793
Framlög úr ríkissjóði samtals 38.410 37.676 30.876 32.585 31.273 170.819
Almennar sértekjur 423 423 423 423 423 2.114
Tekjur af Landeyjahöfn 10 10 10 10 10 50
Sértekjur samtals 433 433 433 433 433 2.164
Til ráðstöfunar samtals 38.843 38.108 31.308 33.017 31.705 172.982
10-241 Hafnaframkvæmdir
Rekstrarframlög 923 1.023 1.023 1.073 1.062 5.104
Framlög úr ríkissjóði samtals 923 1.023 1.023 1.073 1.062 5.104
Til ráðstöfunar samtals 923 1.023 1.023 1.073 1.062 5.104
Gjöld
Verðlag fjárlaga 2020. Fjárhæðir í millj. kr. 2020 2021 2022 2023 2024 Samtals
10-211 Vegagerðin
Rekstur
Almennur rekstur 906 883 860 849 838 4.337
    Stjórn og undirbúningur 488,4 466,0 443,0 432,0 421,0
    Sértekjur -224,7 -224,7 -224,7 -224,7 -224,7
    Vaktstöð siglinga 292,0 292,0 292,0 292,0 292,0
    Viðhald vita og leiðsögukerfa 200,0 200,0 200,0 200,0 200,0
    Rekstur Landeyjahafnar 10,0 10,0 10,0 10,0 10,0
    Sértekjur -10,0 -10,0 -10,0 -10,0 -10,0
    Rannsóknir 150,0 150,0 150,0 150,0 150,0
Þjónusta 5.993 5.993 5.993 5.993 5.993 29.967
    Svæði og rekstrardeild (sértekjur) -198,0 -198,0 -198,0 -198,0 -198,0
    Almenn þjónusta 2.476,6 2.476,6 2.476,6 2.476,6 2.476,6
    Vetrarþjónusta 3.714.8 3.714.8 3.714.8 3.714.8 3.714.8
Styrkir til almenningssamgangna 3.461 3.391 3.323 3.290 3.257 16.722
    Ferjur, sérleyfi á landi, innanlandsflug 2.455,0 2.385,0 2.317,0 2.284,0 2.251,0
    Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu 1.006,0 1.006,0 1.006,0 1.006,0 1.006,0
Fjárfestingar
Framkvæmdir á vegakerfinu
    Viðhald 9.960 10.700 10.700 10.500 10.500 52.360
    Nýframkvæmdir (sjá sundurliðun í töflu 7) 17.075 15.881 9.369 11.366 10.104 63.795
Framkvæmdir við vita og hafnir 871 773 577 534 528 3.283
    Vitabyggingar 15 15 15 20 20
    Sjóvarnargarðar (sjá sundurliðun í töflu 10) 120 150 150 150 150
    Landeyjahöfn 713 538 377 334 328
    Ferjubryggjur 3 3 50 10 10
    Hafna- og strandrannsóknir 5 10 10 15 15
    Botndælubúnaður við Landeyjahöfn 144 54 53 52 52 355
Samtals Vegagerðin 10-211 38.410 37.676 30.876 32.585 31.273 170.819
10-241 Hafnaframkvæmdir
Rekstur
Hafnabótasjóður (sjá sundurliðun í töflu 9) 923 1.023 1.023 1.073 1.062 5.104
Samtals hafnaframkvæmdir 10-241 923 1.023 1.023 1.073 1.062 5.104


Tafla 7 – Vegáætlun 2020–2024 – sundurliðun nýframkvæmda.
Vísitala áætlana 17.200.

Suðursvæði I.
Eftirstöðvar
Vegnr. Vegheiti Lengd kostnaðar 1.1.2020 2025+
Kaflanr. Kaflaheiti kafla [km] [m.kr.] 2020 2021 2022 2023 2024 Framhald
Undirbúningur verka utan áætlunar 260 50 50 50 50 60
1 Hringvegur
b2–b4 Um Mýrdal * 13,3 (6.500–8.000) 20 20 20 20 20
b4 Um Gatnabrún og öryggisaðgerðir í Vík 2,5 500 500
b5 Jökulsá á Sólheimasandi 0,5 550 350 200
d2–d5 Norðaustan Selfoss, brú yfir Ölfusá ** 5 6.000 10 10
d6 Biskupstungnabraut – Varmá 8,9 5.450 1.950 2.150 1.350
d6–d8 Varmá – Kambar 3,0 2.700 1.200 1.200 +
30 Skeiða- og Hrunamannavegur
08 Einholtsvegur – Biskupstungnabraut 4,4 250 250
34 Eyrarbakkavegur
01–02 Hringtorg og undirgöng við Suðurhóla 1 220 220
355 Reykjavegur
01 Biskupstungnabraut – Laugarvatnsvegur 8 200 200
Samtals Suðursvæði I 3.050 2.930 1.420 1.270 1.280
* Leitað verði leiða til að fjármagna hringveg um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli í samstarfi við einkaaðila.
** Leitað verði leiða til að fjármagna hringveg norðaustan Selfoss, brú yfir Ölfusá í samstarfi við einkaaðila.


Suðursvæði II (Reykjavík og Suðvestursvæði).
Eftirstöðvar
Vegnr. Vegheiti Lengd kostnaðar 1.1.2020 2025+
Kaflanr. Kaflaheiti kafla [km] [m.kr.] 2020 2021 2022 2023 2024 Framhald
Undirbúningur verka utan áætlunar 250 50 50 50 50 50
1 Hringvegur
f5 Um Kjalarnes 8 4.000 400 1.900 1.100 600
41 Reykjanesbraut
15 Tenging við Álhellu 150 150
417 Bláfjallavegur og
407 Bláfjallaleið 12,7 50 50
Framlag ríkis til Samgöngusáttmála *** 2.000 2.000 2.000 2.000 2.000 +
Samtals Suðursvæði II 2.650 3.950 3.150 2.650 2.050
*** Framkvæmdaáætlun Samgöngusáttmála má sjá í töflu 8.

Vestursvæði.
Eftirstöðvar
Vegnr. Vegheiti Lengd kostnaðar 1.1.2020 2025+
Kaflanr. Kaflaheiti kafla [km] [m.kr.] 2020 2021 2022 2023 2024 Framhald
Undirbúningur verka utan áætlunar 260 50 50 50 50 60
1 Hringvegur
g6–g7 Um Borgarnes, öryggisaðgerðir 150 150
h4 Um Heiðarsporð (Biskupsbeygja) 2,5 350 350
54 Snæfellsnesvegur
10 Um Fróðárheiði 4,5 70 70
60 Vestfjarðavegur
25–28 Um Gufudalssveit 25,8 7.200 1.500 2.700 700 2.300
35–37 Dynjandisheiði 35,2 5.800 550 1.050 800 1.400 1.800 +
61 Djúpvegur
35 Um Hattardalsá 2 350 350
509 Akranesvegur
02 Faxabraut, hækkun vegar og sjóvörn 0,6 500 100 400
612 Örlygshafnarvegur
03 Um Hvallátur 2,1 150 150
612 Strandavegur
03 Um Veiðileysuháls 12,0 750 300 +
Samtals Vestursvæði 2.770 4.700 1.550 3.750 2.160


Norðursvæði.
Eftirstöðvar
Vegnr. Vegheiti Lengd kostnaðar 1.1.2020 2025+
Kaflanr. Kaflaheiti kafla [km] [m.kr.] 2020 2021 2022 2023 2024 Framhald
Undirbúningur verka utan áætlunar 260 50 50 50 50 60
1 Hringvegur
r6 Jökulsá á Fjöllum 2 2.200 5 5 5 5 5 +
73 Þverárfjallsvegur um Refasveit
74 og Skagastrandarvegur um Laxá 16,3 1.500 200 500 800
85 Norðausturvegur
27 Brekknaheiði 7,6 1.100 200 900
815 Hörgárdalsvegur
01 Skriða – Brakandi 4 250 250
829 Eyjafjarðarbraut vestri
02 Um Hrafnagil 1,8 300 300
862 Dettifossvegur
02–03 Súlnalækur – Ásheiði 14,6 950 750 200
Samtals Norðursvæði 1.055 555 255 755 1.765


Austursvæði.
Eftirstöðvar
Vegnr. Vegheiti Lengd kostnaðar 1.1.2020 2025+
Kaflanr. Kaflaheiti kafla [km] [m.kr.] 2020 2021 2022 2023 2024 Framhald
Undirbúningur verka utan áætlunar 260 50 50 50 50 60
1 Hringvegur
t3 Lagarfljót 4,5 2.000 220 +
v4–v5 Um Berufjarðarbotn 4,7 100 100
x1–x2 Um Hvalnes- og Þvottárskriður 0,2 150 150
x6–x9 Um Hornafjarðarfljót *** 18 2,450 (50%) 10 750 700 700 290
y2 Um Steinavötn 350 350
94 Borgarfjarðarvegur
03–04 Eiðar – Laufás 14,7 750 400 +
06–07 Um Vatnsskarð 8,8 220 220
923 Jökuldalsvegur
01 Gilsá – Arnórsstaðir 3,4 280 280
939 Axarvegur
01–02 Um Öxi **** 20 1,400 (50%) 500 400 500
Samtals Austursvæði 1.380 1.300 1.150 1.250 850
Samtals almenn verkefni 10.905 13.435 7.525 9.675 8.005
**** Leitað verði leiða til að fjármagna Axarveg og hringveg um Hornafjarðarfljót í samstarfi við einkaaðila (50%).

Jarðgangaáætlun.
Eftirstöðvar
Vegnr. Vegheiti Lengd kostnaðar 1.1.2020 2025+
Kaflanr. Kaflaheiti kafla [km] [m.kr.] 2020 2021 2022 2023 2024 Framhald
60 Vestfjarðavegur
39 Dýrafjarðargöng 11,8 3.700 3.700
93 Seyðisfjarðarvegur
Fjarðarheiðargöng 13,4 17.500 (50%) 100 100 1.000 1.000 1.000 +
Samtals jarðgangaáætlun 3.800 100 1.000 1.000 1.000


Sameiginlegt.
2025+
2020 2021 2022 2023 2024 Framhald
Tengivegir, bundið slitlag 1.020 1.000 989 956 1.244 +
Breikkun brúa 500 500 500 500 500 +
Hjóla- og göngustígar 265 261 270 150 270 +
Samgöngurannsóknir 20 20 20 20 20 +
Héraðsvegir 110 110 110 110 110 +
Landsvegir utan stofnvegakerfis 160 160 160 160 160 +
Styrkvegir 100 100 100 100 100 +
Reiðvegir 75 75 75 75 75 +
Smábrýr 50 50 50 50 50 +
Girðingar 60 60 60 60 60 +
Sameiginlegur jarðgangakostnaður 10 10 10 10 10 +
Samtals sameiginlegt 2.370 2.346 2.344 2.191 2.599
Samtals nýframkvæmdir 17.075 15.881 10.869 12.866 11.604
Þar af ófjármagnað í fjármálaáætlun 1.500 1.500 1.500


Tafla 8 – Samgöngusáttmálinn – Framkvæmdaáætlun.
Framkvæmdir að hluta fjármagnaðar af samgönguáætlun. Bein framlög af samgönguáætlun til Samgöngusáttmála, sjá töflu 7.

Eftirstöðvar
Vegnr. Vegheiti Lengd kostnaðar 1.1.2020 2025+
Kaflanr. Kaflaheiti kafla [km] [m.kr.] 2020 2021 2022 2023 2024 Framhald
1 Hringvegur
e3 Bæjarháls – Vesturlandsvegur 1 440 440
41 Reykjanesbraut
04–11 Holtavegur – Stekkjarbakki 2.200 1.100 1.100
12 Gatnamót við Bústaðaveg 1.100 1.100
13 Álftanesvegur – Lækjargata 13.100 500 +
14 Kaldárselsvegur – Krýsuvíkurvegur 3,3 2.600 1.600
49 Miklabraut
03–04 Stokkur 21.800 1.100 4.300 7.100 +
411 Arnarnesvegur
Rjúpnavegur – Breiðholtsbraut 1,3 1.600 1.600
Borgarlína
Ártún – Hlemmur 8.600 500 3.200 3.200 1.400
Hamraborg – Hlemmur 8.500 500 3.200 3.200 1.300
Mjódd – BSÍ 8.400 1.600 +
Hamraborg – Lindir 3.600 2.100 1.500
Hjóla- og göngustígar 750 750 750 750 360 +
Umferðarstýring, aukið umferðarflæði og öryggisaðgerðir 390 390 390 390 510 +
Göngubrýr og undirgöng 150 150 150 150 150 +
Samtals Samgöngusáttmálinn 3.890 11.930 9.890 10.390 11.720

Tafla 9 – Hafnabótasjóður – sundurliðun framkvæmda og fjárveitinga.
Framkvæmdir í höfnum í grunnneti.
Skýringar: Frumáætlun um heildarkostnað við framkvæmdir, virðisaukaskattur meðtalinn í kostnaði en ekki í fjárveitingu. Verðlag frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2020 í millj. kr.
Höfn
Kostnaður 2020 2021 2022 2023 2024 2025+ Hlutur
ríkissj.
Verkefni Heildar-
kostn.
Lokið
1.1.2020
Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv.
Snæfellsbær
Ólafsvík: Lenging Norðurgarðs (60 m, 24.500 m3) 161,4 149,4 12,0 5,8 60%
Ólafsvík: Norðurtangi endurbyggður (stálþil 120 m, dýpi 5,5 m) 310,7 41,0 24,8 125,3 75,8 144,4 87,3 75%
Ólafsvík: Dýpkun innsiglingar í 7 m. Magn 35.000 m³ 44,0 44,0 21,3 60%
Rifshöfn: Dýpkun innsiglingar og innan hafnar 30,0 30,0 18,1 75%
Ólafsvík: Stækkun trébryggju, löndunaraðstaða bætt (160 m²) 24,0 24,0 11,6 60%
Grundarfjörður
Lenging Norðurgarðs, stálþil, þekja og lagnir (130 m með 30 m gafl, dýpi 10 m) 490,0 169,0 169,1 81,8 151,9 73,5 60%
Lenging Norðurgarðs, brimvörn (7500 m³ kjarni og grjót, dæld fylling 30.000 m³) 110,0 39,0 71,0 34,4 60%
Norðurgarður: Endurbygging steyptrar kerjabryggju (90 m, dýpi 6 m) 248,0 64,0 38,7 120,0 72,6 + 75%
Stykkishólmur
Smábátaaðstaða (flotbryggja 20 m, landstöpull) 23,0 23,0 11,1 60%
Stykkishöfn: Hafskipabryggja lengd um 40 m 135,0 45,0 21,8 90,0 43,5 60%
Vesturbyggð
Bíldudalur: Tenging stórskipakants og hafskipakants (stálþil 57 m, dýpi 8 m) 169,0
41,3
66,1
32,0
61,6
29,8







