Ferill 195. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 922  —  195. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um samninga samkvæmt lögum um opinber fjármál.


     1.      Hvaða samninga sem í gildi eru hefur ráðuneytið og stofnanir þess gert skv. 40. og 41. gr. laga um opinber fjármál?
    Ráðuneytið hefur hvorki gert samninga skv. 2. mgr. 40. gr. né skv. 41. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál. Samningar sem ráðuneytið hefur gert skv. 1. mgr. 40. gr. laga um opinber fjármál:
     *      Almannarómur ses., kt. 621214-2680.
       *      Samningur um rekstur miðstöðvar máltækniáætlunar.
       *      Hinn 3.9.2019 var gerður viðauki við samninginn um greiðslur ráðuneytisins vegna samstarfssamnings Almannaróms við hóp rannsakenda með sérþekkingu á sviði málvísinda og máltækni. Með viðaukanum er þessum hópi rannsakenda falið að annast framkvæmd þeirra verkefna sem tilgreind eru í máltækniáætlun.
       *      Gildistími 20.08.2018–19.08.2023.
       *      Árlegt framlag vegna reksturs miðstöðvar máltækniáætlunar er 40 millj. kr. á ári.
       *      Framlag til verkefna máltækniáætlunar er 383 millj. kr. fyrir tímabilið 01.09.2019– 01.10.2020.
       *      Tilgangur samnings er að fylgja eftir verkáætluninni Máltækni fyrir íslensku 2018– 2022, tengdur stefnu málefnasviðs 18 (menning, listir, íþróttir og æskulýðsmál) í málaflokki 18.3 – menningarsjóðir, sbr. fjármálaáætlun 2018–2022.
     *      Bandalag íslenskra listamanna, kt. 440169-2959.
       *      Samningur um ráðgjöf um mál er varða listir og listamenn almennt.
       *      Gildistími 01.01.2018–31.12.2020.
       *      Framlag fyrir 2020 er 6 millj. kr.
       *      Tilgangur samnings er tengdur framgangi stefnu málefnasviðs 18 (menning, listir, íþróttir og æskulýðsmál) í málaflokki 18.4 – íþrótta- og æskulýðsmál, sbr. fjármálaáætlun 2020–2024.
     *      Domus Mentis geðheilsustöð, ehf., kt. 420217-1020. Fjármálaráðuneytið hefur heimilað að unnið sé áfram að samningsgerð, sbr. 1. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 643/2018, samningurinn er tilbúinn en undirritun hefur ekki farið fram.
       *      Samningur um samskiptaráðgjafa.
       *      Samningurinn gildir frá 01.01.2020–31.12.2022.
       *      Framlag fyrir 2020 verður 16 millj. kr.
       *      Tilgangur samnings er tengdur framgangi stefnu málefnasviðs 18 (menning, listir, íþróttir og æskulýðsmál) í málaflokki 18.4 – íþrótta- og æskulýðsmál, sbr. fjármálaáætlun 2020–2024.
     *      Fisktækniskóli Íslands ehf., kt. 620709-1310.
       *      Samningur um starfsemi framhaldsskóla.
       *      Gildistími 01.01.2016–31.07.2020 en gert er ráð fyrir að viðauki verði gerður við samninginn sem framlengir gildistíma út árið 2020.
       *      Framlag fyrir 2020 er áætlað 69 millj. kr. miðað við gildistíma út árið 2020.
       *      Tilgangur samnings er tengdur framgangi stefnu málefnasviðs 20 – Framhaldsskólastig í málaflokki 20.1 – framhaldsskólar, sbr. fjármálaáætlun 2020–2024.
     *      Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, kt. 670169-0499.
       *      Samningur um framlag vegna styrkveitinga ÍSÍ úr ferðasjóði íþróttafélaga.
       *      Gildistími 01.01.2018–31.12.2020.
       *      Árlegt framlag er 130 millj. kr.
       *      Tilgangur samnings er tengdur framgangi stefnu málefnasviðs 18 (menning, listir, íþróttir og æskulýðsmál) í málaflokki 18.4 – íþrótta- og æskulýðsmál, sbr. fjármálaáætlun 2018–2022.
     *      Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, kt. 670169-0499.
       *      Samningur um framlag til starfsemi ÍSÍ.
       *      Gildistími 01.01.2018–31.12.2020.
       *      Árlegt framlag er 663 millj. kr.
       *      Tilgangur samnings er tengdur framgangi stefnu málefnasviðs 18 (menning, listir, íþróttir og æskulýðsmál) í málaflokki 18.4 – íþrótta- og æskulýðsmál, sbr. fjármálaáætlun 2018–2022.
     *      Kvikmyndaskóli Íslands/Menntastofnun ehf., kt. 620503-2230.
       *      Samningur um viðbótarnám við framhaldsskóla í kvikmyndagerð.
       *      Gildistími 01.01.2020–31.12.2024.
       *      Árlegt framlag er 160 millj. kr.
       *      Tilgangur samnings er tengdur framgangi stefnu málefnasviðs 20 - Framhaldsskólastig í málaflokki 20.1 – framhaldsskólar, sbr. fjármálaáætlun 2020–2024.
     *      Landssamband æskulýðsfélaga, kt. 541004-4750.
       *      Samningur um framlag til starfsemi.
