Ferill 440. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 610  —  440. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um auknar skuldbindingar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna laga um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hversu mikið jukust skuldbindingar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, samkvæmt viðmiðum hans um tryggingafræðilegar úttektir, vegna áhrifa gildistöku laga um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara, nr. 141/2003, á lífeyrisrétt ráðherra annars vegar og hins vegar alþingismanna sem í störfum voru við gildistöku laganna?
     2.      Hversu mikið jókst skuldbinding sjóðsins vegna ráðherra og alþingismanna sem látið höfðu af störfum?
     3.      Hver var meðaltalshækkun á rétti til mánaðarlegs lífeyris við starfslok ráðherra annars vegar og hins vegar alþingismanna sem sæti áttu á Alþingi við gildistöku laganna?
     4.      Hver var fjárhagslegur ávinningur þingmanna og ráðherra sem sátu á þingi eða í ríkisstjórn við samþykkt umræddra laga 15. desember 2003 af setningu þeirra, reiknað sem réttur til aukins mánaðarlegs lífeyris? Þess er farið á leit að þessi ávinningur verði annars vegar tilgreindur sem meðaltal fyrir hópinn en hins vegar greindur í tíundir eftir fjárhæðum.


Skriflegt svar óskast.