60%
Bíldudalur: Endurbygging hafskipabryggju (stálþil 99 m, 50 m dýpi 5 m, 49 m dýpi 8 m) 218,0 126,3 42,2 25,5 49,5 29,9 75%
Brjánslækur: Smábátaaðstaða norðan við höfnina, 140 m hafnargarður og færsla flotbryggju 64,0 30,0 18,0 34,0 16,5 60%
Ísafjörður
Ísafjörður: Sundabakki, nýr kantur (stálþil 150 m, dýpi 10 m) 423,0 84,6 40,9 170,0 82,3 168,4 81,5 60%
Ísafjörður: Dýpkun (9 m dýpi, 225.000 m³) 196,0 106,0 51,3 90,0 43,5 60%
Þingeyri: Endurbygging innri hafnagarðs, 1. áfangi 115 m, dýpi
5–7 m
275,0 40,0 24,2 100,0 60,5 + 75%
Bolungarvík
Grundargarður sandfangari og endurbygging (12.500 m3) 35,5 35,5 17,2 60%
Lækjarbryggja: Endurbygging trébryggju 112 m, dýpi 5 m 239,0 35,0 21,2 157,0 95,0 47,0 28,4 75%
Skagaströnd
Endurbygging Ásgarðs (stálþil 105 m, dýpi 5m) 245,0 47,6 28,8 106,3 64,3 91,1 55,1 75%
Endurbygging kants milli Ásgarðs og Miðgarðs, trébryggja 48 m 80,0 20,0 12,1 + 75%
Skagafjörður
Sauðárkrókur: Endurbygging Efri garðs (stálþil 70 m, dýpi 8 m) 210,0 109,0 65,9 101,0 61,1 75%
Hofsós: Endurbygging Norðurgarðs (grjótvörn, 4.500 m³, stálþil
60 m, dýpi 4,5 m)
158,0 41,0 24,8 117,0 70,8 75%
Sauðárkrókur: Endurbygging Efri garðs (85 m stálþil, dýpi 8 m) 242,0 69,0 41,7 120,0 72,6 + 75%
Sauðárkrókur: Stofndýpkun snúningsrýmis (48.000 m³, dýpi 8,5 m) 52,1 52,1 25,2 60%
Sauðárkrókur – Lenging sandfangara um 30 m 60,0 20,0 9,7 + 60%
Fjallabyggð
Siglufjörður: Innri höfn (stálþil 110 m, dýpi 4 m) 218,0 7,5 4,5 45,0 27,2 82,0 49,6 83,5 50,5 75%
Dalvík
Hauganes: Flotbryggja 15,0 15,0 60%
Norðurgarður: Endurbygging stálþils 72m dýpi 6m 204,0 35,0 21,2 101,2 61,2 67,8 41,0 75%
Hafnasamlag Norðurlands (Akureyri)
Akureyri: Torfunefsbryggja. Endurbygging bryggju (120 m, 9 m dýpi) 342,0 76,0 40,6 24,6 96,0 58,1 129,4 78,3 75%
Hafnir Norðurþings
Húsavík: Þvergarður endurbyggður (stálþil 90 m, dýpi 8 m, 75 m dýpi 5 m) 375,0 146,0 88,3 124,0 75,0 105,0 63,5 75%
Húsavík: Þvergarður lengdur (stálþil 50 m, dýpi 8 m) 165,0 54,0 26,1 61,0 29,5 50,0 24,2 60%
Húsavík: Dýpkun vegna Þvergarðs í 8,0 m. Magn 20.000 m³. Gröftur 65,0 65,0 31,5 60%
Húsavík: Endurbygging Naustagarðs, timburbryggja fura (lengd um 60 m, dýpi 3 m) 110,0 20,0 12,1 75%
Raufarhöfn: Endurbygging hafskipabryggju (endurskoða) (stálþil
80 m dýpi 7 m)
240,0 62,0 37,5 110,0 66,5 + 75%
Langanesbyggð
Endurbygging Brimvarnargarðs á Bakkafirði (15.000 m³) 95,0 48,0 29,0 47,0 28,4 + 75%
Seyðisfjörður
Angorabryggja (Trébryggja 46 m, dýpi 7 m) 124,0 64,0 38,7 60,0 36,3 75%
Bjólfsbakki Endurbygging (stálþil 150 m, 7 m dýpi) 444,0 70,0 42,3 130,0 78,6 + 75%
Djúpivogur
Hafskipabryggja (stálþil 65 m og gafl 12 m, dýpi 6 m) 186,0 58,0 35,1 92,6 56,0 35,4 21,4 75%
Hornafjörður
Sandfangari við Einholtskletta (150 m, endurnýtt grjót úr Suðurfjörutanga) 254,4 164,8 79,7 89,6 43,4 60%
Miklagarðsbryggja endurbyggð (stálþil 78 m, dýpi 5 m) 218,0 62,0 37,5 112,7 68,2 43,3 26,2 75%
Vestmannaeyjar
Skipalyftubryggja endurbygging stálþils um 111 m 250,0 49,9 56,2 27,2 62,5 30,2 60%
Nausthamar, lenging á kanti um 70 m til austurs 210,0 20,0 9,7 + 60%
Þorlákshöfn
Endurbygging Svartaskersbryggju (250 m, dýpi 6m) 550,3 26,1 196,0 118,5 127,0 76,8 44,2 26,7 157,0 95,0 75%
Hafnsögubátur með a.m.k. 30 tonna togkraft 200,0 200,0 96,8 60%
Endurbygging Suðurvaragarðs (200m, dýpi 8m) 560,0 14,0 8,5 + 75%
Skurðsprengingar fyrir þilskurði Suðurvarabryggju, 140m 82,0 82,0 39,7 60%
Grindavík
Dýpkun við Miðgarð (dýpi 8 m, 5.300 m², 15.500 m³) 90,4
75,4
15,0
7,3









60%
Reykjaneshafnir
Helguvík, lenging stálþils (60 m, dýpi 10 m) 194,8 92,8 57,0 27,6 45,0 21,8 60%
Njarðvík: Innsiglingarenna (60 m breið, dýpi 8 m, grafanlegt) 52,6 52,6 25,5 60%
Njarðvík: Endurbygging Suðurgarðs (110 m, dýpi 6 m) 248,0 20,0 12,1 110,0 66,5 + 75%
Sandgerði
Dýpkun við löndunarkrana á Norðurgarði (300 m²) 6,0 6,0 2,9 60%
Endurbygging Suðurbryggju, seinni áfangi (lengd 130 m, dýpi 6 m) 274,0 50,0 30,2 120,0 72,6 + 75%
Óskipt
Frumrannsóknir 125,0 25,0 15,1 25,0 15,1 25,0 15,1 25,0 15,1 25,0 15,1 75%
Ástandsskoðun hafnarmannvirkja 35,0 3,0 4,2 7,0 4,2 7,0 4,2 7,0 4,2 7,0 4,2 75%
Viðhaldsdýpkanir og viðhald skjólgarða 378,8 76,0 44,6 77,7 49,5 78,6 48,7 69,0 45,3 57,7 35,8
Samtals áætlað í grunnneti 1495,0 789,2 1640,8 914,5 1559,9 887,8 1561,2 917,9 1628,3 943,3
Áætluð skipting vegna viðhaldsdýpkana 76,0 44,6 77,7 49,5 76,0 47,5 69,0 45,3 57,7 35,8
Ísafjörður, innsiglingarrenna (15.000 m³) 18,0 18,0 8,7 60%
Hornafjörður, í höfn (25.000 m³/ár) 195,0 39,0 26,7 39,0 26,7 39,0 26,7 39,0 26,7 39,0 26,7 85%
Grenivík, viðhaldsdýpkun (6000 m³) 14,0 14,0 6,8 60%
Sauðárkrókur viðhaldsdýpkun (10.000 m³ fjórða hvert ár) 14,0 14,0 9,6 85%
Þorlákshöfn (20.000 m³ annað hvert ár) 40,0 20,0 13,7 20,0 13,7 85%
Húsavík, viðhaldsdýpkun (15.000 m³) 18,0 18,0 8,7 60%
Óskipt 94,1 5,0 2,4 18,7 9,0 5,0 2,4 10,0 4,8 18,7 9,0 60%
Áætluð skipting frumrannsókna 125,0 25,0 15,1 25,0 15,1 20,0 12,1 21,2 12,8 25,0 15,1
Hornafjörður, rannsóknir á Grynnslunum 11,0 11,0 6,7 75%
Patreksfjörður öldustraumsrannsóknir vegna stórskipahafnar 9,0 4,0 2,4 5,0 3,0 75%
Grímsey sogrannsóknir 5,0 5,0 3,0 75%
Sauðárkrókur, hafnaskipulag og öldurannsóknir 7,0 2,0 1,2 5,0 3,0 75%
Sandgerði, hafnaskipulag og öldurannsóknir 5,0 5,0 3,0 75%
Óskipt 88,0 3,0 1,8 10,0 6,0 20,0 12,1 21,2 12,8 25,0 15,1 75%

Framkvæmdir í höfnum utan grunnnets – ríkisstyrktar.
Skýringar: Frumáætlun um heildarkostnað við framkvæmdir, virðisaukaskattur meðtalinn í kostnaði, en ekki í fjárveitingu. Verðlag samkvæmt fjárlagafrv. fyrir árið 2020 í millj. kr.
Kjördæmi Kostnaður 2020 2021 2022 2023 2024 2025+ Hlutur ríkissj.
Hafnir/hafnasamlög Heildar-
kostn.
Lokið
1.1.2020
Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv.
NORÐVESTURKJÖRDÆMI
Reykhólahreppur
Endurbygging stálþilsbryggju (dýpi 5 m, 140 m) 290,0 74,0 53,7 95,8 69,5 120,2 87,2 90%
Innsiglingaljós fyrir stærri skip, baujur við innsiglingu 16,0 16,0 9,7 75%
Viðhaldsdýpkun innsiglinga og ljúka dýpkun fremst í rennu innsiglingar 16,0 16,0 11,6 90%
Patreksfjörður
Ný hafnarvog 7,0 7,0 3,4 60%
Tálknafjörður
Þekja á hafskipabryggju 40,0 40,0 24,2 75%
Ísafjarðarbær (Suðureyri):
Endurbygging vesturkants (stálþil 60 m, dýpi 6 m) 138,0 68,6 69,4 42,0 75%
Súðavík
Endurbygging Miðgarðs (trébryggja 46 m, dýpi 6 m) 106,0 20,5 14,9 85,5 62,1 90%
Stálþil við Langeyri (80 m, dýpi 10 m) 273,0 28,0 63,9 38,6 72,5 43,9 108,6 65,7 75%
Strandabyggð, Hólmavík
Endurbygging stálþils (50 m, dýpi 6 m) 125,0 50,0 60,0 43,5 15,0 10,9 90%
NORÐAUSTURKJÖRDÆMI
Hafnasamlag Norðurlands
Flotbryggja Svalbarðseyri 40 m 29,0 29,2 17,7 75%
Flotbryggja Hrísey 40 m 29,0 29,2 17,7 75%
Flotbryggja Hjalteyri 40 m 29,0 29,2 17,7 75%
Borgarfjörður eystri
Sýslumannsboði fjarlægður og lenging Skarfaskersgarðs 36,0 36,0 17,4 60%
Hafnir utan grunnnets alls 209,3 133,9 161,5 108,4 204,4 135,2 228,3 155,1 184,5 118,7
Hafnir innan og utan grunnnets alls 1.704,3 923,0 1.802,3 1.023,0 1.764,3 1.023,0 1.789,5 1.073,0 1.812,8 1.062,0

Tafla 10 – Sjóvarnir – sundurliðun framkvæmda og fjárveitinga.
Sundurliðun framkvæmda við sjóvarnir.
Skýringar: Frumáætlun um heildarkostnað við framkvæmdir, virðisaukaskattur meðtalinn. Verðlag samkvæmt fjárlagafrv. fyrir árið 2020 í millj. kr.
Sveitarfélag 2020 2021 2022 2023 2024 Hlutur
Verkefni, sjóvarnir Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. ríkissj.
Akranes
Höfðavík (Miðvogur) lenging á bakkavörn (170 m – 1.100 m3) 6,7 5,9 7/8
Leynir, lenging sjóvarnar (25 m – 530 m3) 3,2 2,8 7/8
Sólmundarhöfði að vestanverðu (100 m – 1.000 m3) 7,8 6,8 7/8
Hvalfjarðarsveit
Sjóvörn við Belgsholt (200 m – 1.600 m3) 15,3 13,4 7/8
Vík (Miðhús og Skálatangi) (100+ m – 1.000 m3) 8,4 7,4 7/8
Snæfellsbær
Vestan Gufuskála (100 m – 1.200 m3) 10,3 9,0 7/8
Ólafsvík, við Ennisbraut framhald (180 m – 1.800 m3) 14,5 12,7 7/8
Hellnar, sjóvörn (30 m – 300 m3) 3,7 3,2 7/8
Staðarsveit, við Barðastaði 2. áfangi (170 m – 1.700 m3) 16,0 14,0 7/8
Hellissandur, lenging við Keflavíkurgötu til austurs (65 m – 1.300 m3) 12,7 11,1 7/8
Grundarfjörður
Framnes við Nesveg (85 m – 1.000 m3) 9,2 8,1 7/8
Dalabyggð
Sjóvörn við Ægisbraut framhald (250 m – 2.000 m3) 12,3 10,8 7/8
Árneshreppur
Sjóvörn á Gjögri (40 m – 600 m3) 4,7 4,1 7/8
Djúpavík (100 m – 1.000 m3) 9,2 8,1 7/8
Húnaþing vestra
Borgir í Hrútafirði (100 m – 1000 m3) 8,7 7,6 7/8
Sjóvörn við Hafnarbraut (110 m – 1.000 m3) 8,6 7,5 7/8
Blönduós
Vestan sláturhúss að hreinsistöð við Ægisbraut 14 (100 m – 1.000m3) 8,1 7,1 7/8
Frá sláturhúsi út fyrir lóð Hafnarbrautar 1 (100 m – 1.000 m3) 8,1 7,1 7/8
Skagaströnd
Réttarholt að Sólvangi (260 m – 3.200 m3) 21,0 18,4 7/8
Skagabyggð
Sjóvörn við Krók, (250 m – 3.100 m3) 16,8 14,7 7/8
Sjóvörn við norðanvert Kálfhamarsnes (200 m – 2.500 m3) 13,8 12,1 7/8
Skagafjörður, sveitarfélag
Hofsós, neðan við Suðurbraut 8–18 (200 m – 3.000 m3) 25,6 22,4 7/8
Fjallabyggð
Ólafsfjörður, við Námuveg 11 (120 m – 1.600 m3) 9,4 8,2 7/8
Dalvíkurbyggð
Dalvík, Sæból að Framnesi (250 m – 3.500 m3) 26,4 23,1 7/8
Árskógssandur, frá Hinriksmýri að Lækjarbakka (170 m – 2.500 m3) 18,8 16,5 7/8
Svalbarðsstrandarhreppur
Styrking og lenging sjóvarnar norðan hafnar (180 m – 1.800 m3) 14,2 12,4 7/8
Lenging sjóvarnar norðan tjarnar (100 m – 1.000m3 ) 7,9 6,9 7/8
Grenivík
Framhald að höfn og styrking sjóvarnar (130 m – 1.900 m3) 15,6 13,7 7/8
Sjóvörn til suðurs inn fyrir Þengilbakka (100 m – 1.500 m3) 12,0 10,5 7/8
Grímsey
Yfirfara sjóvörn og bæta þar sem þarf 10,6 9,3 7/8
Norðurþing
Húsavíkurbakkar, endurbygging og styrking (220 m – 4.400 m3) 36,0 31,5 7/8
Seyðisfjörður
Vestdalseyri (100 m – 800 m3) 6,4 5,6 7/8
Við Sæból (100 m – 1.600 m3) 13,6 11,9 7/8
Við Austurveg (250 m – 3.150 m3) 24,4 21,4 7/8
Borgarfjarðarhreppur
Við Borg í Njarðvík (300 m – 4.000 m3) 22,0 19,3 7/8
Fjarðabyggð
Eskifjörður kaflar milli Strandgötu 78 og 98 (250 m – 2.700 m3) 17,1 15,0 7/8
Norðfjörður, sjóvarnir framan við gamla frystihúsið (170 m – 2.000 m3) 12,4 10,9 7/8
Fáskrúðsfjörður, sjóvarnir fjöru utan smábátahafnar (270 m – 2.400 m3) 12,6 11,0 7/8
Stöðvarfjörður, sjóvarnir fjöru og lóða utan frystihúss (115 m – 1.300 m3) 8,9 7,8 7/8
Árborg, sveitarfélag
Flóðvörn neðan við Baugsstaðarjómabúið (80 m – 1.600 m³) 8,6 7,5 7/8
Eyrarbakki, endurbygging sjóvarnar á móts við
Eyrargötu 49 (80 m – 1.200 m³) 7,8 6,8 7/8
Ölfus, sveitarfélag
Herdísarvík (200 m – 4.000 m3) 33,7 29,5 7/8
Þorlákshöfn, austan Austurgarðs, hjá golfvelli (100 m – 1.200 m3) 9,2 8,1 7/8
Grindavíkurbær
Móakot, framlenging af sjóvörn við Gerðistanga (250 m – 3.100 m3) 19,3 16,9 7/8
Ísólfsskáli, ýta upp malarkambi 3,4 3,0 7/8
Austan hafnar, endurbygging og styrking (200 m – 3.000 m3) 20,0 17,5 7/8
Suðurnesjabær
Sjóvörn frá Skinnalóni að Nýlendu (300 m – 4.500 m3) 28,6 25,0 7/8
Nesjar, norðan Nýlendu (200 m – 2.000 m3) 12,8 11,2 7/8
Við Garðaveg 5, endurbygging og lenging (220 m – 2.200 m3) 12,3 10,8 7/8
Milli Arnarhóls og Norður-Flankastaða (300 m – 3000 m3) 19,1 16,7 7/8
Frá Byggðasafni að Garðshöfn, styrking á köflum (180 m – 2.100 m3) 15,6 13,7 7/8
Við sjávargötu (norðan við Jórukleif) (170 m – 1.700 m3) 12,7 11,1 7/8
Vogar
Breiðagerðisvík (250 m – 3.500m3) 26,3 23,0 7/8
Garðabær (Álftanes)
Bessastaðanes, sjóvörn við Skansinn (190 m – 2.400 m3) 14,6 12,8 7/8
Endurbygging sjóvarnar til móts við Hákotsvör, hækka og
styrkja garð (75 m – 500 m³) 3,4 3,0 7/8
Helguvík sunnanverð að Hliði (100 m – 1.100 m3) 7,1 6,2 7/8
Seltjarnarnes
Suðurströnd vestan Lindarbrautar, styrking og hækkun (150 m – 1.600 m3) 12,5 10,9 7/8
Óskipt
Óskipt til sjóvarna 4,3 2,7 3,7 2,3 1,9 1,2 7,5 4,7 8,0 5,0 5/8
Óráðstafað 24,1 21,1 7/8
Sjóvarnir samtals 138,3 120,0 172,3 150,0 171,9 150,0 173,5 150,0 173,5 150,0