       *      Gildistími 01.01.2018–31.12.2020.
       *      Árlegt framlag er 8 millj. kr.
       *      Tilgangur samnings er tengdur framgangi stefnu málefnasviðs 18 (menning, listir, íþróttir og æskulýðsmál) í málaflokki 18.4 – íþrótta- og æskulýðsmál, sbr. fjármálaáætlun 2018–2022.
     *      Listahátíð í Reykjavík ses., kt. 490970-0299.
       *      Samningur um að skipuleggja og standa að listahátíðum í Reykjavík 2018 og 2020.
       *      Gildistími 01.01.2018–31.12.2020.
       *      Árlegt framlag er 36 millj. kr.
       *      Tilgangur samnings er tengdur framgangi stefnu málefnasviðs 18 (menning, listir, íþróttir og æskulýðsmál) í málaflokki 18.4 – íþrótta- og æskulýðsmál, sbr. fjármálaáætlun 2018–2022.
     *      MÍT – Menntaskóli í tónlist ses., kt. 560916-0510.
       *      Samningur um starfsemi framhaldsskóla.
       *      Gildistími frá 01.09.2016–31.12.2020.
       *      Árlegt framlag er 400 millj. kr.
       *      Tilgangur samnings er tengdur framgangi stefnu málefnasviðs 20 – Framhaldsskólastig í málaflokki 20.1 – framhaldsskólar, sbr. fjármálaáætlun 2017–2021.
     *      Snorrastofa í Reykholti ses., kt. 410396-2039.
       *      Samningur um starfsemi Snorrastofu.
       *      Gildistími frá 01.01.2018–31.12.2020.
       *      Árlegt framlag er 47,7 millj. kr.
       *      Tilgangur samnings er tengdur framgangi stefnu málefnasviðs 18 (menning, listir, íþróttir og æskulýðsmál) í málaflokki 18.4 – íþrótta- og æskulýðsmál, sbr. fjármálaáætlun 2018–2022.
     *      Ungmennafélag Íslands, kt. 660269-5929.
       *      Samningur um framlag til starfsemi UMFÍ.
       *      Gildistími frá 01.01.2018–31.12.2020.
       *      Árlegt framlag er 136,4 millj. kr.
       *      Tilgangur samnings er tengdur framgangi stefnu málefnasviðs 18 (menning, listir, íþróttir og æskulýðsmál) í málaflokki 18.4 – íþrótta- og æskulýðsmál, sbr. fjármálaáætlun 2018–2022.
     *      Þekkingarnet Þingeyinga ses., kt. 670803-3330, fjármálaráðuneytið hefur heimilað að unnið sé áfram að samningsgerð, sbr. 1. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 643/2018, samningurinn er tilbúinn en undirritun hefur ekki farið fram.
       *      Samningur um starfsemi Þekkingarnetsins.
       *      Samningurinn gildir frá 01.01.2020–31.12.2024.
       *      Framlag fyrir 2020 verður 51,2 millj. kr.
       *      Tilgangur samnings er tengdur framgangi stefnu málefnasviðs 21 – Háskólastig í málaflokkum 21.1 – Háskólar og 21.2 – Rannsóknarstofnanir og málefnasviðs 22 – Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og menningarmála í málaflokki 22.2 – Framhaldsfræðsla og menntun óflokkuð á skólastig, sbr. fjármálaáætlun 2020–2024.
    Samningar sem ráðuneytið hefur gert á grundvelli 3. mgr. 40. gr. laga um opinber fjármál. Heildarfjárheimild vegna stjórnsýslu mennta- og menningarmála er 1.160.900.000 kr. fyrir árið 2020.
     *      Origo hf., kt. 530292-2079.
       *      Rent A Prent samningur.
       *      Ótímabundinn samningur með eins mánaðar uppsagnarfresti.
       *      Árlegt framlag er 3.140.000 kr.
       *      Hlutfall af árlegri heildarfjárheimild mennta- og menningarmálaráðuneytis er 0,27%.
     *      Listasafn ASÍ, kt. 510570-0819.
       *      Samningur um leigu á listaverkum.
       *      Ótímabundinn samningur.
       *      Árlegt framlag er 1.330.000 kr.
       *      Hlutfall af árlegri heildarfjárheimild mennta- og menningarmálaráðuneytis er 0,11%.
     *      UMBRA, rekstrarfélag Stjórnarráðsins kt. 420169-0439
       *      Samningur um tölvu- og búnaðarleigu.
       *      Ótímabundinn samningur.
       *      Árlegt framlag er 3.120.000 kr.
       *      Hlutfall af árlegri heildarfjárheimild mennta- og menningarmálaráðuneytis er 0,27%.
     *      Innnes ehf., kt. 6503871399.
       *      Samningur um leigu á kaffi- og vatnsvélum.
       *      Ótímabundinn samningur.
       *      Árlegt framlag er 236.136 kr.
       *      Hlutfall af árlegri heildarfjárheimild mennta- og menningarmálaráðuneytis er 0,02%.
    Við gagnaöflun bárust svör frá 33 af 52 undirstofnunum ráðuneytisins og eru upplýsingar um samninga þeirra á grundvelli 3. mgr. 40. gr. laga um opinber fjármál. Svör þeirra eru í töflum aftast í svarinu.
    Af þeim undirstofnunum sem skiluðu inn gögnum hafði engin þeirra gert samninga á grundvelli 1. eða 2. mgr. 40. gr. laga um opinber fjármál og ekki heldur á grundvelli 41. gr. laga um opinber fjármál.

