Ferill 482. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 934  —  482. mál.




Svar


utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við fyrirspurn frá Birgi Þórarinssyni um sendiskrifstofur hér á landi.


     1.      Hvaða ríki eru með sendiskrifstofur hér á landi?
    Ríki sem eru með sendiskrifstofur hér á landi eru tilgreind í skýrslu utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um utanríkis- og alþjóðamál til Alþingis á 150. löggjafarþingi, sem sagt: Bandaríkin, Kanada, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Spánn, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð, Rússland, Pólland, Indland, Japan og Kína, auk Evrópusambandsins, Grænlands og Færeyja.

     2.      Hver er fjöldi erlendra starfsmanna hverrar þeirra fyrir sig?
    Erlendir starfsmenn sendiskrifstofa, sem eru útsendir, eru flestir tilgreindir á vef utanríkisráðuneytisins (Diplomatic and Consular List, febrúar 2021). Fjöldi þeirra sem eru búsettir hérlendis er: Bandaríkin 19, Kanada 2, Bretland 2, Frakkland 4, Þýskaland 6, Spánn 1, Danmörk 1, Finnland 2, Noregur 2, Svíþjóð 2, Rússland 19, Pólland 6, Indland 6, Japan 8 og Kína 14, auk Evrópusambandsins 4, Grænlands 1 og Færeyja 1.
    Fjöldi erlendra starfsmanna sendiskrifstofa sem eru búsettir erlendis eru: Kanada 1, Bretland 3, Frakkland 5, Þýskaland 1, Spánn 1, Finnland 1 og Pólland 1.

    Alls fóru þrjár vinnustundir í að taka þetta svar saman.