4. ALMENN SAMGÖNGUVERKEFNI
    Unnið verði að öðrum eftirtöldum verkefnum í samræmi við settar áherslur 15 ára áætlunarinnar.

4.1. Markmið um greiðar samgöngur.
Verkefni til að ná þessu markmiði verði m.a.:
     1.      Lokið verði við skilgreiningu á grunnneti hjólreiðastíga innan helstu þéttbýliskjarna og á vinsælustu ferðamannaleiðum. (Ábyrgð: Vegagerðin)
     2.      Lokið verði við mótun leiðsögustefnu og innleiðing hafin. (Ábyrgð: SRN)
     3.      Aukin upplýsingagjöf til ferðamanna, svo sem með viðeigandi miðlum. (Ábyrgð: Vegagerðin/SGS)
     4.      Heildstætt leiðakerfi almenningssamgangna milli byggða skilgreint með tilliti til samræmdra þjónustuviðmiða og samvirkni leiða. (Ábyrgð: Vegagerðin)
     5.      Heildstætt leiðakerfi almenningssamgangna rýnt reglulega með tilliti til notkunar og vilja íbúa. (Ábyrgð: Vegagerðin)
     6.      Unnið að undirbúningi gagnvirkrar upplýsingaveitu sem veiti upplýsingar um heildstætt almenningssamgöngukerfi í lofti, á landi og legi. (Ábyrgð: SRN/Vegagerðin)
     7.      Greining á leiðum til þess að tryggja að aðgengi fatlaðs fólks og hreyfihamlaðs að almenningssamgöngum milli byggða verði eins og best verði á kosið. (Ábyrgð: Vegagerðin)
     8.      Þörf á aðstöðu fyrir fraktflug á Keflavíkurflugvelli verði greind og bætt úr ef þess reynist þörf. (Ábyrgð: Isavia)
     9.      Stutt verði við uppbyggingu Akureyrar- og Egilsstaðaflugvalla sem alþjóðlegra fluggátta. Við uppbyggingu innviða þar verði lögð áhersla á að flugvellirnir mæti sem best þörfum flugrekenda fyrir varaflugvelli hér á landi og Egilsstaðaflugvöllur verði að því leyti í forgangi. (Ábyrgð: Isavia)
     10.      Tekið verði upp hóflegt varaflugvallagjald sem renni til uppbyggingar alþjóðlegra fluggátta. (Ábyrgð: SRN)
     11.      Rekstur alþjóðaflugvallanna verði í einu kerfi á ábyrgð Isavia ohf. (Ábyrgð: SRN)

4.2. Markmið um öryggi í samgöngum.
Verkefni til að ná þessu markmiði verði m.a.:
     1.      Samgöngustofa efli eftirlit með því að viðhafa öryggisstjórnun við framkvæmdir og rekstur vega og hafna. (Ábyrgð: SGS)
     2.      Kannaðir verði kostir þess að samræma skráningu ólíkra aðila á umferðarslysum og skráin gerð aðgengilegri. (Ábyrgð: SGS)
     3.      Gerð verði úttekt á flutningsgetu samgöngukerfisins komi til rýminga vegna náttúruhamfara eða annarra ófyrirséðra atburða með áherslu á höfuðborgarsvæðið. (Ábyrgð: SRN/Vegagerðin)
     4.      Meginverkefni áætlunar á tímabilinu um flugöryggi verði:
                  a.      Eftirlitskerfi verði fest frekar í sessi, þ.m.t. áhættumiðað eftirlit sem uppfylli kröfur Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO). Áfram verði gerðar allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja viðeigandi sérfræðikunnáttu í þessu samhengi. (Ábyrgð: SGS)
                  b.      Brugðist verði við nýjum öryggisáskorunum sem fylgja nýrri tækni, þá sérstaklega ómönnuðum loftförum. (Ábyrgð: SRN/SGS)
                  c.      Fylgst verði með öryggi þeirrar starfsemi sem lýtur séríslenskum reglum, t.d. starfrækslu tiltekinna loftfara og lendingarstaða sem alþjóðlegar reglur ná ekki yfir. (Ábyrgð: SGS)
     5.      Meginverkefni áætlunar á tímabilinu um öryggi sjófarenda verði:
                  a.      Lögð verði áhersla á að greina laga- og reglugerðarumhverfið og uppfæra það sem er úrelt með áherslu á eins mikla samræmingu og kostur er við alþjóðlegt regluverk eða reglur í nágrannaríkjum þar sem ekki er um alþjóðlegar reglur að ræða. (Ábyrgð: SRN)
                  b.      Unnið verði að endurbótum á reglum um minni farþegaskip og farþegabáta með áherslu á alþjóðlegar reglur. (Ábyrgð: SRN)
                  c.      Unnið verði að því að innleiða öryggisstjórnunarkerfi og móta kröfur þar um með virku samstarfi við atvinnugreinina, samhliða því að auka vitund sjómanna um öryggisatriði. (Ábyrgð: SGS)
                  d.      Unnið verði að skráningu og greiningu alvarlegra atvika og slysa á sjó í samevrópskan gagnagrunn (EMCIP). Sett verði upp eitt atvikaskráningarkerfi fyrir íslenska sjófarendur. Atvik verði greind frekar til að bæta fræðslu og forvarnir. (Ábyrgð: SGS)
                  e.      Samstarf við skóla verði þróað nánar og skilgreint betur hlutverk þeirra sem að málinu koma, þ.m.t. Samgöngustofu, Menntamálastofnunar og starfsgreinaráðs. (Ábyrgð: SGS)
     6.      Meginverkefni umferðaröryggisáætlunar verði eftirfarandi:
                  a.      Reglulegar mælingar á umferðaröryggismálum, m.a. hraðakstri, akstri undir áhrifum ölvunar eða fíkniefna, bílbeltanotkun, snjalltækjanotkun og ástandi hemla í þungum bifreiðum. (Ábyrgð: SGS)
                  b.      Unnið verði að lagfæringum á stöðum þar sem mörg slys hafa orðið og umhverfi vega bætt til að draga úr hættu á alvarlegum slysum. (Ábyrgð: Vegagerðin)
                  c.      Haldið áfram fræðslu, herferðum og forvarnastarfi með áherslu á þá þætti sem slysatölfræði sýnir að huga þurfi að. (Ábyrgð: SGS)
                  d.      Unnið verði að innleiðingu á öryggisstjórnunarkerfum hjá hópferða- og vöruflutningabifreiðum. (Ábyrgð: SGS)
                  e.      Haldið verði áfram virku sýnilegu eftirliti og hraðamyndavélum fjölgað. (Ábyrgð: Vegagerðin/Lögreglan)
                  f.      Fylgst verði með og brugðist við nýjum áskorunum sem felast í nýrri tækni, svo sem nýjum öryggisbúnaði í bílum, sjálfkeyrandi bílum, litlum hjólum og öðrum eins manns farartækjum. (Ábyrgð: SGS/SRN)
     7.      Greindar verði leiðir til þess að auka gæði og öryggi biðstöðva allra samgöngumáta, t.d. með samræmdum hönnunarleiðbeiningum og kröfum. Á helstu skiptistöðvum kerfisins verði aukin þjónustu- og upplýsingagjöf tryggð. (Ábyrgð: Vegagerðin/Isavia)
     8.      Greind verði þörf fyrir fjölgun veðurstöðva og vefmyndavéla á lendingarstöðum. (Ábyrgð: SRN)
     9.      Skoðað verði hvernig tryggja megi leiðréttingartækni vegna gervihnattaleiðsögu um allt land. (Ábyrgð: SRN)
     10.      Lagt verði mat á þörf á minni lendingarstöðum út frá öryggishlutverki þeirra og aðgengi að innviðum þar bætt eftir atvikum með aukinni aðkomu flugsamfélagsins sjálfs. (Ábyrgð: SRN)

4.3. Markmið um hagkvæmar samgöngur.
Verkefni til að ná þessu markmiði verði m.a.:
     1.      Unnið verði að því að þróa og festa í sessi faglegan grunn ákvarðanatöku um uppbyggingu samgöngukerfisins í dreifbýli og þéttbýli þar sem kostnaður og ábati mismunandi leiða að markmiðum samgönguyfirvalda verði borinn saman. (Ábyrgð: SRN)
     2.      Gerð verði úttekt á áningarstöðum við þjóðvegi. Horfa þurfi þar sérstaklega til rekstrar- og viðhaldsþarfar þeirra og ábyrgðarskiptingar. (Ábyrgð: Vegagerðin)
     3.      Unnið verði að því að fjármagna skilgreindar stærri framkvæmdir, m.a. í samstarfi við einkaaðila, þ.m.t. verkefni þar sem ríkið leggi fram hluta af framkvæmdafé. (Ábyrgð: SRN)
     4.      Unnar verði greiningar á ferðavenjum landsmanna. Líta skuli þar til þess að hægt verði að greina bæði langferðir milli landshluta sem og styttri ferðir innan heimabyggðar. (Ábyrgð: SRN/Vegagerðin/SGS/Isavia)
     5.      Unnið verði að endurbótum og þróun á skrám Samgöngustofu er haldi utan um réttindi og farartæki:
                  a.      Komið verði í gagnið nýju upplýsingakerfi fyrir skipaskráningar og skírteini sjófarenda (Skútan). (Ábyrgð: SGS)
                  b.      Unnið verði að nýrri og endurbættri ökutækjaskrá þar sem sjálfsafgreiðsla notenda og vefþjónusta fyrir stórnotendur sé útgangspunktur. (Ábyrgð: SGS)
                  c.      Unnið verði að þróun á gagnagrunnum og kerfum tengdum flugstarfsemi. (Ábyrgð: SGS)
     6.      Á gildistíma áætlunarinnar verði metið hvort endurskoða eigi ábyrgð og umsjón á útgáfu ökuréttinda til samræmingar við þá verkaskiptingu sem er í flugi og siglingum. (Ábyrgð: SRN)
     7.      Greindar verði leiðir til þess að styrkja lagaumhverfi almenningssamgangna svo að það styðji við eflingu þjónustunnar og þróun hennar. (Ábyrgð: SRN)
     8.      Greindar verði leiðir til að auka samkeppnishæfni almenningssamgangna gagnvart ferðum í bíl, þ.m.t. upphæðir fargjalda. (Ábyrgð: Vegagerðin/SRN)
     9.      Menntun í flugi og flugtengdum greinum verði hluti af opinberu menntakerfi og stuðlað að rannsóknum og kennslu háskólasamfélagsins. (Ábyrgð: SRN/MRN)
     10.      Unnið verði að undirbúningi og uppbyggingu aðstöðu fyrir einka- og kennsluflug í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. (Ábyrgð: SRN)
     11.      Stuðlað að aukinni söfnun tölfræðiupplýsinga á sviði samgangna hérlendis. (Ábyrgð: SRN/SGS/Isavia/Hagstofan)
     12.      Undirbúin verði stofnun flugklasa sem verði samstarfsvettvangur hagsmunaaðila. (Ábyrgð: SRN/ANR)
     13.      Greint verði fyrirkomulag neytendaverndar í flugi hér á landi og gerðar úrbætur ef þörf er á. (Ábyrgð: SGS)

