Ferill 570. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 937  —  570. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hvað líður stefnumótun um aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi sem starfshópi skipuðum af forsætisráðherra var falið að vinna að í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarflokkanna?
     2.      Hyggst ráðherra leggja til lagabreytingar til að styrkja stöðu þolenda slíkra brota?
     3.      Með hvaða hætti má stuðla að vitundarvakningu í samfélaginu um stafrænt kynferðisofbeldi og tengd brot?