     2.      Samkvæmt hvaða heimild hefur hver þeirra verið gerður, sbr. heimildir í fyrrnefndum lagagreinum?
    Allir samningar á grundvelli 1. mgr. 40. gr. laga um opinber fjármál eru gerðir á grundvelli samþykkis fjármála- og efnahagsráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra, sbr. orðalag greinarinnar.
    Allir samningar á grundvelli 3. mgr. 40. gr. laga um opinber fjármál eru gerðir á grundvelli heimildar hvers forstöðumanns til slíkrar samningsgerðar, sbr. orðalag greinarinnar.

     3.      Hver er gildistími hvers samnings?
    Sjá svar við 1. lið fyrirspurnarinnar og töflur um samninga undirstofnana aftast í svarinu.

     4.      Fellur gildistími einhvers samnings utan ákvæða 40. og 41. gr. laganna? Sé svo, hvers vegna?
    Allir samningar skv. 1. mgr. 40. gr. laga um opinber fjármál eru gerðir að hámarki til fimm ára. Eldri samningar sbr. 10. tölul. fyrirspurnarinnar hafa verið framlengdir um eitt ár í einu í nokkur skipti og hefur þá heildargildistími þeirra farið yfir fimm ára markið.
    Samningar mennta- og menningarmálaráðuneytis og undirstofnana skv. 3. mgr. 40. gr. laga um opinber fjármál eru að hámarki til fimm ára. Eins og áður hefur komið fram náðist ekki að skoða samninga allra undirstofnana ráðuneytisins.

     5.      Hver er samanlögð árleg fjárskuldbinding hvers samnings og hvert er hlutfall hennar af árlegri fjárveitingu þess ríkisaðila sem ber ábyrgð á samningnum?
    Sjá svar við 1. tölul. fyrirspurnarinnar um samninga ráðuneytisins gerða á grundvelli 3. mgr. 40. gr. laga um opinber fjármál. Aftast í svarinu er útreikningur á hlutfalli kostnaðar miðað við heildarfjárheimild hverrar stofnunar fyrir árið 2020.

     6.      Hvaða stefnumörkun samkvæmt gildandi fjármálaáætlun liggur til grundvallar hverjum samningi fyrir sig?
    Sjá svar við 1. lið fyrirspurnarinnar. Hver samningur hefur tengingu við málaflokk á viðkomandi málefnasviði.

     7.      Hvenær var síðast metið hvort hver samningur uppfyllti kröfur um umfang og gæði eins og gert er ráð fyrir í 5. mgr. 40. gr. laga um opinber fjármál?
    Í hverjum samningi sem tilgreindir eru í svari í 1. tölul. fyrirspurnarinnar er kveðið á um hvaða þjónustu samningsaðili skuli veita og í hvaða magni (umfang). Samningsaðilar funda með ráðuneytinu a.m.k. einu sinni á ári þar sem farið er yfir verkefni liðins árs, ársreikning o.fl. Á slíkum fundum er athugasemdum komið á framfæri og krafist úrbóta ef þörf er á.
    Hvað varðar gæði þá erfitt að setja mælikvarða á slíkt er varðar menntastarfsemi, gerðar eru kröfur um að viðurkenningarskyldir aðilar (háskólar, framhaldsskólar og fræðslumiðstöðvar) séu með gilda viðurkenningu á hverjum tíma. Þá er krafa í lögum um að fræðslumiðstöðvar og framhaldsskólar sinni innra mati og er slíkt yfirfarið hjá ráðuneytinu, einnig eru framhaldsskólar settir í ytra mat á fimm ára fresti. Varðandi háskólana þá fer fram kerfisbundið mat á gæðum háskólastarfs á Íslandi á fimm ára tímabili, matið felst annars vegar í innra mati (sjálfsmati) háskólanna á faglegri starfsemi sinni og hins vegar í ytra mati Gæðaráðs á háskólunum. Hvað varðar samninga um aðra starfsemi er reynt að gera kröfur um gæði eftir því sem við á.

     8.      Við hvaða gæðamælikvarða var miðað í tilviki hvers samnings?
    Það hafa ekki verið settir gæðamælikvarðar í samninga ráðuneytisins en sjá einnig svar við 7. tölul. fyrirspurnarinnar hér að framan.

     9.      Hafa verið gerðir samningar um framkvæmdir, rekstur eða afmörkuð verkefni sem falla utan 40. eða 41. gr. laga um opinber fjármál?
    Nei.

     10.      Eru í gildi samningar sem gerðir voru fyrir gildistöku laga um opinber fjármál, nr. 123/2015?
    Já, hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu eru í gildi fjölmargir samningar sem voru gerðir á grundvelli 30. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins. Gildistími þeirra hefur verið framlengdur um eitt ár í einu meðan verið er að koma nýju ferli samningsgerðar í framkvæmd. Eftirtaldir aðilar eru með slíka samninga:

Framhaldsfræðsla.
    Mímir, símenntun.
    Símenntunarstöð á Vesturlandi.
    Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
    Farskóli Norðurlands vestra.
    Símenntunarstöð Eyjafjarðar.
    Austurbrú.
    Fræðslunet Suðurlands.
    Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
    Fræðslu- og símenntunarstöð Vestmannaeyja.
    Framvegis, miðstöð um símenntun í Reykjavík.

Þekkingarsetur.
    Háskólasetur á Blönduósi.
    Austurbrú.
    Þekkingarnet Þingeyinga.
    Breiðdalssetur.
    Mennta- og menningarsetur á Vopnafirði.
    Nýheimar – Höfn.
    Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði.
    Háskólasetur Vestfjarða.
    Háskólafélag Suðurlands.
    Þekkingarsetur Suðurnesja.
    Kirkjubæjarstofa.
    Reykjavíkurakademían.
    Akureyrarakademían.
    Þekkingarsetur Vestmannaeyja.

Háskólar.
    Listaháskóli Íslands.
    Háskólinn í Reykjavík ehf.
    Háskólinn á Bifröst ses.

Framhaldsskólar, einkareknir.
    Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs ehf.
    Kvikmyndaskóli Íslands.
    Menntaskóli Borgarfjarðar.
    Menntaskólinn í tónlist.
    Myndlistarskólinn í Reykjavík.
    Verzlunarskóli Íslands.
    Tækniskólinn.