4.4. Markmið um umhverfislega sjálfbærar samgöngur.
Verkefni til að ná þessu markmiði verði m.a.:
     1.      Unnið verði í samræmi við aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Samgönguyfirvöld vinni að verkefnum aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og orkuskiptaáætlunar í samræmi við aðkomu þeirra að þeim verkefnum. (Ábyrgð: SRN)
     2.      Gerðar verði reglulegar greiningar á umhverfisvænum lausnum í samgöngumálum og hvernig þær geti nýst hér á landi. (Ábyrgð: SRN/Vegagerðin/SGS/Isavia)
     3.      Greindar verði leiðir til að stuðla að aukinni umhverfisvitund í vali á ferðamáta. (Ábyrgð: SRN/Vegagerðin/SGS/Isavia)
     4.      Unnin verði greining á efnahagslegum hvötum til eflingar ræktunar orkujurta á Íslandi. (Ábyrgð: SRN/SGS)
     5.      Bættar verði tengingar og flæði bifreiða milli umferðarljósa á álagstímum til þess að draga úr mengun á fjölförnum leiðum. (Ábyrgð: Vegagerðin)
     6.      Yfirlit verði gert yfir mikilvægustu hluta samgöngukerfisins, mannvirki og staði sem ætla má að loftslagsbreytingar hafi áhrif á og úr því unnin áhættugreining og því viðhaldið. (Ábyrgð: Vegagerðin/Isavia)
     7.      Stuðlað verði að því að farartæki sem veljist til notkunar í almenningssamgöngukerfinu séu eins vistvæn og kostur er. Kanna skuli möguleika á notkun vistvænna, innlendra orkugjafa. (Ábyrgð: Vegagerðin)
     8.      Innviðir til notkunar vistvænna orkugjafa í almenningssamgöngum verði til staðar og styðji við að ný umhverfisvæn tækni ryðji sér til rúms. (Ábyrgð: SRN)
     9.      Þjónustutæki á flugvöllum landsins verði knúin umhverfisvænum orkugjöfum. (Ábyrgð: Isavia)

4.5. Markmið um jákvæða byggðaþróun.
Verkefni til að ná þessu markmiði verði m.a.:
     1.      Greindir verði kostir til þess að stækka og styrkja vinnu- og skólasóknarsvæði. (Ábyrgð: SRN)
     2.      Greindar verði leiðir til þess að efla hlut kvenna í siglingum og sjósókn. (Ábyrgð: SRN)
     3.      Heildstætt leiðakerfi almenningssamgangna verði endurskoðað með samræmdum viðmiðum um þjónustu. (Ábyrgð: Vegagerðin)
     4.      Leitað verði leiða til þess að tryggja að sjónarmið notenda og heimamanna fái notið sín til þess að tryggja gæði leiðakerfisins og í þeim tilgangi að ná fram samnýtingu og samtengingu við aðra þjónustu, svo sem skólaakstur, vinnustaðaakstur og sérstök almenningssamgöngukerfi innan sveitarfélaga. (Ábyrgð: SRN/Vegagerðin)
     5.      Greindir verði kostir þess að lykilleiðir almenningssamgöngukerfisins verði hluti af grunnneti samgangna. (Ábyrgð: Vegagerðin)
     6.      Íbúum á landsbyggðinni verði gert kleift að nýta sér betur innanlandsflug með kostnaðarþátttöku ríkisins. (Ábyrgð: SRN)

Greinargerð.

Efnisyfirlit.
     1.      Samgöngustofa     bls.      30
             Tekjur og framlög     bls.      30
             Gjöld          bls.      30
                  a.      Stjórnsýsla og rekstur     bls.      31
                  b.      Forvarnir og öryggisáætlanir     bls.      31
                  c.      Eftirlit með innlendum aðilum     bls.      33
                  d.      Eftirlit með erlendum aðilum     bls.      34
                  e.      Þjónusta og skrár í umsjón Samgöngustofu     bls.      34
                  f.      Rannsóknir, þróun og umhverfismál     bls.      34
     2.      Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta     bls.      35
             Tekjur og framlög     bls.      35
             Gjöld          bls.      36
                  a.      Rekstur og þjónusta     bls.      36
                  b.      Stofnkostnaður og viðhald     bls.      36
     3.      Vegagerðin     bls.      37
             Tekjur og framlög     bls.      37
             Gjöld          bls.      37
                  a.      Rekstur     bls.      37
                  Almennur rekstur     bls.      37
                  Þjónusta     bls.      37
                  Styrkir til almenningssamgangna     bls.      38
                  b.      Framkvæmdir á vegakerfinu     bls.      38
                  Viðhald     bls.      38
                  Nýframkvæmdir á vegum     bls.      40
                  c.      Framkvæmdir við vita og hafnir     bls.      56
                  Vitabyggingar     bls.      56
                  Sjóvarnargarðar     bls.      56
                  Landeyjahöfn     bls.      56
                  Ferjubryggjur     bls.      56
                  Hafna- og strandrannsóknir     bls.      57
                  d.      Hafnabótasjóður – styrktar framkvæmdir     bls.      57

Inngangur.
    Hér er lögð fram aðgerðaáætlun fyrir fyrsta fimm ára tímabil 15 ára samgönguáætlunar sem lögð er fram samtímis. Áætlunin nú er uppfærsla á þeirri áætlun sem samþykkt var á Alþingi 7. febrúar 2019. Þeir þættir sem bætast nú nýir við eru áhersluatriði úr nýjum stefnum í flugi og almenningssamgöngum, tilkoma samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið, greiningar á jarðgangakostum á Austurlandi og Sundabraut og sérstökum flýtiframkvæmdum í grunnneti vegasamgangna auk samvinnuverkefna.
    Aðgerðaáætlunin byggist á fjármálaáætlun fyrir árin 2020–2024 sem Alþingi samþykkti á vorþingi 2019. Með fjármálaáætluninni er skotið mun traustari stoðum en var í gömlu fjárreiðulögunum undir alla áætlanagerð um útgjöld og framkvæmdir í samgöngumálum, sem er meginviðfangsefni samgönguáætlunarinnar sem hér birtist.

Tafla 11 – Árangursmælikvarðar markmiða og aðgerða.
Nr. Markmið HM #** Mælikvarðar Staða 2018 Viðmið 2020 Viðmið 2024
1 Greiðar samgöngur 9.1, 11.2 Úttektarskor Alþjóðaflugmálast. (ICAO), eftirlit og stjórnsýsla 82,7% 85% 87%
Fækkun einbreiðra brúa á hringvegi 36 31 25
Óbundið slitlag (km) á stofnvegum í grunnneti utan hálendis. 447 355 285
Fjöldi áfangastaða í millilandaflugi*** 101 a.m.k. 101 a.m.k. 101
Fjöldi flughreyfinga í áætlunar-/leiguflugi innan lands 31.852 32.000 37.500
Ánægja farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll 4,2/5,0 a.m.k. 4,2/5,0 a.m.k. 4,3/5,0
Fjöldi ferða með ferjum 5.000 5.000 5.100
Fjöldi ferða með almenningsvögnum**** 79.000 79.000 84.000
2 Öruggar samgöngur 3.6, 11.2 Látnum og alvarlega slösuðum í umferð fækki að jafnaði um 5% á 100.000 íbúa á ári 201 172 140
Flugslysum og alvarlegum flugatvikum á 100.000 flugstundir fækki um að jafnaði 3% til ársins 2024 22,3 22,1 21,6
Skráðum atvikum á sjó fækki að jafnaði um 5% á ári 157 109 89
Látnir í almenningssamgöngum 1 0 0
3 Hagkvæmar samgöngur Samgöngukostnaður heimila % 15,3% 14% 12%
Hlutfall rafrænna eyðublaða af heildarfjölda eyðublaða (sem nýtast sem rafræn eyðublöð) 30% (aukning) 50% (aukning) 85% (aukning)
Verðlag flugfargjalda innan lands samanborið við þróun almenns verðlags (2018=100) 100 100 eða lægra 100 eða lægra
Verðlag flugfargjalda til útlanda samanborið við þróun almenns verðlags (2018=100) 100 100 eða lægra 100 eða lægra
Verðlag fargjalda með almenningsvögnum samanborið við þróun almenns verðlags (2018=100) 100 100 eða lægra 100 eða lægra
Munur á endanlegum framkvæmdakostnaði og kostnaðaráætlana við opnun útboðs.***** 20% 18% 15%
4 Umhverfisleg a sjálfbærar samgöngur 9.1, 11.2 Fjöldi vistvænna bíla
% hlutfall af fjölda
5,5% 9% 10%
Hlutfall almenningssamgangna, hjólandi og gangandi í fjölda ferða innan höfuðborgarsvæðisins 24% 26% 30%
5 Jákvæð byggðaþróun 11.2 Bundið slitlag (km) til byggðakjarna með fleiri en 100 íbúa í samþættu kerfi 28 15 0
Fjöldi farþega með innanlandsflugi 368.600 390.000 440.000
Fjöldi farþega með ferjum 450.000 470.000 520.000
Fjöldi farþega með almenningsvögnum milli byggða****** 400.000 420.000 480.000
*     Unnið er að frekari þróun á mælikvörðum sem síðar verða birtir á vef samgönguáætlunar.
**     Númer á heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna.
***     Heildarfjöldi áfangastaða á árinu. Heilsársáfangastaðir voru 46 árið 2018.
****     Þ.e. þeirra sem reknir eru með beinum opinberum rekstrarstyrk.
*****     Fimm ára meðaltal verkefna með kostnaðaráætlanir yfir 500 millj. kr.
******     Þ.e. þeirra sem reknir eru með beinum opinberum rekstrarstyrk.

1. SAMGÖNGUSTOFA
1.1. Tekjur og framlög.
    Skatttekjur eða það sem áður var nefnt markaðir tekjustofnar Samgöngustofu samkvæmt fjárlögum eru umferðaröryggisgjald, leyfis- og eftirlitsgjöld af flutningum á landi, leyfisgjöld vegna leigubifreiða, útgáfa lofthæfisskírteina og skráningargjöld ökutækja.
    Skatttekjur innheimtar af Samgöngustofu er tekjustofn sem rennur í ríkissjóð.
    Rekstrartekjur myndast vegna vinnu við lögbundin verkefni sem stofnunin sinnir. Þær eru áætlaðar 6.641 millj. kr. á tímabilinu og samanstanda af árgjöldum starfsleyfishafa, þjónustutekjum vegna nýsmíða og breytinga á skipum, breytinga á áður útgefnum heimildum, endurgreiddum kostnaði við samnorrænan gagnagrunn yfir kröfur til ökutækja og tegundir bifreiða sem uppfylla þær (Nortype) og annarra sérstakra verkefna, svo sem gagnaúrvinnslu og útgáfu ýmissa skírteina.
    Gert er ráð fyrir að framlag ríkissjóðs til Samgöngustofu standi undir almennum lögbundnum verkefnum. Þessi málaflokkur fer vaxandi, t.d. vegna evrópskra krafna um samræmt regluverk í samgöngum og neytendavernd. Meðal lögbundinna verkefna eru skoðanir á erlendum skipum og loftförum, neytendamál, framkvæmd öryggisáætlana og forvarna (þ.m.t. fræðsla) og nýjar kröfur um samræmd upplýsingakerfi. Heildarframlag ríkissjóðs á tímabilinu er áætlað 6.397 millj. kr.
    Áætluð heildarútgjöld Samgöngustofu að teknu tilliti til samþykktrar fjármálaáætlunar 2020–2024 eru 13.038 millj. kr.

1.2. Gjöld.
    Gjöld Samgöngustofu eru fyrst og fremst rekstrargjöld og að mestu leyti launakostnaður. Í tillögu þessari að þingsályktun er gerð grein fyrir hvernig kostnaðurinn skiptist niður á helstu lögbundnu verkefni stofnunarinnar en hér á eftir er þeim lýst nánar. Gerð er grein fyrir markmiðum og áherslum í 15 ára áætluninni en í fimm ára áætluninni koma fram almenn verkefni í samræmi við þær áherslur sem verður unnið að á tímabilinu innan ramma tilgreindra fjárheimilda.

1.2.1. Stjórnsýsla og rekstur.
    Samgöngustofa fer með stjórnsýslu samgöngumála: Flugmála, hafnamála, siglingamála, sjóvarna, umferðar- og vegamála. Ítarlegt regluverk gildir um allar samgöngur, sem er að mestu leyti alþjóðlegt að uppruna.
    Starfsemi Samgöngustofu sætir eftirliti alþjóðlegra stofnana sem taka reglulega út stjórnsýslu stofnunarinnar á ýmsum sviðum sem lúta evrópskum öryggis- og verndarreglum.
    Markmið flug- og siglingaverndar er að fyrirbyggja hryðjuverk og aðrar ólögmætar aðgerðir gagnvart skipum, áhöfnum, farþegum, farmi og höfnum. Á sviði flug- og siglingaverndar verður áfram unnið að áætlunum Íslands og þeim fylgt eftir, svo og nýjum reglugerðum Evrópusambandsins.
    Lögð er áhersla á að flug- og siglingavernd standist kröfur EES-samningsins svo að ekki komi til takmarkana á flugi eða siglingum héðan. Með aukinni hryðjuverkaógn í heiminum má reikna með aukinni áherslu á þennan málaflokk í innleiðingu reglna og umfangi eftirlits.

1.2.2. Forvarnir og öryggisáætlanir.
    Öryggisáætlanir í samgöngumálum heyra undir Samgöngustofu. Markmið stofnunarinnar er að samræma verklag eins og hægt er á milli samgöngugreina.
    Allar áætlanirnar samanstanda af fjórum meginþáttum með mismunandi vægi eftir viðfangsefni:
     1.      Stefnumörkun og markmiðum.
     2.      Öryggisstjórnun.
     3.      Skráningu og greiningu.
     4.      Fræðslu og upplýsingum.
    Séráætlun er fyrir hverja grein samgangna í öryggis- og fræðsludeild stofnunarinnar. Samstarf er við Rannsóknarnefnd samgönguslysa um öryggismál í flugi, siglingum og umferð á landi. Nefndin gerir jafnan tillögur er miða að öryggi fyrir allar samgöngugreinar í kjölfar rannsókna á atvikum og slysum. Einnig er gott samstarf við Vegagerðina, lögreglu, Landsbjörg, fagráð samgangna svo einhverjir aðilar séu nefndir.
    Samgöngustofa heldur skrá yfir öll umferðarslys sem skráð eru af lögreglu og slys/óhöpp sem skráð eru hjá fyrirtækinu Aðstoð og öryggi. Flugrekendum og starfsleyfishöfum flugleiðsögu ásamt skírteinishöfum ber að tilkynna til stofnunarinnar skilgreind atvik í flugi eða flugleiðsögu. Jafnframt þurfa einkaflugmenn að skila tilkynningum til stofnunarinnar.
    Sjómönnum og öðrum ber að tilkynna Rannsóknarnefnd samgönguslysa um slys og öryggisatvik á sjó. Samgöngustofa skráir eftir þeim tilkynningum í samevrópskan sjóslysagagnagrunn (EMCIP). Slysa- og atvikaskráning Samgöngustofu er afar mikilvæg fyrir forvarnir og gerir kleift að fylgjast með þróun öryggis á vegum, í lofti og á legi. Með góðri greiningu slíkra gagna er mögulegt að finna áhættuþætti í umferð, flugi og siglingum og bregðast við þeim með viðeigandi ráðstöfunum.
    Samgöngustofa stýrir fræðslu og miðlun upplýsinga um öryggismál samgangna og stuðlar að þátttöku og samstarfi allra aðila sem vilja vinna að framgangi þeirra. Reglulega er efnt til herferða sem ætlað er að draga úr áhættuhegðun eða miðla upplýsingum um áhættuþætti í samgöngum.

