Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 641, 151. löggjafarþing 211. mál: bætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum (lokauppgjör).
Lög nr. 148 29. desember 2020.

Lög um breytingu á lögum nr. 47/2010, um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 (lokauppgjör).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 1. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „eða heimilum sem falla undir lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn, nr. 26/2007“ kemur: fyrir fötluð börn sem starfræktar voru á vegum hins opinbera og þar sem börn voru vistuð sólarhringsvistun.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Lög þessi taka til starfsemi þessara stofnana fram til 1. febrúar 1993.


2. gr.

     Orðin „eða heimili“ og „skýrsla nefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007 og“ í 1. málsl. 2. gr. laganna falla brott.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. 3. mgr. orðast svo:
  2.      Nú hefur vistmaður verið vistaður á fleiri en einni stofnun sem falla undir lög þessi og skal þá við endanlegt mat líta heildstætt til þeirra þátta sem tilgreindir eru í 1. og 2. mgr., þó þannig að heildarbætur rúmist innan marka þess sem getur í 2. mgr.
  3. Orðin „allt að 2 millj. kr.“ í 1. málsl. 4. mgr. falla brott.
  4. 2. og 3. málsl. 4. mgr. falla brott.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Eigi síðar en 1. febrúar 2021 skal ráðherra fela tilteknum sýslumanni að gefa út innköllun vegna stofnana sem falla undir lög þessi.
  2. Orðin „eða heimili“ og „er skýrslan tók til“ í 3. málsl. 1. mgr. falla brott.
  3. Orðin „eða heimili“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
  4. Lokamálsliður 2. mgr. orðast svo: Þar skal einnig gefinn kostur á að veita sýslumanni heimild til aðgangs að gögnum um viðkomandi sem varða málið hjá öðrum stjórnvöldum.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Hann skal afla staðfestingar á því að viðkomandi hafi verið vistaður á þeirri stofnun sem um ræðir.
  2. Í stað orðanna „einu og sama heimilinu eða“ í lokamálslið 1. mgr. kemur: einni og sömu.
  3. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Sá sem hefur lýst kröfu skal taka afstöðu til sáttaboðs innan 30 daga frá móttöku þess. Verði sáttaboði ekki tekið innan þess frests telst því hafa verið hafnað.
  5. Orðin „eða heimili“ í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.
  6. Í stað orðanna „fyrsti dagur næsta mánaðar“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: 30 dögum.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
  1. Í stað „2. mgr.“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 3. mgr.
  2. Orðin „eða heimili“ í lokamálslið 1. mgr. falla brott.
  3. 3. mgr. orðast svo:
  4.      Úrskurðarnefndin skal hafa aðgang að gögnum sem sýslumaður hefur aflað skv. 2. mgr. 5. gr.
  5. 1. málsl. 4. mgr. orðast svo: Nú telur sá sem kröfu gerir að gögn skv. 3. mgr. séu ófullnægjandi við mat á rétti hans til sanngirnisbóta samkvæmt lögum þessum, eða hann óskar af öðrum ástæðum eftir því að tjá sig nánar um atriði sem gögnin taka til, og skal þá úrskurðarnefndin heimila honum að leggja fram skriflega greinargerð.
  6. Í stað orðanna „framkomna framburði“ í 2. málsl. 4. mgr. kemur: framkomnar upplýsingar.


7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
  1. Orðin „eða heimili, einkum á grundvelli skýrslu nefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007“ í 2. mgr. falla brott.
  2. Í stað orðanna „1. dagur næsta mánaðar“ í 5. mgr. kemur: 30 dögum.


8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Ráðherra skipar sérstakan tengilið sem koma skal“ í 1. málsl. kemur: Tengiliður stofnana fyrir fötluð börn skal koma.
  2. 3. málsl. orðast svo: Þá skal hann leiðbeina fyrrverandi vistmönnum sem eiga um sárt að binda í kjölfar vistunar um úrræði sem ríki og sveitarfélög bjóða upp á, svo sem varðandi endurhæfingu og menntun.
  3. Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 2013“ í lokamálslið kemur: að kröfulýsingarfresti skv. 1. mgr. 5. gr. lýkur.
  4. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Tengiliður vegna stofnana fyrir fötluð börn.


9. gr.

     Orðin „vistheimilisnefndar og annarra“ í lokamálslið 2. mgr. 11. gr. laganna falla brott.

10. gr.

     Orðin „heimili eða“ í 13. gr. laganna falla brott.

11. gr.

     Við 14. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Lögin falla brott 31. desember 2023.

12. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða í lögunum fellur brott.

13. gr.

     Heiti laganna verður: Lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn.

14. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2021.
     Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn, nr. 26/2007.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 2020.