Starfsmenntun.
    Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins.
    Iðan fræðslusetur.

Fjölsmiðjur og önnur námsúrræði.
    Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð ses.
    Fjölsmiðjan á Akureyri.
    Fjölsmiðjan á Suðurnesjum.
    Fjölsmiðjan í Kópavogi.
    Handverks- og hússtjórnarskólinn Hallormsstað.
    Hússtjórnarskóli Reykjavíkur.
    Námsflokkar Reykjavíkur.

Annað, óflokkað.
    Stuðningur við tónlistarnám Samb. ísl. sveitarf.
    Samband íslenskra framhaldsskólanema.
    Landssamtök ísl. stúdenta, LÍS.
    Samband ísl. námsmanna erlendis (SÍNE).
    Slysavarnaskóli sjómanna.


Listi yfir skuldbindandi samninga 33 stofnana mennta- og menningarmálaráðuneytis.

1 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Heildarfjárheimild 2020: 779.100.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Öryggisgæsla Securitas ótímabundinn 313.848 0,02%
Oracle, viðhald Advania ótímabundinn 287.412 0,01%
Tölvuþjónusta Tengill ótímabundinn 4.500.000 0,23%
Hýsing Fjölnet ótímabundinn 4.902.000 0,25%
Inna Advania ótímabundinn 2.463.840 0,13%
Ljósritunarvél, leiga Origo ótímabundinn 1.500.000 0,08%
Tölvuleiga Tengill ótímabundinn 55.668 0,00%
Sorplosun Ók-gámaþjónusta ótímabundinn 1.330.000 0,07%
Samtals kr. 15.352.768 0,79%
2 Fjölbrautaskóli Suðurnesja Heildarfjárheimild 2020: 1.486.000.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Samningur sálfræðiþjónusta Reykjanesbær (FRÆ) til júlí 2020 5.523.948 0,29%
Rekstur á Innu og Orra Advania ótímabundinn 4.433.286 0,23%
Fjargæsla Öryggismiðstöðin ótímabundinn 259.664 0,01%
Internet, Menntamálastofnun (55890) FS net/Menntamálastofnun ótímabundinn 1.864.290 0,10%
Sérfr.kerfi bókasafnsk. Ríkisstofnana Landskerfi bókasafna hf. ótímabundinn 464.932 0,02%
Áskrift að stillingar.is Hugsmiðjan ehf. ótímabundinn 35.235 0,00%
Heitt vatn og dreifing á rafmagni HS Veitur hf. ótímabundinn 15.968.939 0,82%
Ræsting Dagar til júlí 2020 21.939.762 1,13%
Vegna lénsins fss.is Internet á Íslandi ótímabundinn 18.104 0,00%
Vefsíðuhýsing Stefna ehf. ótímabundinn 251.472 0,01%
Sorphreinsun Íslenska gámafélagið ótímabundinn 1.514.961 0,08%
Símagjöld Síminn hf. ótímabundinn 590.284 0,03%
Samtals kr. 52.864.877 2,73%
3 Fjölbrautaskóli Vesturlands Heildarfjárheimild 2020: 906.800.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Bókhaldskerfi Advania ótímabundinn 500.772 0,03%
Inna Advania ótímabundinn 3.300.528 0,17%
Öryggisvarsla Öryggismiðstöðin ótímabundinn 452.340 0,02%
Trúnaðarlæknir Vinnuvernd ótímabundinn 708.708 0,04%
Leiga á ljósritun og prentkerfi Kjaran ótímabundinn 1.560.000 0,08%
Landskerfi bókasafn Landskerfi bókasafna ótímabundinn 311.052 0,02%
Go Pro Hugvit ótímabundinn 392.076 0,02%
CCQ gæðakerfi Origo ótímabundinn 520.800 0,03%
Samtals kr. 7.746.276 0,40%
4 Fjölbrautaskólinn við Ármúla Heildarfjárheimild 2020: 1.632.900.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Alþjónusta tölvu- og netkerfa Premis ótímabundinn 18.372.000 0,95%
Vöktun, brunaboðar Securitas hf. ótímabundinn 265.572 0,01%
Skoðun og viðhald búnaðar Securitas hf. ótímabundinn 270.000 0,01%
Inna Advania ótímabundinn 3.668.976 0,19%
Leiga og hýsing á Lisa express Advania ótímabundinn 118.800 0,01%
Orri Advania ótímabundinn 381.312 0,02%
Leiga og þjónusta vegna úrgangs Terra ótímabundinn 655.176 0,03%
Fjarskiptaþjónusta Sýn hf. ótímabundinn 618.432 0,03%
Jafnlaunavottun BSI til des. 2021 334.800 0,02%
Microsoft leyfi ótímabundinn 1.069.056 0,06%
Alþjónusta á TASKalfa fjölnotavélum PLT ehf. ótímabundinn 3.265.860 0,17%
Ræsting Sólar ehf. ótímabundinn 17.025.684 0,88%
Leiga á vatns- og kaffivél Innnes ótímabundinn 243.432 0,01%
Leiga og hýsing á símkerfi Boðleið ótímabundinn 386.136 0,02%
Aðgangur að þjóðskrá Þjóðskrá ótímabundinn 60.504 0,00%
Gegnir Landskerfi bókasafna ótímabundinn 367.056 0,02%
Landsaðgangur gagnasöfn Landsbókasafn ótímabundinn 99.612 0,01%
Samtals kr. 47.202.408 2,44%
5 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Heildarfjárheimild 2020: 1.125.100.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Rekstarleigusamningur Ljósritunarvél Kjaran til feb. 2020 473.208 0,02%