Flugöryggisáætlun.
    Mikilvægur þáttur í mótun flugöryggisáætlunar er úrvinnsla gagna um flugslys og flugatvik. Safnað er gögnum um flugslys og flugatvik sem eru skráð í samevrópskan gagnagrunn sem auðveldar aðildarríkjum Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) að safna og deila gögnum um flugatvik. Flugatvik eru greind og í ljósi þeirrar greiningar er ráðist í aðgerðir til að fækka alvarlegum flugatvikum og flugslysum. Markmið flugöryggisáætlunarinnar er að Ísland verði í hópi þeirra fimm Evrópuríkja þar sem fæst flugslys verða miðað við flugtíma og fjölda flughreyfinga (lending og flugtak hverrar flugvélar). Einnig að áfram verði unnið að auknu öryggi og að flugslysum og alvarlegum flugatvikum í áætlunar og leiguflugi fækki um 3% á tímabilinu.
    Eitt lykilatriði flugöryggisstjórnunar er að stjórna öryggisáhættu sem gengur út á að bera kennsl á áhættu, meta hana og taka ákvörðun um bestu aðgerðir til að draga úr henni.
    Á vettvangi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) fer þetta ferli fram með samvinnu og samhæfingu á milli flugmálayfirvalda og leyfishafa enda eru þessir aðilar hluti af sameiginlegu flugöryggiskerfi aðildarríkja EASA og er ferlið skjalfest í flugöryggisáætlun Evrópu (EPAS, European Plan for Aviation Safety). EPAS nær yfir fimm ára tímabil og er endurskoðuð og uppfærð árlega af EASA.
    Með hliðsjón af þeim aðgerðum sem settar eru fram í EPAS þurfa öll aðildarríki að þróa og innleiða á árunum 2019 og 2020 verkefnaáætlun fyrir flugöryggisáætlun sína. Vinna við fimm ára flugöryggisáætlun fyrir Ísland stendur yfir (IPAS – Iceland Plan for Aviation Safety) en tilgangur verkefnaáætlunarinnar er að gera stefnumörkun um öryggisstjórnun á vettvangi Samgöngustofu og gera öllum hagsmunaaðilum grein fyrir því hvar og hvernig Samgöngustofa mun miða notkun á aðföngum á næstu fimm árum, sem hluta af áhættu- og árangurstengdri stjórnun til aukins flugöryggis.

Siglingaöryggisáætlun.
    Mikilvægt er að taka þátt í vinnu á vegum alþjóðastofnana, sérstaklega Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) og Siglingaöryggisstofnunar Evrópu (EMSA), við að þróa og innleiða reglur um skip og áhafnir með það að markmiði að treysta og styrkja siglingaöryggi. Því er markmið áætlunarinnar að Ísland uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar sínar og standist reglulegar úttektir IMO og EMSA á framkvæmd og eftirfylgni með alþjóðlegum öryggiskröfum. Með markvissum rannsóknum og þátttöku í starfi alþjóðastofnana á sviði öryggismála siglinga verði tryggt að alþjóðlegar reglur taki mið af íslenskum aðstæðum.
    Samgöngustofa og siglingaráð fara með framkvæmd öryggisáætlunar sjófarenda. Helstu verkefni áætlunarinnar eru öryggisstjórnun, skráning og greining, fræðsla, upplýsingar og rannsóknar- og þróunarverkefni sem ætlað er að stuðla að þessum markmiðum.
    Stefnt er að fækkun alvarlegra slysa hjá sjómönnum um 5% á ári þegar miðað er við skráningar Landspítala og Slysaskrár Íslands. Áfram verði unnið að því að treysta og auka öryggi íslenskra skipa, áhafna og farþega svo að enginn látist í sjóslysum eða hið minnsta að ekki látist fleiri en einn á ári að jafnaði í sjóslysum á tímabilinu.
    Samgöngustofa skráir sem fyrr segir upplýsingar um atvik og slys á sjó í samevrópskan gagnagrunn. Unnið er að þróun atvikaskráningarkerfis fyrir sjómenn og farmenn til að bæta gagnagrunn um atvik og slys. Markmið er að nýta upplýsingar til að fræða og fyrirbyggja endurtekin atvik og slys. Í öryggisáætlun sjófarenda eru nú lögð megináhersla á öryggisstjórnun um borð í skipum. Tilgangur öryggisstjórnunarinnar er að tryggja sem best að öryggisþættir séu undir öruggri stjórn þeirra sem eiga allt sitt undir henni og að búnaður skips og hæfni skipverja sé ávallt eins góð og mögulegt er. Einnig hefur mikil áhersla verið lögð á auglýsingar og forvarnir fyrir sjómenn, haldnar eru ráðstefnur um valin málefni og stutt er við nýsköpun. Unnið er eftir aðgerðaáætlun fyrir hvert ár.

Umferðaröryggisáætlun.
    Árlegur samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er 40–60 milljarðar kr. og er því til mikils að vinna að auka umferðaröryggi með öllum tiltækum ráðum. Framkvæmd umferðaröryggisáætlunarinnar er á forræði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis en ábyrgð verkefna liggur hjá ráðuneytinu ásamt Vegagerðinni, Samgöngustofu og Ríkislögreglustjóra. Eftirlit er í höndum lögreglu, Vegagerðin ber ábyrgð á úrbótum á vegum en sér einnig um uppsetningu og rekstur hraðamyndavéla og fræðsla og forvarnir eru hjá Samgöngustofu. Á tímabilinu er unnið að því að Ísland verði í hópi þeirra fimm Evrópuþjóða sem búa við besta umferðaröryggið. Markmið er að látnum og alvarlega slösuðum fækki um 5% á ári að jafnaði.
    Helstu aðgerðir Samgöngustofu til að ná þessu markmiði eru m.a. að:
          Breyta hegðun og viðhorfi fólks í umferðinni til betri vegar og koma með þeim hætti í veg fyrir slys.
          Umferðarfræðsla verði í öllu skólakerfinu frá leikskóla upp í framhaldsskóla. Unnið verði að nýju námsefni og eldra námsefni verði uppfært.
          Vinna að fræðslu fyrir erlenda ferðamenn og erlenda ríkisborgara búsetta á Íslandi.
          Standa fyrir herferð til þess að vinna gegn veikleikum sem birtast við greiningu við slysatölfræði, svo sem ölvunarakstur, bílbeltanotkun og notkun snjalltækja.
          Fræða og halda kynningar fyrir almenning, t.d. um öryggisatriði eða nýjar reglur.
          Vinna með sveitarfélögum að öryggisáætlunum þeirra.
    Framkvæmdir Vegagerðarinnar lúta að umferðaröryggisstjórnun sem felur í sér að skoðaðar eru mismunandi útfærslur á nýjum vegum með umferðaröryggi í huga; og að vegir séu stöðugt rýndir með hliðsjón af umferðaröryggi. Sama gildir um hjóla- og göngustíga sem Vegagerðin styrkir. Þannig má finna hættulega staði, svokallaða svarta bletti, og ráða bót á þeim. Helstu aðgerðir Vegagerðarinnar til þess að ná markmiðum umferðaröryggisáætlunar eru m.a. að:
          Finna og lagfæra hættulega staði í vegakerfinu, þ.m.t. vegamót.
          Aðskilja akstursstefnu á umferðaþyngstu vegunum.
          Endurskoða leyfilegan hámarkshraða á þjóðvegum í dreifbýli með tilliti til gæða veglínu og annarra aðstæðna.
          Stuðla að aðgerðum sem draga úr eða takmarka hraða ökutækja.
          Fjölga hvíldarsvæðum við þjóðvegi.
          Fjölga útskotum fyrir ferðamenn.
    Lögreglan skipuleggur umferðareftirlit í samráði við Vegagerðina og Samgöngustofu með áherslu á hraðaeftirlit við hættulega staði í vegakerfinu. Á tímabilinu verður lögð sérstök áhersla á sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit.

1.2.3. Eftirlit með innlendum aðilum.
    Samgöngustofa hefur eftirlit með og annast úttektir á þeim sem hafa útgefin starfsleyfi frá stofnuninni. Eftirlitsskyldir starfsleyfishafar eru m.a. í flugstarfsemi þar sem fram fer eftirlit með flugvöllum, flugrekendum og viðhaldsstöðvum. Í flugleiðsögu fer fram eftirlit með starfsleyfishöfum flugleiðsöguþjónustu, þ.e. Isavia ohf. og Veðurstofu Íslands. Í siglingum er m.a. eftirlit með skipum, með úttektum og skyndiskoðunum; nýsmíði- og breytingaskoðunum á bátum og skipum; eftirlit er með starfsemi A- og B-faggiltra skoðunarstofa skipa og búnaðar, viðurkenndra flokkunarfélaga sem og annarra starfsleyfishafa, svo sem í farþegaflutningum og hjá bátaleigum. Í umferðarmálum er eftirlit með skoðunarstöðvum, bílaumboðum, ökunámi og ökukennslu svo nokkuð sé nefnt. Eftirlit með leyfisskyldum aðilum, t.d. leigubílum, og eftirlit með hvíldartíma ökumanna er hjá Samgöngustofu en umferðareftirlit og eftirlit með hleðslu, frágangi og merkingu farms er hjá Ríkislögreglustjóra. Samgöngustofa hefur eftirlit með að fylgt sé kröfum um öryggi samgöngumannvirkja, öryggisstjórnun við rekstur þeirra og annast öryggisúttektir á þeim.

1.2.4. Eftirlit með erlendum aðilum.
    Samgöngustofa annast svokallað hafnarríkiseftirlit sem gengur út á að haft er eftirlit með að ástand, búnaður, rekstur og mönnun erlendra kaupskipa, sem koma í höfn hér á landi, séu í samræmi við alþjóðasamþykktir. Markmiðið er að draga úr siglingum skipa um heimshöfin sem uppfylla ekki kröfur alþjóðasamþykkta. Sambærilegt eftirlit fer fram á erlendum flugvélum sem hafa viðkomu á íslenskum flugvöllum, svonefndar SAFA-skoðanir (Safety Assessment of Foreign Aircraft, SAFA). Strangar kröfur um þjálfun og þekkingu eru gerðar til eftirlitsmanna stofnunarinnar sem sinna þessum verkefnum.

1.2.5. Þjónusta og skrár í umsjón Samgöngustofu.
    Hjá Samgöngustofu eru haldnar lögbundnar skrár um farartæki á Íslandi, þ.e. ökutæki, skip og loftför. Þá fer umsýsla og skráning farartækja fram hjá Samgöngustofu. Skrárnar eiga það sameiginlegt að geyma margvíslegar upplýsingar, m.a. skrásetningarskírteini farartækja, eignarhald og tæknilegar upplýsingar. Stöðugt er unnið að viðhaldi og endurnýjun skránna og skipa-, skírteina- og lögskráningarkerfis.
    Ökutækjaskrá þarf að endurbæta á tímabili áætlunarinnar. Koma þarf fyrir í skránni nýjum upplýsingum um ökutæki og eiginleika þeirra sem nýjar Evrópureglugerðir kveða á um, og tryggja þarf öryggi gagna og aðgengi. Áhersla verður lögð á sjálfvirkni og aðgengi fyrir notendur. Loftfaraskrá þarf að endurbæta til að auðvelda aðgengi að upplýsingum úr skránni.
Samgöngustofa miðlar töluverðum upplýsingum úr skránum, svo sem til opinberra aðila, fjölmiðla, nemenda í verkefnavinnu og einkaaðila. Áhersla hefur verið lögð á þróun rafrænnar þjónustu og sjálfsafgreiðslu á vef stofnunarinnar til hagsbóta fyrir almenning og hagaðila sem sækja þjónustu og eru undir öryggiseftirliti Samgöngustofu. Rafræn þjónusta eykur aðgengi almennings og styður við hagkvæmnimarkmið samgönguáætlunar.

1.2.6. Rannsóknir, þróun og umhverfismál.
    Samgöngustofa framfylgir rannsóknar- og þróunaráætlun í samræmi við markmið stofnunarinnar og samgönguáætlunar. Á áætlun eru m.a. verkefni er snúa að öflun ýmissa grunnupplýsinga og rannsóknir sem stuðla að öryggi sjófarenda. Að auki má nefna rannsóknir á umhverfisvænum og endurnýjanlegum orkugjöfum og rannsóknir sem stuðla eiga að minni losun gróðurhúsalofttegunda frá skipum. Aðrir verkefnaflokkar eru m.a. umhverfisrannsóknir þar sem lögð verður sérstök áhersla á verkefni er tengjast siglingu stórra skipa um norðurslóðir og í íslenskri efnahagslögsögu. Einnig eru verkefni um rek stórra skipa, hafíss og mengandi efni ásamt könnun á sjávarflóðum, rannsóknum og undirstöðukönnun á virkjun vinds, öldu og sjávarfalla. Þá er unnið að verkefnum er snúa að loftgæðum og loftræstikerfum skipa, eigin skoðunum skipa, umhverfisvænum og endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum, afgashreinsun frá aðalvélum skipa auk verkefna um veiðar og orkugreining skipa.
    Rannsóknir og greiningar tengjast öryggi farartækja, stjórnenda þeirra og farþega. Áhersla verður lögð á að vinna úr niðurstöðum rannsókna á samgönguslysum og kappkosta að lærdómur sem af þeim má draga skili sér í lög og reglugerðir um öryggi skipa og áhafna og í umferð á vegum, í lofti og á sjó.
    Umhverfismál eru stækkandi málaflokkur hjá Samgöngustofu þar sem tæknileg þekking um farartæki í samgöngum er mjög sérhæfð og leita aðrar stofnanir gjarnan eftir ráðgjöf til sérfræðinga stofnunarinnar. Veittar eru upplýsingar um útbúnað og útblástur farartækja, t.d. vegna viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) í flugi. Væntanlegar eru svipaðar kröfur í siglingum. Kröfur hafa verið settar, svo sem varðandi hávaða á flugvöllum og umgengni í höfnum.
    Samgöngustofa hefur einnig umsjón með gerð aðgerðaáætlunar í umhverfismálum í flugi, sem er hluti af skuldbindingum stjórnvalda gagnvart Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO). Aðgerðaáætlunin er unnin í samráði við aðrar stofnanir og með tilkomu nýs alþjóðlegs viðskiptakerfis um losunarheimildir í flugi (CORSIA) er fyrirsjáanlegt að vægi hennar aukist.
    Ýmsar áskoranir fylgja hnattrænni hlýnun af mannavöldum og auknar siglingar um norðurslóðir eru eitt þeirra verkefna sem búast má við að verði sífellt veigameira á gildistíma áætlunarinnar.

