Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 655  —  2. mál.
Síðari umræða.



Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2021–2025.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


    Við töfluna Heildarútgjöld málefnasviða árin 2021–2025 og töfluna Útgjaldarammar málefnasviða árin 2021–2025. Eftirfarandi liðir breytist sem hér segir:
Millj. kr. 2021 2022 2023 2024 2025
10 Rétt. einstakl., trúmál og stjórnsýsla dómstóla
Skv. frumskjali
17.095 16.620 16.570 16.841 16.715
Breyting
60 60 60 60 60
Samtals
17.155 16.680 16.630 16.901 16.775

Greinargerð.

    Gerð er tillaga um 60 millj. kr. árlegt framlag til að koma á fót sjálfstæðri innlendri mannréttindastofnun. Þar sem ekki var gert ráð fyrir stofnuninni í fjármálaáætlun féll dómsmálaráðherra frá áformum um að leggja fram frumvarp til að koma slíkri stofnun á fót. Verði breytingartillagan samþykkt er því beint til ráðherra að leggja slíkt frumvarp fram á vorþingi 2021.