Ferill 475. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 706  —  475. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um afhendingaröryggi raforku.

Frá Njáli Trausta Friðbertssyni.


     1.      Hvaða sveitarfélög misstu rafmagn vegna áhrifa óveðursins 10. desember 2019 á flutningskerfið og hversu lengi?
     2.      Hvaða sveitarfélög misstu rafmagn vegna áhrifa óveðursins á dreifikerfið og hversu lengi?
     3.      Hvers eðlis voru þau áhrif á flutnings- og dreifikerfið sem ollu mestum truflunum?
     4.      Til hvaða ráðstafana er raunhæft að grípa til að koma í veg fyrir slíkar truflanir eða lágmarka áhrif þeirra, hverjar þeirra eru mikilvægastar og í veg fyrir hvaða truflanir hefðu þær komið í þessu tilviki?
     5.      Hafa einhverjar þeirra ráðstafana sem taldar eru mikilvægastar til að auka afhendingaröryggi raforku þegar verið settar á dagskrá, hver er staða þeirra og hvenær er þess að vænta að þeim ljúki?


Skriflegt svar óskast.