2. FLUGVELLIR OG FLUGLEIÐSÖGUÞJÓNUSTA
    Isavia ohf. rekur flugvelli og flugleiðsögukerfi ríkisins samkvæmt lögum þar að lútandi. Flugvellirnir eru reknir í tveimur flugvallakerfum enda gilda um þau ólík regluverk.
    Í öðru flugvallakerfinu er eingöngu Keflavíkurflugvöllur en hann fellur undir regluverk EES sem gildir um stærsta flugvöll í hverju landi.
    Hitt flugvallakerfið, innanlandsflugvallakerfið, er veigamikill hluti af almenningssamgöngukerfi landsins og samanstendur af öðrum flugvöllum og lendingarstöðum. Grunnnet flugvalla tekur mið af flugvöllum með reglulegt áætlunarflug. Enginn flugvallanna er sjálfbær og njóta því allir framlaga úr ríkissjóði. Þjónusta á flugvöllum er skilgreind í þjónustusamningi.
    Stefnt er að því að rekstur alþjóðaflugvalla verði í einu kerfi á ábyrgð Isavia ohf. Við uppbyggingu innviða alþjóðaflugvalla verði lögð áhersla á að þeir mæti sem best þörfum flugrekenda um varaflugvelli hér á landi og að Egilsstaðaflugvöllur verði að því leyti í forgangi. Stefnt er að því að tekið verði upp hóflegt varaflugvallagjald sem renni til uppbyggingarinnar.

2.1. Tekjur og framlög.
    Þjónustusamningur Isavia og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins felur í sér greiðslur á um tveimur þriðju hluta af rekstrarkostnaði við innanlandskerfi flugvalla. Aðrar tekjur, t.d. lendingargjöld, farþegagjöld og önnur notendagjöld sem renna til Isavia þurfa að standa undir þeim kostnaði sem ríkið greiðir ekki.
    Framlög til framkvæmda og viðhalds á innanlandsflugvöllum eru greidd beint úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum.
    Keflavíkurflugvöllur er sjálfbær í rekstri. Þar eru innheimt þjónustugjöld sem standa undir rekstri flugvallarins og framkvæmdum. Framkvæmdir eru ákveðnar í samráði við notendur flugvallarins. Ríkið greiðir fyrir ríkisflug á flugvellinum samkvæmt þjónustusamningi.
    Notendagjöld á Reykjavíkurflugvelli eru hliðstæð gjöldum á Keflavíkurflugvelli en gjöld á öðrum flugvöllum hafa verið mun lægri. Nauðsynleg fjárþörf til viðhalds og framkvæmda á flugvallarmannvirkjum og flugleiðsögubúnaði innanlandsflugvalla hefur verið metin um 700 millj. kr. á ári að jafnaði. En uppsöfnuð þörf undanfarin ár auk kostnaðar vegna nýrra krafna í reglugerð um flugvelli þýðir að á næstu fimm árum þyrftu framlög að vera um 1.400 millj. kr. á ári ef koma á innviðum innanlandskerfis í viðunandi horf.
    Síðustu tíu ár hefur að meðaltali verið varið að núvirði um 365 millj. kr. til viðhalds og framkvæmda á flugvallarmannvirkjum og flugleiðsögubúnaði. Það er rétt rúmlega helmingur af því fjármagni sem talið er nauðsynlegt til að verja árlega til viðhalds á núverandi mannvirkjum. Fjármagni til viðhalds er og verður forgangsraðað til áætlunarflugvalla og þá sérstaklega til viðhalds flugbrauta.
    Til þess að alþjóðaflugvellir í grunnneti, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvellir, uppfylli samræmdar kröfur EES-samningsins í reglugerð nr. 464/2007 um flugvelli er nauðsynlegt að setja upp aðflugsljós á fimm flugbrautum á þessum flugvöllum. Leita þarf leiða til þess að tryggja fjármagn fyrir framkvæmdina sem þarf að vera lokið fyrir árslok 2021.
    Isavia rekur leiðarflugsþjónustu í úthafssvæði og innanlandssvæði. Alþjóðaflugþjónustan nær yfir þjónustu á úthafssvæðinu og er allur kostnaður vegna þjónustunnar greiddur af tekjum sem innheimtar eru af notendum samkvæmt svokölluðum „Joint Finance“-samningi.

2.2. Gjöld.
2.2.1. Rekstur og þjónusta.
    Áætlun þessi gerir ráð fyrir óbreyttri þjónustu á flugvöllum og lendingarstöðum í grunnneti. Hugsanlegt er að þjónustan skerðist á nokkrum flugvöllum ef ekki næst að tryggja fjármagn svo að hægt sé að uppfylla kröfur reglugerðar um flugvelli.

2.2.2. Stofnkostnaður og viðhald.
    Fjárfestingar í innanlandsflugvallakerfinu miðast fyrst og fremst við að uppfylla staðalkröfur, svo sem um aðflugsljós, öryggissvæði, viðhald mannvirkja og í nokkrum tilvikum nýframkvæmdir.
    Við gerð þessarar áætlunar er miðað við að forgangsraða á eftirfarandi hátt:
     1.      Viðhald flugbrauta.
     2.      Brýnasti flugleiðsögu- og fjarskiptabúnaður.
     3.      Aðflugs- og brautarljósabúnaður og tilheyrandi rafkerfi til að tryggja nákvæmni í aðflugi í slæmu skyggni auk innviða sem þegar liggja undir skemmdum.
    Í forgangi eru áætlunarflugvellir, næst þeir lendingarstaðir sem notaðir eru til sjúkraflugs en aftast í röðinni eru aðrir lendingarstaðir.
    Unnið er að innleiðingu svonefnds EGNOS-aðflugs (European Geostationary Navigation Overlay Service) fyrir flugvellina allt frá Norðurlandi eystra til Suðausturlands eða frá Akureyri til Hafnar í Hornafirði. EGNOS er evrópskt flugleiðsögukerfi sem byggist á gervihnattaleiðsögu og auðveldar aðflug umtalsvert án þess að koma þurfi fyrir sérstökum búnaði á flugvelli.
    Ratsjárbúnaður Akureyrarflugvallar er kominn til ára sinna og er vandlega fylgst með virkni hans. Áætlaður endurnýjunarkostnaður nemur allt að 1.000 millj. kr. og er hann ekki inni í samgönguáætlun.
    Áætlað viðhaldsfé á árunum 2020–2024 er ekki nægjanlegt fyrir alla flugvelli í innanlandskerfinu. Því er ljóst að viðhald flugvalla og lendingarstaða verður í lágmarki innan þessa fjárhagsramma. Unnið er að endurskoðun á rekstri alþjóðaflugvalla þar sem m.a. er fjallað um fjármögnun þeirra.

3. VEGAGERÐIN
    Vegagerðin er veghaldari þjóðvega samkvæmt vegalögum, nr. 80/2007, en að auki skilgreina mörg önnur lög starfsumhverfi hennar. Vegagerðin starfar einnig samkvæmt lögum um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála, nr. 120/2012. Veghaldari er sá aðili sem hefur veghald en það merkir forræði yfir vegum og vegsvæðum, þ.m.t. vegagerð, þjónustu og viðhaldi vega. Þá eru ónefnd fjölmörg verkefni sem voru flutt frá Siglingastofnun til Vegagerðarinnar.
    Í nýsamþykktri stefnu Vegagerðarinnar er hlutverk hennar skilgreint svo: „Vegagerðin skal í starfsemi sinni stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum. Þá skal stofnunin stuðla að því að samgöngur þróist í samræmi við samfélagsleg og umhverfisleg markmið.“ Hér er ekki síst átt við þá viðleitni stofnunarinnar að tryggja svo sem verða má samgöngur innan skóla- og vinnusóknarsvæða auk þess að horfa til þarfa atvinnulífs. Öryggi íbúa, vegfarenda og sjófarenda sé forgangsatriði í allri vinnu stofnunarinnar.

3.1. Tekjur og framlög.
    Sem fyrr segir hafa markaðar tekjur verið afnumdar þannig að mestur hluti fjármagns til Vegagerðarinnar og allt fjármagn til hafnaframkvæmda er nú í formi beinna framlaga úr ríkissjóði. Framlög þessi skiptast í rekstrarframlög og fjárfestingaframlög.
    Gert er ráð fyrir að árlegar rekstrartekjur Vegagerðarinnar verði 423 millj. kr. Tekjur almenns rekstrar eru áætlaðar 219,5 millj. kr. sem eru aðallega tekjur siglingasviðs af vinnu fyrir hafnasjóði sveitarfélaganna og eru tekjur þjónustuliðar áætlaðar 184 millj. kr. og eru það aðallega tekjur rekstrardeildar sem heyrir undir þjónustulið.

3.2. Gjöld.
3.2.1. Rekstur.
3.2.1.1. Almennur rekstur.
    Undir almennan rekstur heyra gjaldaliðirnir: Stjórn og undirbúningur verka, Vaktstöð siglinga, viðhald vita og leiðsögukerfa, rekstur Landeyjahafnar og rannsóknir. Hluti af þessum lið er fjármagnaður af sértekjum, svo sem gjaldaliðirnir „Stjórn og undirbúningur“ og „Svæði og rekstrardeild“. Sértekjurnar eru sýndar í töflunni sem neikvæð gjöld.

3.2.1.2. Þjónusta.
    Þjónusta Vegagerðarinnar miðar að því að standa undir viðunandi rekstri vegakerfisins og tryggja greiða og örugga umferð. Þjónusta á vegakerfinu tekur til almennrar þjónustu og vetrarþjónustu. Undir þjónustuliðnum eru einnig rekstur svæða og rekstrardeild en þessir liðir standa undir sér og er gert ráð fyrir að rekstrardeild skili sértekjum.
    Með þjónustu er átt við allar þær aðgerðir sem þurfa að eiga sér stað á vegamannvirkjum og vegsvæðum að minnsta kosti einu sinni á ári til þess að viðhalda viðunandi ástandi og uppfylla þær kröfur sem gerðar eru.
    Markmiðið er að þjónustan endurspegli þarfir samfélagsins hverju sinni með tilliti til búsetu og atvinnuhátta og að gegnsæis og hagkvæmni sé gætt í hvívetna. Þjónustan taki mið af því sem best þekkist, m.a. með innleiðingu nýrrar tækni.
    Síðustu vetur hefur Vegagerðin rekið vaktstöð fyrir vetrarþjónustu. Við yfirtöku Hvalfjarðarganga er vaktstöð rekin allt árið og hefur það aukið öryggi í þjónustu við vegfarendur til muna.
    Umfang þjónustu ræðst af umferð og mikilvægi vegar í vegakerfinu auk veðurfars. Síðustu ár hefur þjóðfélagið tekið hröðum breytingum með stækkun atvinnusvæða og breytingum á búsetuháttum samhliða miklum vexti ferðaþjónustu sem atvinnugreinar. Samhliða þessu hefur umferð aukist til muna í öllum landshlutum og kröfur og væntingar vegfarenda til þjónustunnar vaxið. Með hlýnandi veðurfari má á landsvísu búast við fleiri sveiflum í hitastigi í kringum frostmark á láglendi. Þetta getur leitt til aukinnar tíðni hálku, en minni snjór verður á láglendi en fyrr. Hvað vetrarþjónustu varðar þýðir þetta auknar hálkuvarnir og minni snjóhreinsun.
    Tæknibreytingar farartækja hafa gert þeim kleift að skynja umhverfið betur og geta þau nú í vaxandi mæli móttekið og miðlað upplýsingum um aðstæður á vegum í rauntíma. Það er áskorun við þróun þjónustunnar að nýta þessa tækni til þess að bæði taka við upplýsingum en ekki síður að auka þjónustuna með miðlun upplýsinga í rauntíma.
    Þörf er fyrir aukna þjónustu vegna aukinnar umferðar, m.a. vegna ferðamanna, einkum að vetri til. Þar að auki hefur breikkun á nokkrum fjölförnustu vegum í kringum höfuðborgarsvæðið aukið umfang vetrarþjónustu. Í áætluninni er gert ráð fyrir auknu fé í þjónustu á vegum.

3.2.1.3. Styrkir til almenningssamgangna.
    Vegagerðin sér um ríkisstyrki til almenningssamgangna. Rekstur á leiðum sem styrktar eru er boðinn út. Í kjölfar stefnumótunar í almenningssamgöngum má búast við hækkun framlaga í tengda liði.
    Þessi liður skiptist í eftirfarandi undirliði:
     Ferjur: Styrktar eru fimm ferjuleiðir: Vestmannaeyjaferja, Breiðafjarðarferja, Hríseyjarferja, Grímseyjarferja og Mjóafjarðarferja. Ný Vestmannaeyjaferja kom til landsins síðastliðið sumar. Samið var við Vestmannaeyjabæ um rekstur ferjunnar.
     Sérleyfi á landi: Í gildi eru samningar við landshlutasamtök sveitarfélaga á landsbyggðinni um ríkisstyrktan rekstur á almenningssamgöngum á landi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur falið Vegagerðinni rekstur almenningssamgangna milli byggðarkjarna á landsbyggðinni frá áramótum 2019/2020.
     Innanlandsflug: Innanlandsflug er styrkt til Bíldudals, Gjögurs, Grímseyjar, Þórshafnar, Vopnafjarðar og Hafnar í Hornafirði.
     Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu: Í gildi er samningur við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu og rekstur almenningssamgangna og markvissar stuðningsaðgerðir í tilraunaverkefni til tíu ára. Jafnframt er kveðið á um frestun umfangsmikilla vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Samningurinn gildir til ársins 2022. Samhliða undirritun Samgöngusáttmálans 26. september 2019 skrifuðu fulltrúar ríkis og sveitarfélaga undir samkomulag um vilja um að endurskoða samninginn til 12 ára eða til ársins 2034. Þeirri vinnu á að ljúka fyrir árslok 2020.

3.2.2. Framkvæmdir á vegakerfinu.
    Framkvæmdir á vegakerfinu skiptast annars vegar í viðhald og hins vegar í nýframkvæmdir. Eftirfarandi eru markmið um framkvæmdir í vegamálum:
          Byggja upp grunnnet stofnvega sem skilgreint er í samgönguáætlun með fullu burðarþoli og bundnu slitlagi.
          Breikka vegi þar sem umferð er svo mikil að flutningsgeta og umferðaröryggi verða vandamál. Aðgreina akstursstefnur eftir atvikum.
          Fækka einbreiðum brúm á vegum með yfir 200 bíla meðalumferð á dag allt árið.