Rekstarleigusamningur Ljósritunarvél Kjaran til feb. 2020 473.124 0,02%
Rekstarleigus. prenttæki Kjaran til ágúst 2020 57.276 0,00%
Rekstrarleigus. prenttæki Kjaran til ágúst 2020 165.780 0,01%
Rekstarleigus. hugbúnaður Kjaran til ágúst 2020 161.004 0,01%
Rekstarleigus. prenttæki Kjaran til jan. 2024 381.924 0,02%
Samtals kr. 1.712.316 0,09%
6 Flensborgarskóli     Heildarfjárheimild 2020:     1.157.200.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Microsoft hugbúnaðarleyfi Samningur hjá Fjársýslu ótímabundinn 1.069.056 0,06%
Alþjónusta á TASKalfa 5550i fjölnotavélum PLT ehf. ótímabundinn 3.265.860 0,17%
Ræsting á skólahúsnæði Sólar ehf. ótímabundinn 17.025.684 0,88%
Leiga á vatnsvél og kaffivél Innnes ótímabundinn 243.432 0,01%
Leiga og hýsing á símkerfi Boðleið ótímabundinn 386.136 0,02%
Aðgangur að þjóðskrá Þjóðskrá ótímabundinn 60.504 0,00%
Rekstrar og sérfr.þj. bókasafnskerfis Gegnir Landskerfi bókasafna ótímabundinn 367.056 0,02%
Landsaðgangur gagnasöfn Landsbókasafn ótímabundinn 99.612 0,01%
Samtals kr. 22.517.340 1,16%
7 Framhaldsskólinn á Húsavík     Heildarfjárheimild 2020:     215.600.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Kennsla á heilsunuddbraut Helga Björg ótímabundinn 1.201.200 0,06%
FAS, ME, VA og ÞA ótímabundinn 210.936 0,01%
Versavottun til des. 2022 250.000 0,01%
Attentus til des. 2020 400.000 0,02%
Norðurþing ótímabundinn 400.000 0,02%
Garðvík ótímabundinn 250.000 0,01%
Origo ótímabundinn 400.000 0,02%
Samtals kr. 3.112.136 0,16%
8 Framhaldsskólinn á Laugum     Heildarfjárheimild 2020:     356.300.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Inna Advania ótímabundinn 1.839.180 0,09%
Internet Advania ótímabundinn 47.616 0,00%
Orri Advania ótímabundinn 309.312 0,02%
FS-net Menntamálastofnun ótímabundinn 1.099.044 0,06%
Öryggisþjónusta Securitas ótímabundinn 418.092 0,02%
Hugvit ótímabundinn 538.512 0,03%
Landskerfi bókasafna ótímabundinn 57.492 0,00%
Þekkingarnet Þingeyinga ótímabundinn 1.650.000 0,09%
Samtals kr. 5.959.248 0,31%
9 Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu     Heildarfjárheimild 2020:     266.700.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Rekstur Nýheima Sveitarfél. Hornafjörður ótímabundinn 13.443.816 0,69%
Rekstur Vöruhúss Sveitarfél. Hornafjörður ótímabundinn 1.561.344 0,08%
Rekstur bókasafns Sveitarfél. Hornafjörður ótímabundinn 1.200.000 0,06%
Rekstur símstöðvar Sveitarfél. Hornafjörður ótímabundinn 242.448 0,01%
Inna Advania ótímabundinn 2.202.996 0,11%
Samtals kr. 18.650.604 0,96%
10 Háskóli Íslands     Heildarfjárheimild 2020: 23.836.300.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Öryggisgæsla Öryggismiðstöðin hf. ótímabundinn 56.183.040 2,90%
Hreingerningar ISS ehf. ótímabundinn 132.358.572 6,84%
Hreingerningar Hreint ehf. ótímabundinn 85.808.928 4,43%
Samtals kr. 274.350.540 14,17%
11 Háskólinn á Akureyri     Heildarfjárheimild 2020:     3.238.100.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Tölvu- og tækniþjónusta Tristan hf. ótímabundinn 23.868.110 0,74%
Tölvu- og tækniþjónusta Hugvit ehf. ótímabundinn 3.554.750 0,11%
Öryggiseftirlit Öryggismiðstöðin ótímabundinn 1.767.768 0,05%
Jafnlaunavottun BSI til des. 2021 367.000 0,01%
Brunaviðvörunarkerfi Nortek ótímabundinn 5.133.000 0,16%
CCQ, Rent a prent ofl. Origo ótímabundinn 5.093.800 0,16%
Lyftueftirlit Kone ótímabundinn 803.210 0,02%
Sorplosun Terra ótímabundinn 1.680.060 0,05%
Gegnir Landskerfi bókasafna ótímabundinn 3.831.050 0,12%
Póstþjónusta Pósturinn ótímabundinn 672.320 0,02%
Samtals kr. 46.771.068 1,44%
12 Háskólinn á Hólum     Heildarfjárheimild 2020:     794.000.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Sjóveita til des 2021 2.213.232 0,11%
Rekstur mötuneytis til des. 2020 5.850.000 0,30%
Bókasafnsþjónusta til ágúst 2020 2.706.000 0,14%
Bókhaldsþjónusta ótímabundinn 1.911.630 0,10%
Samtals kr. 12.680.862 0,65%
13 Kvennaskólinn í Reykjavík     Heildarfjárheimild 2020:     890.800.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Öryggisvarsla Securitas ótímabundinn 725.016 0,04%
Hýsing á heimasíðu og léni Advania ótímabundinn 104.016 0,01%
