Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 877  —  167. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um uppgreiðslu lána vegna fasteignaviðskipta á Suðurnesjum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hverjir eru þeir fjárfestar og hver eru þau fyrirtæki sem greiddu upp 256 lán hjá Íbúðalánasjóði vegna fasteignaviðskipta á Suðurnesjum á árunum 2016–2017 og hversu há lán endurgreiddi hver aðili?
     2.      Hversu hárri upphæð nam heildarendurgreiðslan?
     3.      Hver voru vaxtakjör lánanna?
     4.      Hversu mikið greiddu sömu aðilar til sjóðsins í uppgreiðslugjald af þessum lánum?


    Við uppgreiðslu fasteignalána liggja ekki fyrir upplýsingar um hvort uppgreiðslan sé vegna fasteignaviðskipta eða endurfjármögnunar. Til að svara fyrirspurninni hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tekið saman upplýsingar um lán lögaðila sem voru með veði í fasteignum á Suðurnesjum og voru greidd upp á árunum 2016–2017. Fjöldi þeirra er 58 en ekki 256.
    Í meðfylgjandi töflu kemur fram hver lántaki var, fjöldi lána, fjárhæð endurgreiðslu, vaxtakjör og tímalengd lána. Engin lánanna báru uppgreiðsluákvæði og því engin uppgreiðslugjöld greidd.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.