Ferill 372. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 661  —  372. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og lögum um fjársýsluskatt (fjármálaþjónusta o.fl.)

Frá efnahags- og viðskiptanefnd


     1.      Á eftir 9. gr. komi tveir nýir kaflar, Breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, og Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990, með einni grein hvor, er orðist svo:
                  a.      (10. gr.)
                      Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða VII í lögunum:
                      a.      Orðin „á árinu 2020“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
                      b.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hið sama á við um skil á allt að tveimur greiðslum af afdreginni staðgreiðslu af launum skv. 1. og 2. tölul. 5. gr., sem eru á gjalddaga 1. janúar 2021 til og með 1. desember 2021, og skal nýr gjalddagi og eindagi þeirra vera 15. janúar 2022.
                      c.      Við 2. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Með sama hætti verður ekki fallist á að um verulega rekstrarörðugleika sé að ræða sem réttlæti frestun greiðslu skv. 3. málsl. 1. mgr. hafi arði verið úthlutað eða eigin hlutir keyptir á árinu 2021 eða úttekt eigenda innan ársins 2021 farið umfram reiknað endurgjald þeirra. Fari arðgreiðsla, kaup eigin hluta eða úttekt skv. 2. málsl. fram eftir frestun greiðslu skv. 3. málsl. 1. mgr. skal um þá greiðslu fara eftir ákvæði 5. mgr.
                  b.      (11. gr.)
                      Við 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XI í lögunum bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hið sama á við um skil á allt að tveimur greiðslum á staðgreiðslu tryggingagjalds sem eru á gjalddaga 1. janúar 2021 til og með 1. desember 2021, og skal nýr gjalddagi og eindagi þeirra vera 15. janúar 2022.
     2.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, lögum um fjársýsluskatt, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um tryggingagjald.