Ferill 518. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 857  —  518. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um hjúkrunarrými.

Frá Þorsteini Víglundssyni.


     1.      Hversu margir einstaklingar eru á biðlista eftir hjúkrunarrými samkvæmt nýjustu upplýsingum? Svar óskast sundurliðað eftir landshlutum þar sem einstaklingar hafa heimilisfang.
     2.      Hversu mikið má vænta að fjölgi í hópi þeirra sem þurfa á þjónustu þessari að halda á næstu fjórum árum? Svar óskast sundurliðað eftir landshlutum.
     3.      Hyggst ráðherra standa fyrir uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma til þess að mæta væntanlegri aukinni þörf fyrir slík rými og ef svo er, hvar er áætlað að þau verði staðsett og hver verður fjöldi rýma á hverjum stað?
     4.      Er í gildandi fjármálaáætlun nægt fjármagn til byggingar og reksturs áætlaðra hjúkrunarrýma?
     5.      Hvað hafa verið byggð mörg ný hjúkrunarrými undanfarinn áratug? Svar óskast sundurliðað eftir árum og landshlutum og ef um endurbætur á fyrirliggjandi rýmum er að ræða óskast það sundurliðað frá þeim nýju.
     6.      Hvað hafa mörg rými verið aflögð á undanförnum áratug? Svar óskast sundurliðað eftir árum og landshlutum.


Skriflegt svar óskast.