Inna Advania ótímabundinn 4.307.964 0,22%
Oracle Advania ótímabundinn 459.216 0,02%
Hýsing á tölvupósti Advania ótímabundinn 48.360 0,00%
Microsoft Advania ótímabundinn 1.297.197 0,07%
Aðgangur að þjóðskrá Þjóðskrá ótímabundinn 60.504 0,00%
Rekstur tölvukerfis Próval ehf. ótímabundinn 5.820.612 0,30%
Þjónusta trúnaðarlæknis Vinnuvernd ótímabundinn 395.316 0,02%
Hugvit ótímabundinn 489.552 0,03%
Bókasafn Landskerfi bókasafna ótímabundinn 363.727 0,02%
Samtals kr. 14.071.480 0,73%
14 Landbúnaðarháskóli Íslands     Heildarfjárheimild 2020     : 1.616.900.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Ræsting Hreint ehf. til júní 2020 4.114.836 0,21%
Ræsting Dagar hf. ótímabundinn 2.887.146 0,15%
Kaffi- og vatnsvélar Kerfi fyrirtækjaþjónusta ótímabundinn 347.076 0,02%
Mötuneyti Óli Páll Einarsson ótímabundinn 3.840.000 0,20%
Mötuneyti Krydd og kavíar ótímabundinn 4.226.904 0,22%
Samtals kr. 15.415.962 0,80%
15 Listasafn Einars Jónssonar     Heildarfjárheimild 2020:     57.000.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Kassakerfi/Sjóðsvél Hugbúnaður hf. ótímabundinn 149.172 0,01%
Öryggisgæsla Securitas ótímabundinn 664.116 0,03%
Samtals kr. 813.288 0,04%
16 Listasafn Íslands     Heildarfjárheimild 2020:     426.100.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Vistun og rekstur kerfa Origo ótímabundinn 4.920.000 0,25%
Vöktun og öryggisgæsla Securitas ótímabundinn 1.440.000 0,07%
Gagnagrunnur Rekstrarfélag Sarps ótímabundinn 2.820.000 0,15%
Samtals kr. 9.180.000 0,47%
17 Menntamálastofnun     Heildarfjárheimild 2020:     1.147.000.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Vöruhýsing námsgagna Egilsson ehf. til maí 2022 11.434.008 0,59%
Samtals kr. 11.434.008 0,59%
18 Menntaskólinn að Laugarvatni     Heildarfjárheimild 2020:     402.400.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
FS netið Menntamálastofnun ótímabundinn 1.123.812 0,06%
Tölvuþjónusta TRS Selfossi ótímabundinn 2.490.240 0,13%
Öryggistenging Öryggismiðstöðin ótímabundinn 253.908 0,01%
Inna Advania ótímabundinn 1.839.180 0,09%
Bókasafnskerfi Landskerfi bókasafna hf. ótímabundinn 112.920 0,01%
Samtals kr. 5.820.060 0,30%
19 Menntaskólinn á Akureyri     Heildarfjárheimild 2020     : 959.900.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Oracle Viðhald Advania ótímabundinn 526.860 0,03%
Inna rekstur og hýsing Advania ótímabundinn 3.526.356 0,18%
Hýsing, gagnatenging, sýndarþjónn Advania ótímabundinn 1.132.824 0,06%
Sérfræðiþjónusta (viðvera) Advania ótímabundinn 4.178.304 0,22%
EasyCASES Advania ótímabundinn 401.484 0,02%
EasyEQUALPAY Advania ótímabundinn 308.472 0,02%
Öryggisvarsla Öryggismiðstöð Íslands ótímabundinn 293.340 0,02%
Þjónustusamningur Síminn ótímabundinn 857.268 0,04%
Ráðgjöf v/jafnlaunavottunar Attentus til maí 2020 460.348 0,02%
Þjónusta v/bókasafnskerfis Landskerfi bókasafna ótímabundinn 510.564 0,03%
Afnota- og lánssamningur Nýja kaffibrennslan ehf. ótímabundinn 141.360 0,01%
Hýsing og vefumsjónarkefi Stefna ótímabundinn 204.072 0,01%
Samtals kr. 12.541.252 0,65%
20 Menntaskólinn á Egilsstöðum     Heildarfjárheimild 2020:     612.600.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
FS net Menntamálastofnun ótímabundinn 1.097.196 0,06%
Gegnir, kerfisrekstur Landskerfi bókasafna ótímabundinn 202.284 0,01%
Inna, kerfisrekstur, hugbúnaðarþjónusta Advania ótímabundinn 3.261.168 0,17%
Orri, kerfisrekstur, hugbúnaðarþjónusta Advania ótímabundinn 329.220 0,02%
Lénhýsing/vefur Origo ótímabundinn 67.104 0,00%
Rekstur öryggiskerfis Öryggismiðstöðin ótímabundinn 57.048 0,00%
Leiga á kaffivél Innnes ótímabundinn 428.364 0,02%
Heimasíða Elan margmiðlun ótímabundinn 44.640 0,00%
Easy intranet Advania ótímabundinn 230.100 0,01%
Easy cases Advania ótímabundinn 309.924 0,02%
Samtals kr. 6.027.048 0,31%
21 Menntaskólinn á Ísafirði     Heildarfjárheimild 2020:     552.400.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Ræstingar skóla, Massi þrif ehf. ótímabundinn 9.417.180 0,49%
Rekstur tölvukerfis, Snerpa ehf. ótímabundinn 1.880.892 0,10%
Inna, hugbúnaðarþróun Advania ótímabundinn 3.227.052 0,17%
FS netið, Menntamálastofnun ótímabundinn 1.068.276 0,06%
