Ferill 428. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 707  —  428. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um rannsóknir á peningaþvætti og lengd þeirra hjá lögreglu.


Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu margar ábendingar um peningaþvætti bárust skrifstofu fjármálagreininga lögreglu, áður peningaþvættisskrifstofu, hjá héraðssaksóknara á árunum 2015–2020? Svar óskast sundurliðað eftir árum og hvaðan ábendingar bárust.
     2.      Hversu margar ábendinganna leiddu til lögreglurannsóknar og hver varð niðurstaða hverrar rannsóknar?
     3.      Hver var meðallengd lögreglurannsókna í dögum talið árin 2015–2020?
     4.      Hvert var frávik í lengd lögreglurannsókna frá rannsóknaráætlunum fyrir árin 2018– 2020 að meðaltali í dögum talið?
    Svar við 3. og 4. tölul. óskast sundurliðað eftir embættum og eftir þeim brotaflokkum sem taldir eru upp í grein 3.2 í fyrirmælum ríkissaksóknara um rannsóknaráætlanir og greiningu sakamála, nr. 2/2018, þ.e. eftir manndrápum, nauðgunarbrotum, kynferðisbrotum gegn börnum, brotum í nánum samböndum, mansali, stórfelldum fíkniefnabrotum, skipulagðri glæpastarfsemi sem hefur alþjóðlegar tengingar, málum sem varða alvarlegar líkamsárásir, efnahagsbrotum og stærri fjármunabrotum að viðbættum peningaþvættisbrotum. Svar óskast einnig sundurliðað eftir rannsóknum sem lauk innan hvers almanaksárs og eftir rannsóknum sem stóðu enn yfir í lok hvers árs.


Skriflegt svar óskast.