3.2.2.1. Viðhald.
    Viðhald þjóðvegakerfisins felur í sér að varðveita þau verðmæti sem liggja í vegakerfinu ásamt því að uppfylla reglur um burðarþol og breidd vega.
    Umfang verkefnisins tekur til verkefna á 12.892 km löngu þjóðvegakerfi og felur í sér eftirtalda þætti:
          Viðhald vegganga.
          Viðhald á bundnu slitlagi.
          Viðhald malarvega.
          Styrkingar og endurbætur.
          Brýr og varnargarðar.
          Umferðaröryggi, svo sem eyðing svartbletta, lagfæringar á vegamótum, lagfæringar á umhverfi vega, endurnýjun vegriða við brýr, gerð hvíldarsvæða og útskota fyrir ferðamenn við vegi.
          Vatnsskemmdir á vegum og ýmislegt ófyrirséð.
          Viðhald girðinga.
          Frágangur gamalla efnisnáma.
          Minjar og saga.
    Þjóðvegakerfið er byggt upp á löngum tíma og misvel í stakk búið til að gegna hlutverki sínu. Stöðug aukning umferðar, aukinn umferðarhraði og ekki síst aukin umferð þungra ökutækja á þjóðvegum kalla á meira viðhald. Stór hluti vegakerfisins er áratugagamall, frá þeim tíma er kröfur til burðarþols, breiddar og umferðaröryggis voru aðrar og miðað við ólíkar þarfir en tíðkast nú á dögum. Kröfur vegfarenda eru einnig sífellt að aukast og ætlast er til að umferð geti gengið greiðlega allt árið um kring.
    Vegagerðin notar sams konar viðhaldsstjórnunarkerfi og eru notuð víða annars staðar á Norðurlöndum, Rosy. Viðhaldsstjórnunarkerfið tekur mið af nýjustu upplýsingum um vegakerfið, t.d. nýframkvæmdum, ástandsskoðunum og mælingum. Viðhaldsstjórnunarkerfið reiknar í hvaða vegarkafla, með tilliti til hagkvæmni, er best að ráðstafa viðhaldsfé á komandi ári. Einnig reiknar forritið hvar ber að verja fé til fyrirbyggjandi viðhalds eða viðgerða áður en kemur að endurnýjun bundins slitlags. Stór hluti kerfisins er bestunarlíkan sem reiknar hagkvæmi þess að ráðast í viðhald á viðkomandi vegarkafla strax eða fresta aðgerðum til næstu ára.
    Árleg viðhaldsþörf miðað við eðlilegt ástand og endingu er 4,5 milljarðar kr. sem er sama upphæð og varið var í þennan viðhaldsflokk á þessu ári. Uppsöfnuð viðhaldsþörf á bundnu slitlagi víðsvegar er nú metin 12 milljarðar kr. Viðhaldsþörf bundins slitlags að meðaltali næstu fimm ár til að vinna upp uppsafnaða þörf er því 7 milljarðar kr.
    Vegagerðin hefur reiknað út virði vegakerfisins að undanförnu ásamt línulegum afskriftum. Vegakerfið er einhver stærsta eign íslenska ríkisins og nauðsynlegt viðhald þess varðveitir þessa eign. Þetta verðmat samgöngumannvirkja hefur enn fremur verið fært til bókar í efnahagsreikningi ríkisreiknings. Þannig koma nýfjárfestingar og viðhald á móti afskriftum og viðhalda virði þessarar verðmætu eignar landsmanna.

3.2.2.2. Nýframkvæmdir á vegum.
    Lengd vega eftir vegflokkum samkvæmt vegalögum er eftirfarandi:

Tafla 12 – Lengd vega eftir vegflokkum og svæðum Vegagerðarinnar í km (ágúst 2019).
Stofnvegir Stofnvegir um hálendi Tengivegir Héraðsvegir Landsvegir Samtals
Suðursvæði 1.015 299 937 708 591 3.549
Vestursvæði 1.339 40 912 737 213 3.241
Norðursvæði 1.179 164 1.089 846 682 3.960
Austursvæði 887 447 339 470 2.144
Alls 4.420 503 3.384 2.630 1.955 12.892

    Eftirfarandi er lýsing á helstu verkefnum í áætluninni. Svæðaskiptingin er samkvæmt starfssvæðum Vegagerðarinnar.

Suðursvæði.
Undirbúningur verka utan áætlunar.
    Lögð er til fjárveiting til hönnunar verka utan áætlunar sem koma til framkvæmda síðar.

Hringvegur um Mýrdal.
    Leitað verði leiða til að fjármagna hringveg um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli í samvinnu við einkaaðila.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hringvegur um Gatnabrún.
    Lagt er til að lagfæra hringveginn um Gatnabrún í Mýrdal á árinu 2021, sem nú er bæði brattur og með kröppum beygjum. Er þessi staður ein helsta hindrunin á þessum kafla hringvegarins. Einnig verður unnið að öryggisaðgerðum í gegnum þéttbýlið í Vík.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hringvegur, Jökulsá á Sólheimasandi.
    Byggð verður ný brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi á árunum 2020 og 2021. Gamla brúin er 159 m löng einbreið brú.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hringvegur, norðaustan Selfoss, brú yfir Ölfusá.
    Lagt er til að haldið verði áfram undirbúningi nýs vegar norðaustan Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá. Leitað verði leiða til að fjármagna þetta verkefni í samstarfi við einkaaðila.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hringvegur, Biskupstungnabraut – Varmá.
    Lagt er til að haldið verði áfram með 2+1 veg með aðskildum akbrautum með vegriði og planvegamótum ásamt hliðarvegum á kafla milli Selfoss og Hveragerðis. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki árið 2022.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hringvegur, Varmá – Kambar.
    Lagt er til að gerður verði 2+1 vegur með aðskildum akbrautum með vegriði og planvegamótum á milli Varmár og Kambaróta. Gert er ráð fyrir framkvæmdinni á árunum 2023 og 2024.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Skeiða- og Hrunamannavegur.
    Fjárveiting er ætluð til að ljúka framkvæmdum við Skeiða- og Hrunamannaveg milli Einholtsvegar og Biskupstungnabrautar árið 2020.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Eyrarbakkavegur.
    Gert verði hringtorg á Eyrarbakkavegi við Suðurhóla á Selfossi ásamt undirgöngum á árinu 2020.

Reykjavegur.
    Fjárveitingin er ætluð til að ljúka framkvæmdum árið 2020.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Suðursvæði II – Reykjavík og Suðvestursvæði.
Undirbúningur verka utan áætlunar.
    Lögð er til fjárveiting til hönnunar verka utan áætlunar sem koma til framkvæmda síðar.

Hringvegur um Kjalarnes.
    Lagt er til að hafnar verði framkvæmdir við gerð 2+1 vegar á Kjalarnesi árið 2020.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hringvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga.
    Unnið verði að undirbúningi á tvöföldun Hvalfjarðarganga og miðað við að ráðist verði í það verk í lok tímabilsins í samstarfi við einkaaðila.

Reykjanesbraut, tenging við Álhellu.
    Gert er ráð fyrir nýrri tengingu milli undirganga við álverið í Straumsvík og iðnaðarsvæðisins við Álhellu á árinu 2020. Núverandi tengingu svæðisins við Reykjanesbraut um Barböruveg verður samhliða lokað.

Bláfjallavegur og Bláfjallaleið.
    Fyrir liggur að ráðast þarf í mótvægisaðgerðir í tengslum við núgildandi vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins vegna umferðar á þessum vegum. Áætlað er að fara í þessar mótvægisaðgerðir á árinu 2020 en þær fela í sér að mýkja vegfláa og setja á nokkrum köflum upp vegrið til að koma í veg fyrir útafakstur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Sundabraut.
    Möguleikar til lagningar Sundabrautar voru greindir af starfshópi sem skilaði af sér skýrslu vorið 2019. Helstu niðurstöður hópsins voru að fækka þeim kostum sem lágu til grundvallar þverun Kleppsvíkur í jarðgöng og lágbrú. Jarðgöng mætti grafa með lágmarksröskun á starfsemi Sundahafnar. Lágbrú þótti aðeins raunhæfur kostur næðist samstaða um endurskipulagningu Sundahafnar. Hópurinn lagði til að kostirnir væru teknir til skoðunar á ný og bornir saman. Fýsilegasti kosturinn verði svo festur í skipulagi sem framtíðarlausn.
    Umfang verkefnisins og skýr afmörkun gerir það að hentugum kosti til samvinnuverkefnis. Einkaaðilar kæmu þá að fjármögnun, hönnun, uppbyggingu og rekstri mannvirkjanna.

Vestursvæði.
Undirbúningur verka utan áætlunar.
    Lögð er til fjárveiting til hönnunar verka utan áætlunar sem koma til framkvæmda síðar.

Hringvegur um Borgarnes, öryggisaðgerðir.
    Gert er ráð fyrir að fara í öryggisaðgerðir á hringvegi um Borgarnes á árinu 2020.

Hringvegur um Heiðarsporð (Biskupsbeygja).
    Lagt er til að vegurinn um Heiðarsporð verði lagfærður á árinu 2021 en þar er hann bæði brattur og með kröppum beygjum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Snæfellsnesvegur um Fróðárheiði.
    Fjárveitingin er ætluð til þess að ljúka framkvæmdum á þessum kafla á árinu 2020.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Vestfjarðavegur um Gufudalssveit.
    Fjárveiting er ætluð til framkvæmda við veginn milli Bjarkarlundar og Skálaness við norðanverðan Breiðafjörð.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði.
    Lagt er til að framkvæmdir við endurgerð Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði, sem er um 35 km langur kafli, hefjist árið 2020 og að þeim ljúki árið 2023.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Vestfjarðavegur – Dýrafjarðargöng.
    Lokið verði við jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á árinu 2020 en verkið hófst árið 2017. Jarðgöngin munu stytta Vestfjarðaveg um 27 km.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Djúpvegur um Hattardalsá í Álftafirði.
    Fjárveitingin er ætluð til endurbyggingar á einbreiðri brú yfir Hattardalsá og færslu vegarins á árinu 2020.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Örlygshafnarvegur um Hvallátur.
    Lagt er til að endurgerð Örlygshafnarvegar um Hvallátur verði á árinu 2021.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Norðursvæði.
Undirbúningur verka utan áætlunar.
    Lögð er til fjárveiting til hönnunar verka utan áætlunar sem koma til framkvæmda síðar.

Jökulsá á Fjöllum.
    Fjárveitingin er ætluð til að undirbúa framkvæmdir við nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum.

Þverárfjallsvegur um Refasveit og Skagastrandarvegur um Laxá.
    Fjárveitingin er ætluð til að endurgera veginn milli hringvegar og Laxár og Þverárfjallsvegar í Refasveit.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Norðausturvegur um Brekknaheiði.
    Lagt er til að vegurinn um Brekknaheiði verði endurgerður á árunum 2023 og 2024.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hörgárdalsvegur.
    Lagt er til að Hörgárdalsvegur milli Skriðu og Brakanda verði endurgerður og lagður bundnu slitlagi á árinu 2020.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Eyjafjarðarbraut vestri um Hrafnagil.
    Lagt er til að Eyjafjarðarbraut vestri verði færð austur fyrir byggðina í Hrafnagili í samræmi við aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Dettifossvegur, Súlnalækur – Ásheiði.
    Fjárveiting er ætluð til að klára nýjan Dettifossveg milli Súlnalækjar og Ásheiðar á árunum 2020 og 2021.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Austursvæði.
Undirbúningur verka utan áætlunar.
    Lögð er til fjárveiting til hönnunar verka utan áætlunar til framkvæmda síðar.

Hringvegur um Lagarfljót.
    Fyrirhugað er að endurnýja timburgólf á brúnni á árinu 2020 og verður farið í viðgerð á stöplum brúarinnar.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hringvegur um Berufjarðarbotn.
    Fjárveitingin er ætluð til að ljúka við nýjan kafla hringvegar um Berufjarðarbotn á árinu 2020.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hringvegur um Hvalnes- og Þvottárskriður.
    Gert er ráð fyrir að fara í uppsetningu á stálþili á þessum vegarkafla á árinu 2020 til þess að varna grjóthruni inn á veg.

Hringvegur um Hornafjörð.
    Gert er ráð fyrir að halda áfram framkvæmdum á hringveginum um Hornafjörð og ljúka á árunum 2021–2024. Leitað verði leiða til að fjármagna þetta verkefni í samstarfi við einkaaðila. Fjárveiting miðast við helming áætlaðs kostnaðar.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hringvegur um Steinavötn.
    Fjárveitingin er ætluð til endurbyggingar brúar á Steinavötnum en einbreið bráðabirgðabrú var byggð haustið 2017 í stað brúar sem skemmdist í vatnavöxtum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Borgarfjarðarvegur, Eiðar – Laufás.
    Lagt er til að byrjað verði á endurbótum á Borgarfjarðarvegi milli Eiða og Laufáss á árinu 2024 en þar er nú malarvegur. Gert er ráð fyrir tveggja ára verktíma.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Borgarfjarðarvegur um Vatnsskarð.
    Fjárveitingin er ætluð til að ljúka þeim framkvæmdum sem hófust árið 2019.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Jökuldalsvegur, Gilsá – Arnórsstaðir.
    Fjárveitingin er ætluð til endurbóta á Jökuldalsvegi á milli Gilsár og Arnórsstaða á árinu 2020.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Axarvegur, um Öxi.
    Gert er ráð framkvæmdum á Axarvegi á árunum 2021–2023. Leitað verði leiða til að fjármagna þetta verkefni í samstarfi við einkaaðila. Fjárveiting miðast við helming áætlaðs kostnaðar.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Jarðgangaáætlun.
    Undanfarin ár hefur verið unnið að gerð Dýrafjarðarganga en áætlað er að framkvæmdum við þau ljúki á árinu 2020. Í þessari áætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við Fjarðarheiðargöng á árinu 2022.
    Verkefnishópur um Seyðisfjarðargöng skilaði skýrslu um valkosti og áhrif á Austurlandi í júní 2019. Þar voru bornir saman mismunandi kostir í þá veru að rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar og styrkja byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði og Austurlandi öllu. Niðurstaða hópsins var að með hliðsjón af ávinningi samfélagsins á Seyðisfirði, sem og Austurlandi í heild, væri vænlegast að rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði sem fyrsta áfanga. Seinni áfanginn, sem um leið býr til hringtengingu innan svæðisins, væru göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar.

Sameiginlegt og óskipt.
Tengivegir, bundið slitlag.
    Fjárveiting er ætluð til styrkingar og lagningar bundins slitlags á umferðarlitla tengivegi. Fyrir liggja verklagsreglur um hvernig staðið verður að því að leggja bundið slitlag á þessa vegi. Þeir eru flestir með takmarkað burðarþol, lega þeirra í hæð og plani er ekki fullnægjandi og svo mætti áfram telja. Þar sem víkja þarf frá veghönnunarreglum, eins og í beygjum og blindhæðum, verður gripið til viðeigandi mótvægisaðgerða. Beygjur verða merktar með leiðbeinandi hraða og með stefnuörvum. Blindhæðir verða málaðar með heildreginni línu og merktar með viðeigandi umferðarmerki og leiðbeinandi hraða og þeim jafnvel skipt í einstaka tilvikum. Til greina kemur að lækka leyfilegan hámarkshraða ef hönnunarhraði á öllum veginum er almennt lágur eða ef um stuttan veg er að ræða. Reynt verður að fylgja veghönnunarreglum vegna öryggissvæða utan vega eftir megni. Með þessum aðgerðum telur Vegagerðin að flýta megi lagningu bundins slitlags á umferðarlitla tengivegi án þess að það komi niður á öryggi þeirra og telur Vegagerðin að aðgerðirnar geti jafnframt aukið öryggi. Með fjárveitingu þeirri sem lögð er til á tímabilinu má að öllum líkindum leggja bundið slitlag á um 130 km samtals. Lagt er til að skipting fjárins fari eftir umferð og lengd tengivega á hverju svæði án bundins slitlags. Heimilt er einnig að nota fjárveitingu þessa til framkvæmda á héraðsvegum sem gegna hlutverki tengivega og eftir atvikum einnig á umferðarlitlum stofnvegum.

Einbreiðar brýr.
    Fjárveiting er ætluð til að breikka eða skipta út einbreiðum brúm. Á þjóðvegum eru 677 einbreiðar brýr og þar af eru 36 einbreiðar brýr á hringveginum. Miðað er við að þeim fækki um níu á tímabilinu.