Gashylkjaleiga, Ísaga ótímabundinn 107.000 0,01%
Brunaeftirlit, Ísafjarðarbær ótímabundinn 230.724 0,01%
Bókasafn Landskerfi bókasafna ótímabundinn 12.553 0,00%
Kaffivélaleiga Penninn ótímabundinn 13.800 0,00%
Kaffivélaleiga CCEP ótímabundinn 129.712 0,01%
Samtals kr. 16.087.189 0,83%
22 Menntaskólinn á Tröllaskaga     Heildarfjárheimild 2020     : 311.300.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Inna (að tilstuðlan ríkisins) Advania ótímabundinn 1.780.000 0,57%
Öryggis og brunavakt Securitas Akureyri ehf. ótímabundinn 430.000 0,14%
Leiga á kaffi og vatnsvélum Penninn ótímabundinn 150.000 0,05%
Aðgangur að Gegni Landskerfi bókasafna ótímabundinn 18.000 0,01%
Aðgangur að FS neti (að tilstuðlan ríkisins) FS Net ótímabundinn 1.250.000 0,40%
Kerfisumsjón, afritun gagna
og vistun heimasíðu Stefna Hugbúnaðarhús ótímabundinn 800.000 0,26%
Skjalavistunarkerfi GoPro Hugvit hf. ótímabundinn 530.000 0,17%
Samtals kr. 4.958.000 1,59%
23 Menntaskólinn í Kópavogi     Heildarfjárheimild 2020:     1.499.600.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Þjónustusamningur v/Innu Advania ehf. ótímabundinn 3.334.152 0,17%
Þjónustusamningur v/Orra Advania ehf. ótímabundinn 145.008 0,01%
Þjónustusamningur v/sms Advania ehf. ótímabundinn 182.460 0,01%
Þjónustusamn. v/Timians Origo hf. ótímabundinn 718.896 0,04%
Þjónustusamn. v/GoPro Hugvit hf. ótímabundinn 636.420 0,03%
Þjónustusamningur v/sorphreinsunar Terra umhverfisþjónusta hf. ótímabundinn 2.303.400 0,12%
Þjónustusamn. v/bókasafns Landskerfi bókasafna ótímabundinn 499.464 0,03%
Þjónustusamningur v/ljósritunarvéla PLT tækjaleiga ehf. ótímabundinn 2.537.964 0,13%
Leigusamningur kaffi- og vatnsvélar Ölgerðin Egill Skallagr. ótímabundinn 341.244 0,02%
Posaleiga Borgun hf. ótímabundinn 338.400 0,02%
Öryggiseftirlit Securitas hf. ótímabundinn 375.972 0,02%
Frágangsferðir Securitas hf. ótímabundinn 1.377.528 0,07%
Ræsting Hreinar línur ehf. ótímabundinn 8.796.636 0,45%
Vefumsjónarkerfi Stefna ehf. ótímabundinn 120.804 0,01%
Samtals kr. 21.708.348 1,12%
24 Menntaskólinn í Reykjavík     Heildarfjárheimild 2020     : 1.017.200.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Rekstur tölvukerfis Opin kerfi til ágúst 2022 7.935.384 0,41%
Námsnetið Studia ehf. ótímabundinn 919.620 0,05%
Inna Advania ótímabundinn 2.500.620 0,13%
Orri Advania ótímabundinn 81.732 0,00%
Rekstur og þjónusta bókas. Landskerfi bókasafna ótímabundinn 588.852 0,03%
Prentun PLT til júní 2025 3.490.848 0,18%
Ræsting Sólar ehf. ótímabundinn 12.949.020 0,67%
Geymsla Geymslur ehf. ótímabundinn 356.996 0,02%
Eftirlit og vöktun húsnæðis Öryggismiðstöðin ótímabundinn 5.035.296 0,26%
Samtals kr. 33.858.368 1,75%
25 Menntaskólinn við Hamrahlíð     Heildarfjárheimild 2020     : 1.669.700.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Verkleg kennsla í dansi Klassíski listdansskólinn til júní 2020 30.142.684 1,56%
Verkleg kennsla í dansi Listdansskóli Íslands til júní 2021 63.831.553 3,30%
Verkleg kennsla í dansi JSB til júní 2022 37.235.068 1,92%
Inna Advania ótímabundinn 5.508.311 0,28%
Oracle Advania ótímabundinn 673.933 0,03%
FS-net Menntamálastofnun ótímabundinn 1.478.905 0,08%
Gegnir Landskerfi bókasafna ótímabundinn 769.296 0,04%
GoPro Hugvit ehf. ótímabundinn 657.422 0,03%
Hýsing vef og sérfræðiráðgjöf Stefna ehf. ótímabundinn 441.149 0,02%
Þjónustusamn. um símavist Síminn hf. ótímabundinn 1.347.544 0,07%
Samtals kr. 142.085.865 7,34%
26 Menntaskólinn við Sund     Heildarfjárheimild 2020     : 1.045.700.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Ræsting Dagar ehf. til júní 2020 30.142.684 1,56%
Vöktun Securitas til júní 2021 63.831.553 3,30%
Losun Terra
Lén Advania til júní 2022 37.235.068 1,92%
Inna Advania ótímabundinn 5.508.311 0,28%
Hugbúnaðarþjónusta Stúdía ótímabundinn 673.933 0,03%
FS net Menntamálastofnun ótímabundinn 1.478.905 0,08%
Gegnir Landskerfi bókasafna ótímabundinn 769.296 0,04%
Hleðslustöð Ísorka ótímabundinn 657.422 0,03%
Hugbúnaðarþjónusta UT ráðgjöf ehf. ótímabundinn 441.149 0,02%
Metrabók Síminn hf. ótímabundinn 1.347.544 0,07%
Go Pro
Microsoft
Leiga á posa
Rekstrarleiga
