Ferill 526. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 884  —  526. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um stöðu aðgerða samkvæmt þingsályktun nr. 18/150 um fræðslu um vefjagigt og endurskoðun á skipan sérhæfðrar endurhæfingarþjónustu.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Hefur ráðherra beitt sér fyrir fræðslu til almennings um vefjagigt og ef svo er, með hvaða hætti? Ef ekki, hvenær má vænta þess?
     2.      Hefur farið fram endurskoðun á skipan sérhæfðrar endurhæfingarþjónustu? Ef ekki, hvenær má vænta þess?
     3.      Hefur verið unnið að því að styrkja greiningarferlið vegna vefjagigtar og ef svo er, með hvaða hætti? Ef ekki, hvenær má vænta þess?
     4.      Er byrjað að bjóða upp á heildræna meðferð við vefjagigt byggða á gagnreyndum rannsóknum? Ef ekki, hvenær má vænta þess?


Skriflegt svar óskast.