Ferill 337. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 688  —  337. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 110/2020.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (WÞÞ, BjG, HarB, PállM, SÞÁ).


     1.      Við 4. gr. Nýr liður:
        5.13    Að leggja allt að 190 m.kr. hlutafé í Keili ehf. þannig að ríkissjóður verði meirihlutaeigandi félagsins gegn því að sveitarfélögin á Suðurnesjum greiði jafnframt til viðbótar 180 m.kr. inn í félagið.
     2.      Breyttir liðir:
         7.28    Að veita framlög í sérstakt tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu með arðbærum fjárfestingum sem auka eftirspurn eftir vinnuafli. Skilyrði framlaga til verkefnis er að það hafi hafist eigi síðar en 1. september 2020 og sé að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021. Vegna framlaga til menningar og lista sem ákvörðuð voru í fjárfestingarátakinu er hins vegar heimilt að miða við að verkefni hefjist eigi síðar en 1. janúar 2021 og sé að fullu lokið 1. desember 2021.
         7.33    Að veita lánastofnunum ábyrgð ríkissjóðs á höfuðstól lána, að meðtöldum vöxtum, til að styðja við einstaklinga og lögaðila sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og hafa orðið fyrir tímabundnum skakkaföllum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Heimildin verður nýtt í samræmi við skilyrði sem kveðið er á um í lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Jafnframt er heimilt að semja við Seðlabanka Íslands um að annast umsýslu vegna ábyrgðar ríkissjóðs á lánum.