Hjóla- og göngustígar (utan höfuðborgarsvæðisins).
    Fjárveiting tekur mið af að auka verulega möguleika á hjólreiðum með framkvæmdum í stígagerð. Reiknað er með að viðkomandi sveitarfélög taki þátt í kostnaði að undangengnum samningum þar um. Miðað er við að þátttaka Vegagerðarinnar verði allt að helmingur kostnaðar nema á langleiðum utan höfuðborgarsvæðisins þar sem kostnaðarþátttaka getur orðið meiri. Fjárveitingin hér miðast við göngu- og hjólastíga utan höfuðborgarsvæðisins en stígar á höfuðborgarsvæðinu eru hluti af Samgöngusáttmálanum. Með stígagerðinni er stefnt að því að leyfa ekki umferð hjólandi ökumanna á vegum samhliða stígum.

Samgöngurannsóknir.
    Fjárveitingin er ætluð til að styrkja rannsóknir á sviði vegtækni og samgangna. Miðað er við að styrkja verkefni í samræmi við áherslur samgönguáætlunar.

Héraðsvegir.
    Samkvæmt vegalögum, nr. 80/2007, svara héraðsvegir að mestu til safnvega áður. Lengd héraðsvega er um 2.644 km. Með breytingu á vegalögum í ársbyrjun 2015 styttust héraðsvegir um 346 km og lengdust tengivegir sem því nemur.

Landsvegir utan stofnvegakerfis.
    Landsvegir eru vegir yfir fjöll og heiðar og aflagðir byggðavegir á eyðilendum. Lengd þeirra er um 1.955 km. Á landsvegum skal einungis gera ráð fyrir árstímabundinni umferð og minna eftirliti og minni þjónustu en á öðrum vegum.

Styrkir til samgönguleiða/styrkvegir.
    Heimilt er að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar þjóðvega. Auglýst er eftir umsóknum árlega.

Reiðvegir.
    Lagt er til að árleg fjárveiting til reiðvega verði 75 millj. kr. á ári út tímabilið.

Smábrýr.
    Lagt er til að fjárveiting til smábrúa verði 50 millj. kr. á ári.

Girðingar.
    Lagt er til að árleg fjárveiting til viðhalds girðinga verði 60 millj. kr. á tímabilinu.

Sameiginlegur jarðgangakostnaður.
    Fjárveiting er ætluð til greiðslu sameiginlegs kostnaðar við undirbúning framkvæmda við jarðgöng.

Samgöngusáttmálinn.
    Í Samgöngusáttmálanum er gert ráð fyrir umtalsverðum framkvæmdum á innviðum allra samgöngumáta á höfuðborgarsvæðinu: Stofnbrautum, Borgarlínu og göngu- og hjólastígum. Gert er ráð fyrir að nokkur stór verkefni tengd stofnbrautum klárist á tímabilinu, þá sérstaklega á Reykjanesbraut. Einnig er gert ráð fyrir því að framkvæmdir við stokk á Miklubraut hefjist, Arnarnesvegur verði byggður upp milli Rjúpnavegs og Breiðholtsbrautar og hringvegur milli Bæjarháls og Vesturlandsvegar verði breikkaður.
    Gert er ráð fyrir að þrjár fyrstu leiðir Borgarlínu, þ.e. milli Ártúns og Hlemms, milli Hlemms og Hamraborgar og milli Hamraborgar og Linda, verði fullkláraðar á tímabilinu.

    Aðrar framkvæmdir eru eftirfarandi:

Hjóla- og göngustígar.
    Ætlunin er að efla verulega uppbyggingu samgöngukerfis hjólreiða og göngu á höfuðborgarsvæðinu.

Umferðarstýring, aukið umferðarflæði og öryggisaðgerðir.
    Ætlunin er að greiða kostnað við ýmis smærri verk sem ætlað er að útrýma flöskuhálsum á einstökum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, reka og bæta stýringu umferðarljósa og bæta þar með umferðarflæði, efla umferðaröryggi og bæta almenningssamgöngur með gerð sérreina fyrir strætisvagna og öðrum aðgerðum í þágu strætisvagna, svo sem við gatnamót.

Göngubrýr og undirgöng.
    Ætlunin er að auka öryggi fótgangandi og hjólreiðafólks við umferðarmiklar stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu.

3.2.3. Framkvæmdir við vita og hafnir.
3.2.3.1. Vitabyggingar.
    Undir þennan lið fellur nauðsynleg endurnýjun á búnaði vita og dufla. Miðað er við að nýir vitar eða dufl verði ekki tekin í notkun heldur aðeins endurbygging eldri vita eða endurnýjun dufla. Að auki falla öldudufl undir þennan lið en gera má ráð fyrir að þeim fjölgi á tímabilinu. Innan skamms má búast við að þörf verði á endurnýjun nokkurra vita.

3.2.3.2. Sjóvarnargarðar.
    Gert er ráð fyrir áframhaldandi vinnu að sjóvörnum á áætlunartímabilinu. Unnið er í samvinnu við sveitarfélög eða landeigendur sem greiða a.m.k. 1/8 hluta kostnaðar. Við útdeilingu fjármagns er notað forgangsröðunarlíkan sem tekur tillit til sjávarrofs og verðmæta lands sem hverfur. Gert er ráð fyrir að framkvæmdaþörf í sjóvörnum aukist vegna hækkandi sjávarstöðu sem orsakast af hnattrænni hlýnun og jarðskorpuhreyfingum. Þá er töluvert um að sjóvarnir séu orðnar gamlar og þörf sé á endurbyggingu og styrkingu. Í töflu 10 í þingsályktunartillögunni er að finna ítarlega sundurliðun á fyrirhuguðum sjóvarnarframkvæmdum.

3.2.3.3. Landeyjahöfn.
    Á áætlunartímabilinu er gert ráð fyrir endurbótum á Landeyjahöfn. Framlögunum er ætlað að standa undir kostnaði við rannsóknir, öryggismál og framkvæmdir sem eiga að auðvelda að halda nægu dýpi í höfninni. Einnig er gert ráð fyrir viðhaldsdýpkun árlega auk landgræðslu. Í lok tímabilsins er gert ráð fyrir að malbika bílastæði og endurbyggja flóðvarnargarða. Miðað er við að viðhaldsdýpkun verði mest með dýpkunarskipum en yfir háveturinn verður hafnarmynnið dýpkað frá landi. Helstu framkvæmdir eru að steypa akbraut út á ytri garðhausa, byggja tunnu á endum til að þrengja hafnarmynnið og stækka athafnarými ferjunnar í innri höfn. Gert er ráð fyrir að fjárveitingar lækki á seinni hluta tímabilsins vegna minni dælingar með komu grunnristari ferju sem kom sumarið 2019.
    Gert er ráð fyrir áframhaldandi rannsóknum á endurbótum Landeyjahafnar, sem felast í að draga úr sandburði og ölduhæð.

Botndælubúnaður í Landeyjahöfn.
    Gert er ráð fyrir að komið verði upp dælu og lögnum við hafnarmynnið til að dýpka yfir veturinn.

3.2.3.4. Ferjubryggjur.
    Undir ferjubryggjur falla framlög til viðhalds og endurbyggingar hafnarmannvirkja utan skilgreindra hafnarsvæða þar sem ríkið styrkir ferjusiglingar, t.d. á Breiðafirði, í Mjóafirði og við Ísafjarðardjúp. Á tímabilinu er gert ráð fyrir að endurbyggja ferjuaðstöðuna í Mjóafirði og rífa ferjubryggjur við Ísafjarðardjúp sem eru aflagðar.

3.2.3.5. Hafna- og strandrannsóknir.
    Undir hafnarannsóknir falla frumrannsóknir, gerð grunnkorta af hafnarsvæðum, dýptarmælingar, jarðvegsathuganir, straumfræðirannsóknir, undirstöðurannsóknir á sjólagi og strandbreytingum, öldulíkön fyrir hafnir, líkantilraunir og hagkvæmniathuganir.
    Hornafjörður: Kannaðir verða möguleikar á að auka dýpi til siglinga yfir Grynnslin utan við Hornafjarðarós. Unnið verður samkvæmt rannsóknaráætlun en áætlaður heildarkostnaður er um 50 millj. kr. Þessar rannsóknir eru afar mikilvægar fyrir Hornafjarðarhöfn til að unnt sé að skera úr um það hvort hún geti þróast í takt við stærri og djúpristari fiskiskipaflota og flutningaskip.

Strandrannsóknir.
    Til strandrannsókna teljast m.a. öflun ýmissa grunnupplýsinga, mælingar og rannsóknir sem stuðla að öryggi sjófarenda og íbúa á strandsvæðum og grunnrannsóknir sem nýtast við hönnun hafnarmannvirkja, sjóvarnargarða og annarra mannvirkja við strendur landsins.
    Helstu verkefnaflokkar eru:
          Öldufars- og sandburðarrannsóknir. Helstu verkefni eru öldufars- og efnisburðarrannsóknir, sandflutningar við Þorlákshöfn og Landeyjahöfn, landbrot við Vík í Mýrdal og við Jökulsá á Breiðamerkursandi, rannsóknir til að tryggja aukið dýpi fyrir stærri fiskiskip í innsiglingunni til Hafnar í Hornafirði, sandburður og uppbygging lands í Sauðárkrókshöfn og sandflutningur í skjóli við brimvarnargarðinn á Rifi.
          Umhverfisrannsóknir. Þessar rannsóknir beinast að áframhaldandi þróun upplýsingakerfis um veður og sjólag. Stefnt er að uppsetningu kerfis sjávarborðsmæla til að fylgjast með afstöðubreytingum lands og sjávar sem geta stafað af jarðskorpuhreyfingum og hnattrænni hlýnun. Fylgjast þarf með langtímabreytingum, m.a. til að meta flóðahættu við strendur. Rauntímaölduspárlíkan fyrir landgrunnið verður útvíkkað og endurbætt með það að markmiði að bæta upplýsingagjöf til sjófarenda nærri ströndinni. Bætt verði við ölduspá við hafnir. Reklíkan sem tekur á reki skipa, björgunarbáta, hafíss og mengandi efna verður virkjað og endurbætt.

3.2.4. Hafnabótasjóður – styrktar framkvæmdir.
    Stjórnvöldum er heimilt að styrkja framkvæmdir í höfnum samkvæmt hafnalögum. Hlutur ríkisins er frá 60% til 90% og ræðst af tekjum hafna og viðkomandi framkvæmdum, sbr. 24. gr. hafnalaga, nr. 61/2003.
    Í hafnalögum er það skilyrði sett fyrir úthlutun styrkja úr ríkissjóði að viðkomandi höfn hafi skilað rekstrarafgangi að teknu tilliti til vaxta eða hafi nýtt möguleika sína til tekjuöflunar með eðlilegum hætti.
    Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. hafnalaga skal framlag ríkissjóðs ekki raska ótilhlýðilega samkeppni milli hafna samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Eftirtaldar hafnir fá ekki ríkisstyrk vegna þessa ákvæðis: Faxaflóahafnir, Kópavogshöfn, Hafnarfjarðarhöfn og hafnir í Fjarðabyggð.
    Við undirbúning samgönguáætlunar sóttu hafnir um framlag til framkvæmda fyrir um 36 milljarða kr. á tímabili áætlunarinnar og þar af gæti framlag ríkissjóðs numið allt að 18 milljörðum kr. Framlag ríkissjóðs til nýrra hafnaframkvæmda, þ.e. að frádregnum hafnaframkvæmdum á eldri áætlun, er aðeins um 5 milljarðar kr. og því er nauðsynlegt að forgangsraða hafnaframkvæmdum í samgönguáætlun. Við forgangsröðun var eftirfarandi haft að leiðarljósi:
          Framkvæmdir sem voru hafnar fóru inn á nýja áætlun.
          Framkvæmdir sem voru í eldri samgönguáætlun en voru ekki hafnar fóru endurskoðaðar í nýja áætlun.
          Að viðkomandi framkvæmd taki mið af mikilvægi fyrir samgöngukerfi landsins og almannahagsmuni á viðkomandi stað, sbr. 23. gr. hafnalaga.
          Að viðkomandi framkvæmd sé hagkvæm og ekki ætluð til afnota fyrir einstaka aðila í flutningastarfsemi, sbr. 23. gr.
          Að viðkomandi framkvæmd raski ekki samkeppnisstöðu samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. 23. gr.
          Höfnin skili rekstrarafgangi að teknu tilliti til vaxta eða hafi nýtt möguleika sína til tekjuöflunar með eðlilegum hætti, sbr. 24. gr.
          Að framkvæmdin tryggi viðhald hafnarinnar og öryggi sjófarenda.
          Viðhaldsdýpkanir og endurbygging hafnarmannvirkja.

Rannsóknir til að bæta hafnaraðstöðu.
    Úr hafnabótasjóði er fjárveiting ætluð til að bæta hafnaraðstöðu í einstökum höfnum. Óskað hefur verið eftir rannsóknum til að bæta hafnaraðstöðu á eftirtöldum stöðum:
          Arnarstapi, athugun á að auka athafnarými, viðlegu og kyrrð innan hafnar.
          Ólafsvík, athugun á lengingu Norðurgarðs til að auka kyrrð innan hafnar. Einnig lengd og form garðs.
          Vesturbyggð, athugun á aðstöðu fyrir flutningaskip á Patreksfirði.
          Bolungarvík, athugun á áhrifum endurbóta innan hafnar á kyrrð og hvort unnt sé að draga úr sandburði, athugun á ástandi Grundargarðs og mat á þörf til endurbyggingar.
          Ísafjörður, athuganir á aðkomu og aðstöðu stórra skemmtiferðaskipa.
          Sauðárkrókur, undirbúningsrannsóknir vegna nýrrar ytri hafnar, sandburðarreikningar og öldulíkön.
          Húsavík, athugun á kyrrð við Bökubakka með reiknilíkani fyrir öldur innan hafnar, athugun á möguleikum til að hefta sandburð.
          Þórshöfn, athugun á stækkunarmöguleikum.
          Fjarðabyggð, athugun á hafnaraðstöðu fyrir botni Eskifjarðar.
          Djúpivogur, athugun á hafnaraðstöðu fyrir fiskeldi.
          Vestmannaeyjar, gera samanburð á hafnarkostum fyrir stór flutningaskip.
          Þorlákshöfn, sandburðarrannsóknir í tengslum við nýja innsiglingarlínu, endurskoðun á tillögum að stórskipahöfn.
          Grindavík, setja upp reiknilíkan fyrir höfnina til að kanna áhrif ýmissa breytinga á kyrrð innan hafnar.
          Reykjaneshöfn, athugun á uppbyggingu fiskihafnar og aðstöðu fyrir slipp í Njarðvíkurhöfn.

Helstu hafnaframkvæmdir.
    Á fyrri hluta tímabilsins er gert ráð fyrir að ljúka þeim verkum sem þegar eru hafin og byrja aðeins á verkefnum sem voru á eldri áætlun. Gera má ráð fyrir að við endurskoðun áætlunar verði gerðar breytingar á síðara tímabilinu. Í töflu 9 í þingsályktunartillögunni er að finna ítarlega lýsingu á fyrirhuguðum ríkisstyrktum hafnarframkvæmdum.