Símgjöld
Bókasafn
Þjóðskrá
Snara
Samtals kr. 142.085.865 7,34%
27 Minjastofnun Íslands     Heildarfjárheimild 2020     : 249.100.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Ræsting Suðurgata 39, 101 Reykjavík Sólar ehf. ótímabundinn 1.677.300 0,09%
Rekstur landfræðilegs upplýsingakerfis Loftmyndir ehf. ótímabundinn 1.782.996 0,09%
Samtals kr. 3.460.296 0,18%
28 Samskiptamiðstöð heyrnarl. og heyrnarskertra Heildarfjárheimild 2020: 313.800.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Íslenskar orkurannsóknir ótímabundinn 7.520.976 0,39%
Premis til mars 2023 8.090.628 0,42%
Fjármála- og efnahagsráðuneyti ótímabundinn 1.187.352 0,06%
Advania (Orri) ótímabundinn 81.732 0,00%
Hringdu ótímabundinn 194.232 0,01%
Sýn ótímabundinn 451.968 0,02%
Dattaca Labs ótímabundinn 958.800 0,05%
OneSystems ótímabundinn 738.000 0,04%
Advania (Klukkustund) ótímabundinn 133.680 0,01%
Landskerfi bókasafna til nóv. 2020 128.029 0,01%
Origo (Creative Cloud) til jan. 2023 152.352 0,01%
Já.is ótímabundinn 47.076 0,00%
Advania (SignetForms) ótímabundinn 85.560 0,00%
Innnes (vatnskælir) ótímabundinn 75.588 0,00%
Snara til jan. 2021 34.500 0,00%
John Benjamins Pub.Co. ótímabundinn 38.448 0,00%
Vimeo ótímabundinn 7.272 0,00%
Kreditkort ótímabundinn 19.500 0,00%
ISNIC til jan. 2021 17.940 0,00%
Samtals kr. 19.963.633 1,03%
29 Sinfóníuhljómsveit Íslands Heildarfjárheimild 2020: 1.659.300.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
STEF ótímabundinn 6.404.565 0,33%
KPMG til mars 2020 519.000 0,03%
iCert til feb. 2023 527.000 0,03%
Attentus til maí 2020 1.003.458 0,05%
Origo ótímabundinn 2.983.908 0,15%
Advania ótímabundinn 181.680 0,01%
Miðlun ehf. ótímabundinn 654.720 0,03%
Zenter ehf. ótímabundinn 370.512 0,02%
Wölbitsch & Partner ótímabundinn 355.700 0,02%
Penninn ehf. ótímabundinn 154.800 0,01%
Hugsmiðjan ehf. ótímabundinn 453.972 0,02%
Samtals kr. 13.609.315 0,70%
30 Verkmenntaskóli Austurlands Heildarfjárheimild 2020: 445.000.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Bókasafnskerfi Gegnir ótímabundinn 90.432 0,00%
FS net Menntamálastofnun ótímabundinn 1.071.612 0,06%
Brunvarnakerfi Securitas ótímabundinn 341.868 0,02%
Inna Advania ótímabundinn 2.316.684 0,12%
Orri Advania ótímabundinn 303.948 0,02%
Heimasíðuumsjón Stefna ótímabundinn 183.252 0,01%
Lénhýsing Origo ótímabundinn 65.304 0,00%
Easy cases skjalakerfi Advania ótímabundinn 317.532 0,02%
Samtals kr. 4.690.632 0,24%
31 Verkmenntaskólinn á Akureyri     Heildarfjárheimild 2020     : 1.994.100.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
INNA Advania ótímabundinn 4.742.340 0,24%
ORRI Advania ótímabundinn 743.004 0,04%
FS netið Menntamálastofnun ótímabundinn 1.190.580 0,06%
Gopro ótímabundinn 1.014.300 0,05%
Tölvuþjónusta Stefna ótímabundinn 23.149.704 1,20%
Hýsing Stefna ótímabundinn 1.067.640 0,06%
Vefumsjón Stefna ótímabundinn 248.616 0,01%
Origo til sept. 2021 3.876.000 0,20%
Öryggismiðstöðin ótímabundinn 1.149.132 0,06%
Lundur ótímabundinn 18.639.996 0,96%
Landskerfi bókasafna ótímabundinn 658.812 0,03%
Sýn (Vodafone) ótímabundinn 753.780 0,04%
Samtals kr. 57.233.904 2,96%
32 Þjóðleikhúsið     Heildarfjárheimild 2020:     1.776.400.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Íslandslyftur ehf. ótímabundinn 411.180 0,02%
Posaleiga Verifone ótímabundinn 973.896 0,05%
Fjölnet ótímabundinn 3.195.828 0,17%
Securitas ótímabundinn 244.704 0,01%
Securitas ótímabundinn 617.456 0,03%
Orri FJS ótímabundinn 646.764 0,03%
Advania ótímabundinn 953.844 0,05%
Samtals kr. 7.043.672 0,36%
33 Þjóðskjalasafn Íslands     Heildarfjárheimild 2020     : 426.700.000
Efni samnings Samningsaðili Samningstími Árleg fjárhæð Hlutfall af heildarfjárheimild
Kennsla Háskóli Íslands ótímabundinn 2.352.110 0,12%
Ræsting Sólar ótímabundinn 4.980.084 0,26%
Ræsting Sólar ótímabundinn 369.420 0,02%
Skjalavinnsla Ísafjarðarbær ótímabundinn 6.100.000 0,32%
Kerfisumsjón Advania ótímabundinn 12.643.464 0,65%
Kerfisumsjón One System ótímabundinn 770.772 0,04%
Persónuverndarfulltrúi Dattaca Labs ótímabundinn 1.188.912 0,06%
Öryggisgæsla Securitas ótímabundinn 394.824 0,02%
Samtals kr. 28.799.586 1,49%